Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 37

Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 37
hans með svo hræðilegum svip að galdramaðurinn varð hugsi. Þegar hann ætlaði að kalla á hjálp hélt Ajaiji flatri sveðjunni fyrir munn honum. „Heldurðu að ég losni úr fátæktinni fyrst þú hefur sölsað undir þig hrútana sex?“ spurði Ajaiji óþolinmóður. „Þú getur ekki losnað úr henni því að ég er sá sem tók hrútana en ekki faðir þinn,“ muldraði galdramaðurinn. „En ég held að þú sért faðir minn dauður og fyrst þú hefur tekið hrútana frá mér ertu skyldugur að leysa mig úr fátæktinni nú í nótt,“ sagði Ajaiji honum hátt og skýrt og glotti. „Nei, ég er ekki faðir þinn á neinn hátt.“ „Víst ert þú faðir minn dauður og hefur vald til að leysa mig úr fátæktinni og ég er feginn að losna úr henni nú í nótt!“ hrópaði Ajaiji hræðilega að honum. Og um leið neyddi hann galdramanninn til að vísa sér þangað sem hann geymdi peninga sína. Nauðugur viljugur sýndi galdramaðurinn Ajaija staðinn því Ajaiji ætlaði annars að höggva af honum hausinn. Þá tók Ajaiji alla peningana og fór aftur heim. „Ó, ertu kominn aftur, Ajaiji? Hvað sagði faðir þinn þegar þú heimsóttir hann í gröfina? Og hvenær sagði hann að við losnuðum úr fátæktinni?“ spurði kona Ajaija strax og hann kom inn með stóran peningapoka á vinstri öxlinni. „I fyrramálið borgum við allar skuldir okkar. Því að galdramaðurinn var orðinn að föður mínum dauðum nú í nótt og hann ætlaði að leysa okkur úr fátæktinni eða annars hefði hann tekið hrútana okkar ófrjálsri hendi,“ sagði Ajaiji sigri hrósandi. „Hvernig leysti galdramaðurinn okkur?“ spurði hún steinundrandi. „Vegna þess að ég hef tekið alla peningana hans með valdi og hér eru peningarnir.“ Síðan töldu þau bæði peningana og þeir voru meir en sex hundruð pund. Daginn eftir borguðu þau peningana sem þau höfðu fengið hjá veðlánurunum af þessum peningum. Og eftir að þau losnuðu úr skuldum lifði Ajaiji og konan hans góðu lífi. 0. J. þýddi. FÉLAGSBRÉF 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.