Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 43

Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 43
vrða á annað fólk, er umtalaSur og áularfullur. Nú fer aS vænkast hagur hans er á líður söguna, hann hreppir kóngsdótturina og hálft ríkið, trúlof- ast dóttur Jósafats og verður afgreiðslu- maður eða skrifstofumaður við blaðið, skrifar í það greinar sem vekja um- tah (Bráðum verður búið að skrifa 40 skáldsögur um blaðamenn á ls- landi). f sögulok er draumurinn að þvj kominn að rætast, honum er boðið nokkurn veginn öruggt sæti á fram- boðslista Þjóðveldisflokksins sem hann hafði fylgt að málum frá barnsaldri. En þá bregður svo við að kappinn snýr við blaðinu, hafnar öllum heiðri, af- klæðist fínu fötunum og snarast í verkamannagalla, lætur bróður sínum eftir hið eftirsótta hnoss. Þannig er í fáum dráttum söguþráð- urinn þótt margt drífi á dagana sem of langt yrði hér upp að telja. En þrátt fyrir hina mörgu viðburði sögunnar verður Snorri einhvern veg- inn utangarna. Því er óspart haldið að lesendum hvað Snorri er fríð- ur sýnum og eftirsóttur af kvenfólki. Sjálfur þarf hann ekkert fyrir því að hafa að hæna að sér kvenfólkið þótt hann komi fram í sögunni sem hjá- rænulegur og fáfróður durtur, ókurt- eis og nískur, þorir aldrei að segja hug sinn, beygir sig alltaf og hefur sig ekki í frammi. Hann lætur velta sér sitt á hyað án þess að spyrna við fótum. Mikið lifandis skelfing verður lesandinn feginn þegar Snorri loksins rís úr öskustónni í lok annarrar bókar eftir nær 200 síður og vinnur eina af- rek sitt í þeirri bók: hann hefur það af að koma bréfi í póstkassa! Því mið- ur er hann mjög með sama marki brenndur í síðustu bókinni nema hvað þar trúlofast hann — eða öllu heldur: stúlkan trúlofast honum. Svo er hann dubbaður upp í hálfgildings blaða- mann og á að fara í framboð en vendir þá kvæði sínu í kross og tekur í fyrsta sinn sjálfstæða ákvörðun, í bókarlok ákveður hann að verða púlsmaður í stað þess að sitja á þingi. En þessi sinnaskipti hans verða heldur væmin og tilgerðarleg fyrir þá sök að höf- undi hefur ekki tekist að blása lífs- anda í persónuna. Er merkilegt að bera þau sögulok saman við lok fyrstu bókar, þar sem Jóka gamla áfhendir unga manninum aleigu sína sem hún hefur nurlað saman á langri ævi í því skyni að hann geti kostað sig til náms og manns. Þau lok hefðu orðið heldur sætsúpuleg ef Jóka gamla hefði ekki verið persóna með holdi og blóði. En þau verða eðlileg og sjálfsögð vegna þess sem á undan er gengið. Því er ekki að heilsa þegar Snorri allt í einu fær samúð með alþýðunni; við trúum ekki á hann þar. Þó að svona óhönduglega takist í seinni bókunum er langt frá því að þær séu forkastanlegar því Stefán heldur vel á taumunum hvað snertir atburðarás verksins, frásögnin öll er slétt og felld og hófleg. Hann leiðir fram á sjónarsviðið fjölda fólks sem matur er í og gaman að kynnast; oft eru það aukapersónur sem hann bregður upp skemmtilegastri mynd af. Hann lýsir vel ástandinu eins og það var á þessum árum: kreppa og skort- ur, nazismi í uppgangi, andalækning- ar, listamenn á nástrái, upplausn í FÉLAGSBRÉF 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.