Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 20

Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 20
ið er inn hann, er á veggnum til vinstri, og nokkuð hátt uppi, löng myndræma, en beint af augum sér inn í kapelluna. Á veggnum til hægri við opið inn í kapelluna er enn mynd- ræma og nær skrúðið yfir um opið að öðrum göngum, sem liggja út úr nautasalnum á liægri hönd. Fleiri göng eru ekki héðan. Ljósmyndin sýnir skrautsvæðið nær því í æsar. Er litið inn að kapelluopi. (Mynd 6). 1 grópuninni, sem fylgir samhliða þróunarleið, er upphafið það, að því er Breuil telur, að bugðulínur eru dregnar í leir á bergyfirborði, fyrst með fingrunum, þá með margtenntu verkfæri. Á meðal þessara frum- stæðu upphafsminja birtast mjög hlutlægnislegar myndir af dýrum, og eru þær víst alltaf eldri gröfnum myndum, en þær eru af þeim flokki. Dæmin finnast í mörgum hellum. Sums staðar eru gerðar úthvelfdar myndir af kynfærum og gætu þær tal- izt til þessa upphafsskeiðs. Síðari myndir eru dýpri í grópun, eru lág- varpsættar eða bas-reliefs. Eru slík verk á nokkrum stöðum. Það er hefðareinkenni í Aurignac- Périgord sveip, að séð er frá hlið, þó alls ekki stranglega, myndin er flöt eða flesja og hliðlæg, en ýmsum hliðaratriðum nokkuð vikið til og snúið að. í grópun eru merkileg dæmi um, að séð er framan á, beint eða næstum því. Man ég eftir nokkrum verkum frá Laussel, en það er ekki mjög djúpur hellir í Dordogne, sam- nefndur kastala í grenndinni, og eru þau þannig í horfi. Það eru lágverp- ur á nokkuð vænum steinbrotum. Ein er af karli, hinar af konum. Svo er og í hefðinni að ljúka ekki við um of nosturlega, gerir það heildina létt- ari og myndin fær loftham. Meginflokkur stakra smámynda á Aurignac skeiði eru hinar svonefndu Venuslíkneskjur. Sáum við konurnar frá Lespugue og Brassempouy (fyrri hluti greinar minnar). Þá er til stór- merkilegt andlit frá þessum tíma. Það er höfuð frá Dolní Véstonice, stöð í Moravíu í Tékkóslóvakíu. Er það skorið í fílstönn. Það er 4,7 sm á hæð. (Mynd 1). Það, sem hér er sýnt, er afsteypa. Ekki er ljóst, hvort þetta er karlmannsandlit eða andlit konu. Ekki er til betri mynd af sálarspegli mann- ættar þeirrar, er bar uppi Aurignac menninguna. Dálítið er nú myndin holótt og sködduð, en hún hefur án efa gljáð fagurlega. Augu eru gerð og þau skýr. Andlitið er togið. Ýkir hæð þess höfuðbúnaðurinn, og hann skerp- ir í rauninni vangalínur og andlits- form önnur. Fellur fatið, en þetta er ef til vill húfa, mjög skemmtilega að enninu, kannski er þetta hárið, og þannig um búið. Línur eru hvergi hvassar og harðar, og styðst andlits- byggingin ekki við það. Er ort úr einu efnissafni. Skorið er í bugðum, hvelft út, leikið við aðalatriðin, eins og augun. Er augað á vinstri hönd lífi þrungið, í því er líkt og stjörf sjónátt en um leið sefamýkt. En allt er þétt fyr- ir, aðalform höfuðsins ýkt, en þó gætt hófstillingar í hverju atriði. Augna- tillitið er líklega það, sem gefur and- litinu mest gildi. Ljósmynd mín er sótt í Ijósmyndahefti um forsögualdir eftir S. Célébonovic, Préhistoire. 16 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.