Félagsbréf - 01.06.1963, Page 50

Félagsbréf - 01.06.1963, Page 50
Andorra: Gísli Alfrcðsson, Gunnar Eyjólfsson, Róbert Arnfinnsson. báðir höfundar segja móralskar dænn- sögur í sláandi, hnitmiðuðu leikhús- formi; en verk Durrenmatts er flókn- ara, og flæktara, þættir þess fleiri; og trúlega gæti það í fullkominni sviðsetningu orðið enn áhrifasterkara, hvað áem hinu „alvarlega“ inntaki þess líður. I Andorru lýsir Max Frisch tiltölulega einföldum mannlegum veru- kik, og viðhorf sjálfs hans getur ekki farið milli mála; „atómkenning“ Diirrenmatts (sem hver getur útlagt að vild) er hins vegar tómt hugarfóst- ur og vandlega einangruð í hinum gróteska (ekki „ruddalega“ eins og stendur í leikskrá) heimi gamanleiks- ins. í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Eðlisfræðingunum (leikstjóri Lárus Pálsson) var þetta tekið til greina, en að vísu var hún giska misjöfn og skorti sannfærandi heildarsvip. Þrátt fyrir allar öfgar, eða vegna þeirra, verður manni Regína Þórðardóttir minnisstæðust í hlutverki fröken von Zahnds; ég er ekki frá því að Regína hafi verið eina diirrenmatt-ska per- sónan í leiknum eins og við sáum hann í Iðnó. Möbius Gísla Halldórs- sonar var dálítið mæðulegur og ang- urvær eðlisfræðingur en fór átakan- lega með geimferðasálminn Salómons; og miklu var hann trúverðugri vísinda- maður, vitfirringur og mannvinur en þeir Guðmundur Pálsson og Helgi 46 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.