Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 40
Snorra finnst hann vanmetinn og mis-
skilinn af foreldrum sínum, Pétri og
Guðrúnu í Hvammi; honum verður
það helst til huggunar að leita athvarfs
hjá Jóku gömlu, vinnukonu á bænum,
sem tekur hann undir sinn verndar-
væng og veitir honum skjól og upp-
örvun sem hann þarfnast. Að mínu
viti er Jóka gamla einhver sannasta
mannlýsing verksins. Líf hennar hefur
að sönnu alltaf verið fábrotið, gleði
hennar smá og sorgir hversdagsbundn-
ar, en í sögunni lifir hún ríku og
djúpu lífi. Hún er fulltrúi gamla tím-
ans, kúgað vinnuþý sem trúir á Guð
gegnum presta, tekur rímurnar fram
yfir Þorstein Erlingsson. Hún reynist
drengnum eins og besta móðir og þó
er hún langt frá því að vera algóð
kærleiksvera, hún er blönduð ýmsum
eðlisþáttum. Hún er fyrst og fremst
mannleg og það er það sem gefur
henni þetta ríka líf í sögunni.
Við kynnumst fólki af öðrum bæj-
um í sveitinni, séra Gísla á Stað, að-
sópsmiklum rausnarklerki og höfð-
ingja sem einn kann að tala við út-
lendinga, er sjálfsögð forsjá sveitar-
innar í veraldlegum sem andlegum
efnum og þó sífellt milli tannanna á
fólkinu.
Jón Jónsson Vestfirðing leiðir höf-
undur fram með brosi á brá og það
er gaman að þessum landshornaflakk-
ara sem flest er til lista lagt: hann
bruggar landa og miðlar nágrönnun-
um, spilar á flest hljóðfæri, hefur
dæmisögur á hraðbergi við hin ólík-
ustu tækifæri, kastar fram vísum og
minnist yngri ára er hann „eyddi kvíða
sönnum hjá lyndisþýðum svönnum.“
Mynd hans er svo haglega dregin í
sögunni að sjálfur Hamsun hefði ekki
þurft að skammast sín fyrir.
Hjónin á Gljá eru velgerðar manna-
myndir, og sama máli gegnir um flest
annað fólk í bókinni, foreldrar drengs-
ins þó heldur daufar á fleti sögunnar.
En yfirleitt eru persónulýsingarnar
sannar og trúverðugar og margar
hverjar hreinasta gersemi og á það
ekki síst við um unglingana: bræð-
urna tvo í Hvammi, systurnar Stínu
og Svövu á Gljá, kaupstaðardrenginn
Þórólf ísfjörð, listhneigðan lausaleiks-
dreng sem einnig kemur við sögu í
seinni bókunum tveim. Það er á allra
vitorði að Stefán Jónsson er mestur
snillingur allra íslenzkra höfunda að
lýsa sálarlífi barna og unglinga og
hér fer hann á kostum í því efni sem
aldrei fyrr. Þessu unga fólki er lýst
á löngu þroskatímabili, á því tímabili
sem mestar breytingar eiga sér stað í
mannssálinni, en Stefáni bregst ekki
bogalistin, hér er allt satt og trútt.
1 fyrstu bók Vegarins aS brúnni
ljóma allir bestu kostir Stefáns Jóns-
sonar. Lýsingar hans eru raunsæjar en
þó með rómantískum blæ án þess að
verða ósannar; þannig geta þeir einir
skrifað sem unna lífinu í hvaða mynd
sem það birtist. Hann beitir persónur
sínar skarpri sálfræðiskoðun en lofar
þeim að gróa og vaxa að vild þannig
að þær eru lifandi fólk en ekki fræði-
leg sýnishorn eðlisþátta; þannig bland-
ast hjá höfundi skarpur skilningur og
djúp, mannleg hlýja. Hann lifir sig
inn í sögufólk sitt og þykir vænt um
það, heldur sér þó alltaf í hæfilegri
fjarlægð hlutleysis og þannig öðlast
36 FÉLAGSBRÉF