Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 46
Leikhúsin í vetw'
Það er talað um iuikinn leikhús-
áhuga hérlendis í seinni tíð, ogr ýmis-
legt ber honum vitni: aukin og fjöÞ
breytileg leikstarfsemi, ný, og stundum
nýstárleg, leikritun ungra skálda. út-
gáfa leikhúsblaða, viðleitni til leik-
ritaútgáfu. I vetur hafa leikhúsin í
Reykjavík starfað með Jiróttlegasta
móti: við höfum séð nokkur nafntoguð
verk erlendra nútímahöfunda (;að
ógleymdum Pétri Gaut Ibsens) og
þrír íslenzkir höfundar hafa átt ný
verk á fjölunum. Margar þessar sýn-
ingar hafa verið vel frambærilegar
og a.m.k. ein verulega minnisstæð.
Áhorfendur munu yfirleitt hafa tekið
sýningunum vel og þakksamlega og
gagnrýnendur dagblaðanna iðulega
svifið í sjöunda himni. Og ungir höf-
undar verða hver af öðrum til að
votta leikhúsinu áhuga sinn og virð-
ingu. Þannig segir Jökull Jakobsson
á öðrum stað í þessu riti að nútíma-
manni sé „ljóðið eða leikritið“
hæfilegust bókmenntaform, og munu
ýmsir vera sama sinnis. Sjálfur
hefur Jökull fylgt fram- skoðun sinni
með leikritinu Hart í bak ,sem í allan
vetur hefur gengið í Iðnó - við vin-
sældir og mikla -aðsókn; undirritaður
vonar þó fyrir sína parta að Jökull
eigi enn eftir að færa betri sönnur
á erindi sitt í leikhúsið. En undir-
tektir leikhúsgesta undir Hart í hak
eru vottur þess að í leikhúsinu eigi
ungir höfundar greiðari leið til móts
viðL almenning en annars staðar; langt
mun síðan íslenzk skáldsaga t.d. hef-
ur hlotið nokkuð viðlíka móttökur og
þetta verk Jökuls - Jakobssonar; og er
þó Hart í bak fjarri því að vera merki-
legra verk eða athyglisverðara en
ýmsir ungir höfundar (og þar með
Jökull sjálfur) hafa unnið á öðriirn
sviðum. 011 þessi gróska og áhugi
benda fram á við, enda er margt
ógert: mörg helztu leikskáld okkar
tíma hafa enn aldrei komið á íslenzkt
svið; íslenzk leikritun er enn í deigl-
unni, og raunar öll lsikhúslist, og á
meðan bíða ýmis sígild leikhúsverk
síns tíma á Islandi. En flest bendir til,
42 FÉLAGSBRÉF