Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 14
en skrautsmíð áhalda. Hverfi í list-
sögulegum skilningi eru á ýmsa vegu.
Segja má, að um slíkt sé að ræða þarna
að vissu leyti, vegna þess hve skammt
er á milli myndþila og híbýla manna
af sömu öld. Hellir, skúti og bergrim
eru talsverð undur, einkum eru hellar
það. Hellir bæði hrindir frá og dreg-
ur að manninn. I hellum og skútum
þessa svæðis er bergið mjög víða slétt,
og sums staðar eru rjómahvítir fletir,
annars staðar svo grárra yfirborð.
Eins og nú er, er raki ekki ýkja mikill,
og er líklegra, að svo hafi verið, þegar
málað var. Þó sést, að vatn myndar
kalkhúð, og það all víða. Þarna er rúm
og skjól og næði. Hellismunnar munu
og víðast liggja all berir út að dala-
hlíðunum, og því finnast þeir. Og inn-
gangsleiðir eru yfirleitt ekki óþægi-
legar. Hins vegar er ekki alls staðar
jafn greiðfært inni. Gólfslétt og mjög
breið hvolfabil eru ekki geysilega
mörg og samkomur manna til helgiat-
hafna af því tagi, sem að var vikið,
hafa ekki getað víða átt sér stað mjög
fjölmennar. Menn hafa málað og rist
á löngum veggbilum, þar sem hellir
er í mjóum göngum og bugðóttum eða
ekki mjög hátt til lofts fyrir þann, sem
er að vinnu. Salir eða hvelfingasam-
stæður, eins og fremst í Lascaux og
Altamira, þar sem er myndskrúð á
veggjum og lofti, hrífa mjög, þar er
sviðið glaðast, en þarna er einungis
hluti af öllu því, sem var málað og
rist á berg. Verður að skoða seiðsam-
komuatriðið í ljósi þessa.
Almennt ágæti franko-kantabriskra
verka, og sú umönnun og þroski, sem
þau bera vitni og brotið frá Geniére
10 FÉLAGSBRÉF
og hellurnar frá Parpallo eru sagðar
greina frá, og staðavalið, andmælir
fremur en styður, að þeir, sem að
unnu, hafi verið lítt kunnugir og ein-
komugestir. Voru ekki myndþilin, þar
sem þétt var búið við þau, jafnvel í
eigu eða umsjá ætta, er þannig prýddu
heimkynnin? Ætt eða samfélagshópur
einhvers konar hefði getað haft þann
hátt á að glæða bergflöt og bólstöðva-
grennd, þar sem lengstum var hafzt
við. En nú koma búferli, árstíðabund-
in, til sögunnar. Raymond Lantier
segir í bók sinni um forsögulifnaðar-
háttu, er um var getið, að fornleifar
í hellum í Dordogne og Pyreneafjöll-
um sýni, að fornsteinaldarlýður á þess-
um slóðum hafi flutzt árlega úr hell-
um og skútum og farið niður að
ströndum Atlantshafs og Miðjarðar-
hafsins og snúið svo þaðan aftur. Tóku
þeir sig upp, er sumraði. Lítið er um-
merkja um sumarbólstaðina. Kunna
umræddir fornsteinaldarlýðir að
hafa búið undir grunnum hellisskútum
eða komið sér upp trjágreinahreysum,
þar sem dvalizt var við strandhéruðin
að sumri. Er helzt að ætla, að farið
hafi saman dýraveiðar og fæðusöfnun
á yfirborði jarðar og með ströndum
og þá hirt sjóskel. Á vetrum höfðust
menn við í skjóli hella og skúta á áð-
urnefndum svæðum. Þangað bera þeir
skeljar úr sjó. Þessir menn voru
hreinaveiðar og höguðu ferðum eftir
háttum hreinsins. Hreinninn, segir
Henri Breuil í bók sinni um hella-
myndirnar*, kom á suðurslóðir sínar
* Abbé Henri Breuil, Four llundred
Centuries of Cave Art, 1952, bls 41.