Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 18

Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 18
á lit. Með þeim eru taldar fingur- dregnar bugður og brugðningar í gul- um og rauðum lit, og er dregið með fleiri en einum fingri í senn, og á með- al þessara lausdregnu mynda yngri lófamarkaflokksins birtast frumstæðar dýramyndir, gerðar með sama hætti. 1 tímagrennd eru merki, sem líkt er við kylfur, og svo rauð, grófdregin dýr, sem sjást í Altamira, gerð með breiðlínum eða útfyllingartórum, sem Breuil kennir við tachisma. Af þessu taka við enn aðrar myndir, og þeim brugðið upp með línum, og eru þær gular flestar, þá rauðar, nokkr- um sinnum svartar. Tengd þeim eru hin svonefndu þekjumerki, eða merki, sem sagt hefur verið, að gætu átt að sýna tjöld eða hreysi, en þau eru sér- gild mjög í formi og alls ekki víst, að þau eigi að sýna slíkt. Þá taka við myndir gerðar úr breið- línum, tórudregnum, og stundum þann- ig dregið, að punktarnir eru látnir renna saman. Jafnframt myndunum, sem þannig eru dregnar, sjást á sömu stöð- um þekjumerki, þau breiðdregin í línum. Þá heyr sér vettvang fyllingur- inn. Með því er átt við „flat-wash“ aðferðina hér. Er fyrst ekki lokið við, en síðan verður fyllingurinn venjuleg, lukt mynd. Utlínan er höfuðatriði í þessum fyrstu verkum og það má segja, að hún verði það alltaf, listin reisi á henni. Það er lokastig í málverkum Aurignac-Périgord heildarinnar, að tveir litir eru hafðir í einni og sömu myndinni. Hefst þróunin í Pasiega, Pindal og Pech-Merle, en tveir fyrr- nefndir myndhellar eru á Norður- Spáni, hinn síðastnefndi í héraðinu Lot í Frakklandi sunnanverðu. Hennar sér og upphafsmerki á flötum steinum, sem málað var á og laggreindir ,eru til Aurignac og Périgord heildar í La Ferrassie skúta í Dordogne, þar er og lítill hellir, og einnig í skútunum Labatut og Blanchard í sama héraði, og þá þróaðist tvílitningurinn af mik- illi prýði í iðrum Lascaux. Flokkurinn setur mjög svip á þann helli. Því mið- ur get ég nú ekki verið langorður um hann né rakið og sagt frá öllu því, sem þar er. Skýrt dæmi um tvílitning- inn er mynd af kú, sem gerð er frem- ur neðarlega á hvelfingarlóftið í möndulganginum svonefnda, en hann hefur verið nefndur Sixtín§ka Kapell- an, og er eitt af undrum veraldar. Hún er fyrsta verk til vinstri, þegar gengið er inn í ganginn úr aðalsalnum svo- nefnda, sem er nú sá hluti þessa hellis, sem fyrst er komið í. Hann er og nefndur nautasalur, vegna þess hve margar myndir eru þar af nautum. í kapellunni ber hins vegar mjög á kúnni. Umræddur tvílitningur sést nú hér í hvítu og svörtu. (Mynd 4). Skrokkurinn er rauður og slær á hann járnrauðum blæ, en höfuðið er með svörtum lit, hann nokkuð brúnn, er hann skarplega aðgreindur. Mynd- in er öll tveir metrar og áttatíu senti- metrar á lengd. Hún fer frábærlega vel, þar sem hún er í hvelfingunni. Lítum hér inn eftir með hjálp ljós- myndar. Kýrin þessi sést yzt til vinstri. Onnur dýr raðast og dreifast um loft- ið endilangt, og liggja frjálslega, ef á allt er litið. (Mynd 5). Þá er og vert að líta á nautasalinn. Þegar geng- 14 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.