Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 13

Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 13
zies, eins og áður er getið. Enn sunnar og vestar sameinast Vézére ánni Dor- dogne. Dordogne rennur svo um vest- ursléttur Frakklands og út í Atlants haf við botn Girondeflóans, rétt við ós Garonne. Vézére og Beune streyma á ofangreindu svæði milli all hárra ása og fella. Kalksteinn er Jjar jarð- bergið, sem allt einkennir og er sú fjöl, sem hamrar, hvammar og hellis- rými eru tálguð í. Mikill skógur er víða í þessum héraðshluta og hér hið svarta Périgord eða Périgord noir, en Périgord er hér gamalt landsheiti. Svo hét greifadæmi á þessum slóðum. Hjá Les Eyzies, sem er byggt utan í þverhníptum klettahöfða og norðan ánna, er hópur steinaldarbýla. Þaðan dreifast þau austur á hóginn og fylgja dölunum all vel. Hvergi á jörðu mun á svo þröngu svæði viðlíka auður frægra bólstaðaminja frá forsöguöld- um. Var hér víðavangsskóli þeirra, er greindu árdegisskil núlifandi mann- *ttar af jarðleifum og settu þau atriði í röð við það, sem á undan fór, og hér birtist mjög vel einnig. Hér er klettahýlið Cro-Magnon. Hér er og ha Madeleine, annar hýlisskúti. Eru háðir skammt norðan Les Eyzies og við árdal Vézére. Enn ofar í dalnum er býlisstöðin Le Moustier, í grunnum hergkrika og við ja.fnsléttu. Við hana er kennd smíðaheildin Moustérien, uðal smíðaheild miðfornsteinaldar á- samt Levallois. Var hér Neanderdals- kynið. Er nú næstum hálfnuð leiðin UPP dalinn að Lascaux. Bergmynda- staðir Les Eyzies svæðis skipta tugum. Verkin eru ýmist í hellisiðrum, í skút- um eða á steinþili bergrima. Er kalk- jörðin sorfin af vatnsflaumi og holuð af lækjum og ám neðanjarðar. Eru hellarnir fornir árfarvegir. Margir eru þeir einkennilega lagaðir, í aðalgöng- um og svo í luktum sveigum og skáp- um frá þeim. Skjól og heppileg veiðiskilyrði hafa ráðið aðflutningi manna að döl- unum. í hellunum nýtur skjóls fyrir kulda. Er áætlað, að meðallofthiti þeirra að vetri hafi verið ofan við frostmark, en úti við hafi verið um fjórum sinnum kaldara og brunagadd- ur. Svo segir Lantier í áðurnefndri bók fbls. 92). Talar hann þar um menningarhætti fornsteinaldar og eink- um í Frakklandi, að því er siálfsagt er að ætla. Kúhn hermir svo, að á París- arsvæðinu hafi janúarhitinn verið tuttn^u og tvær gráður undir frost- marki á síðustu ísöldinni. (Sjá Das Erwachen der Menscheit, bls. 94). Hin nýia mannætt byrjar snemma á Les Eyzies svæði að steinbóka vegg- hópa mynda, einkum af dýrunum, og eins og í öðrum hverfum Aurignac menningar þroskast fyrr flatarmyndin FÉLAGSBRÉF 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.