Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 39

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 39
getur þó orðið tindurinn á umræddri bókmenntagrein, sbr. Heljarslóðarorr- ustu sem vafalaust er besta verkið á sviði riddarasagna. Þessu er ekki til að dreifa í umræddu verki, Veginum að brúnni eftir Stefán Jónsson. Höf- undur ritar skáldsögu sína í einlægni og alvöru. Honum er síður en svo í mun að nota formið í skopskyni. Nú skal það ósagt látið hvort þetta verk sé of seint fram borið í því formi sem því er búið, um það er ég ekki dómbær. En hitt ætti að liggja í aug- um uppi að ekkert verk er ótímabært sem varðar okkur og snertir, hvert svo sem form þess er. Það ætti að vera mælikvarðinn, en ekki fræðilegir út- reikningar. Þarna beit kýrin í halann á sér og er því best að hætta þessum vangaveltum en snúa sér þess í stað f.ð ritverkinu eins og það liggur fyrir. III. Vegurinn aS brúnni skiptist í þrjár bækur, sem allar eru gefnar út í einu bindi og mun það nýlunda að trílógíur séu þannig gefnar út í fyrsta sinn. Sagan öll tekur yfir tímabilið milli heimsstyrjaldanna tveggja, fyrsta bókin gerist í sveit en síðan færist sögusviðið til Reykjavíkur. Sag- an er aldarfarslýsing af breiðustu gerð, greinir frá kynslóðaskilum og alda- hvörfum í íslensku þjóðlífi. Uppistaða sögunnar er þroskasaga Snorra Péturssonar, bróðir hans Kor- mákur kemur einnig mjög við sögu og er mikill örlögvaldur bróður síns; þarna er greint frá bernsku þeirra bræðra í friðsælli sveit, síðan sagt frá þeim er þeir brjóta sér braut til frama og frægðar í höfuðstaðnum. Kormák- ur þokast þó mjög bak við tjöldin er fyrstu bókinni sleppir. Snorri er að- alpersóna sögunnar, höfundur gerir grein fyrir sálarlífi hans sem unglings, uppvexti hans og fyrstu ást í sveitinni, síðan er sagt frá kvennamálum hans og pólitík í Reykjavík. Þarna kemur við sögu urmull af öðru fólki, lýst er foreldrum þeirra bræðra og mörgu sveitafólki, síðan er leitt fram á sjónarsviðið fólk af öllu tæi í Reykjavík og er það býsna fjöl- skrúðug fylking áður en lýkur. Það er best að taka það fram áður en lengra er haldið að bækurnar þrjár eru mjög misjafnar að gæðum. Fyrsta bókin ber af hinum og á fáar sér lík- ar í íslenskum bókmenntum; í hinum síðari daprast höfundi flugið þótt hann haldi öllum þráðum skilmerki- lega í höndum sér, sagan grynnkar öll og það er engu líkara en skáldæðin þverri. Þetta er því átakanlegra sem fyrsta bókin er snjöll, manni sárna þessi snöggu umskipti til hins verra. IV. f fyrstu bókinni kynnumst við bræðrunum fyrst fárra ára gömlum. Snorri er tveimur árum eldri, en stend- ur þó jafnan í skugga bróður síns sem virðist honum um flesta hluli fremri. Snorri dáir hann og öfundar hann, elskar hann og hatar hann. Líf hans mótast mjög af þessari leyndu og ljósu togstreitu, hugsanir hans og gjörðir miðast við það að ná sér niðri á Kormáki og þoka sér fram fyrir hann; þær lýsingar eru mjög sannfær- andi og snjallar. Þar við bætist að FÉLAGSBRÉF 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.