Félagsbréf - 01.06.1963, Side 34

Félagsbréf - 01.06.1963, Side 34
AMOS TUTUOLA Ajaiji og galdramaðurinn Einu sinni var ungur maður sem Ajaiji hét og bjó í þorpi. Faðir Ajaija var bóndi og Ajaiji hjálpaði honum við búskapinn þangað til faðir hans var orðinn svo gamall að hann gat ekki lengur unnið, en Ajaiji hélt áfram að vinna þangað til hann var orðinn nógu gamall til að kvænast, en hann var svo fátækur að hann átti enga peninga til að kvænast fyrir. Auðvitað gat enginn hjálpað honum um peninga. Þá seldi hann sjálfan sig veðlánara nokkrum að veði og fór svo og kvæntist fyrir peningana sem hann fékk hjá veðlánaranum. Nokkrum mánuðum eftir að hann kvæntist varð faðir hans veákur. Veikin var svo slæm að hann dó áður en fjórir dagar liðu frá því hann veiktist. Ajaiji varð að fara til annars veðlánara til að fá peninga fyrir jarðarför föður síns. Hann seldi sjálfan sig að veði og notaði peningana fyrir jarðarförinni. Nú hafði Ajaiji selt sig tveimur veðlánurum að veði. Fyrir annan veðlánar- ann vann hann frá morgni og fram til hádegis og fyrir hinn frá því klukkan tvö til sólarlags. Þannig vann hann baki hrotnu hvern einasta dag fyrir báða veðlánarana. Og af því að hann hafði engan tíma til að vinna fyrir sér og konunni sinni var hann svo fátækur að allir nágrannar hans kenndu í brjóst um hann. Dag nokkurn ráðlagði einn nágranninn honum að fara til galdramanns og komast að því hvers vegna hann væri svona fátækur og spyrja hvað hann gæti gert til að binda endi á fátæktina. Ajaiji fór til galdramannsins án þess að hika. Hann sagði honum frá öllum kröggum sínum og galdramaðurinn sagði við hann: „Ef iþú vilt losna úr fá- tæktinni skaltu fara og kaupa níu hrúta og líka níu poka. Þú lætur sinn hrút- inn lifandi í hvern pokann. Svo ferðu á miðnætti með pokana að leiði föður þíns. Þú leggur alla pokana á leiðið. Og ég held þú verðir öldungis hissa ef 30 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.