Félagsbréf - 01.06.1963, Side 30

Félagsbréf - 01.06.1963, Side 30
ÉVGÉNl ÉVTÚSJ ENKO Úr glugganum við sjáum hvítu trén. Prófessorinn liorfir lengi á trén. Hann horfir lengi, lengi, lengi á trén og lengi, lengi kreistir krítarmolann. Nú, þetta er einfalt, einfalt — bara deiling! En hann er búinn að gleyma — hvað er deiling! Gleyma — Skekkja! þarf að hugsa! — ójá, deiling. Já! , Á töflunni er skekkja! í dag við sitjum öðruvísi en vant er. Og hlustum, horfum öðruvísi en vant er, já, nauðsynlega öðruvísi en vant er og þurfum engar hvíslingar um það. Prófessorsfrúin fór að heiman frá sér. Við vitum ei, hvert hún fór að heiman frá sér, vitum ei, hví hún fór að heiman frá sér, en vitum bara þetta, að hún fór. í fötum bæði gamaldags og snjáðum, einsog nær alltaf gamaldags og snjáðum, já, einsog alltaf gamaldags og snjáðum, fer prófessorinn niður í anddyrið.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.