Félagsbréf - 01.06.1963, Side 27
Thorarensen er skáld. Jónas Hallgríms-
son er ekki skáld“. Þetta hefur senni-
lega verið veturinn 1843—1844, en þann
vetur var Grímur heima á Bessastöðum
og hafði mikil samskipti við skólasvein-
ana. Grímur var einn skaípasti og lærð-
asti bókmenntafræðingur meðal Islend-
inga þessa tíma, en rétt er að slá þann
varnagla, að lítil vinátta var með þeim
Grími og Jónasi. M. a. skopstældi Jónas
kvæði Gríms, og Grímur hefur áreiðan-
lega tékið slíkt óstinnt upp. En fleira
kann að hafa ráðið þessum dómi Grím’s.
Hann var menntaður í hinum róman-
tíska skóla. Rómantík Bjarna var mikln
hreinræktaðri en Jónasar, og ekki er að
efa, að Grímur liafi mælt kveðskapinn
og vegið' á vogarskálum rómantísk,U
stéfriunnar. Síðar mun Grímur hafa
skipt um skoðun, eins og fram kemur í
eftirmælum hans um Jónas, sem komu
í' Nýjum félagsritum 1846.
Líf Jónasar og kynni þjóðarinnar af
honum voru ekki heldur þannig, að lík-
legt megi heita, að það hafi aflað hon-
um vinsælda. Páll Melsteð, sem var
skólabróðir hans og vinur, segir í bréfi
til Jóns Sigurðssonar dags. 1. ágúst 1841
frá Jónasi og högum hans á þessa leið:
• .hann er so latur, og so veikur optast
af óreglulegum lifnaði, að hann er
hrokkinn uppaf þegar minnst varir.
Hann er nú einhverstaðar í Skapta-
fellssýslu á ferðalagi, og fer rík-
mannlega, eins og hann væri barón, éyð-
ir so öllu, sem hann fekk, í óþarfa og
ráðleysu. Þetta líkar mér so illa við
Jónas, hann skapar sér vesöld sína sjálf-
ur. En falleg eru kvæðin lians. Nú hef-
ur hann nýort drápu um Magnús kon-:
ferentsráð fallega að gagni. — ... Jónas
ætti úr Vík að komast; honum er hvergi
verra að vera.“ í öðru bréfi til Jóns
dags. 2. marz 1843 segir Páll: ,,Það
liggur mér við að halda, að suma hérná
liafi gilt einu þó Jónas Hallgrímsson
hefði dáið í haust. Eg vildi óska að
hamingjan gæfi honum heilsu til að
lifa nokkur ár, og gleðja okkur með
kvæðurn sínum, og íslenzku geografí-
unni; jeg hripa honum nú línu og sendi
penínga til hans fyrir stjörnufraiðinaj
Já falleg eru þar sum orðin, sem hanri
hefir smíðað. Mér þykir hann samt ekki:
skrifa betur málið en þú bróðir!“ Páll
Melsteð vissi, að Jóni Sigurðssyríi lét
margt betur í éyrum en lof um Fjölnis-
menn. Þess vegna velur hann Jónasi
helzt aldrei svo lofsyrði, að Jón fái'
ekki betur útilátið lof fyrir sömu atriði,
hvort heldur um er að ræða nýýrði eðá
ritun íslenzkrar tungu.
Árás Jónasar á rímurnar, var held-
ur ekki til þess fallin að afla honum
og ljóðum hans vinsælda. Þejrií mun
merkari verða ummæli Níelsar skálda
um hagmælsku Jónasar, ef þau eru rétt
hermd: „Hann er meira, hann er skáld,
mannskrattinn, og það er meira að segja^
að ef hann hefði haft aðra eins lesn-
ingu og ég, þá hefði hann slagað upp
eftir mér.“
Það var einkum yngri kynslóðin,
sem mat kvæði Jónasar á sama hátt
og síðar varð almennt hjá þjóðinni.
Benedikt Gröndal talar sjálfsagt fvrir
margra munn, þegar hann segir í
Dægradvöl: „Kvæði Jónasar urðií
mér og ógleymanleg, jeg lærði strax
flest þeirra, án þess jeg vissi af
— Gunnarshólma kann jeg allan enn...
sum kvæði Jónasar komu á lausum
FÉLAGSBRÉF 23