Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 52

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 52
sig kynni að vera brúkleg; gallinn er bara sá að hann heldur sig vera að gera persónukönnun, þjóðlífsmynd og ádeilu, en ekki revfara; og jafnvel flytja „boðskap1". Viljinn til verksins er auðséður; vanmátturinn enn ljósari. Bágt var þetta, að íslenzk leikritun skyldi ekki hefja sig betur úr ösku- stónni í vetur en varð í Iðnó með leik- riti Jökuls Jakobssonar. En koma tímar; og þrátt fyrir allt er stefnt í áttina. Það er orðinn margtugginn sannleikur að leikhúsfólk og leikhöf- undar verða að koma saman, mætast á miðri leið; að leikskáldum lærist ekki að „yrkja með sviðinu“ nema í leikhúsinu sjálfu. Samstarf Gísla Hall- dórssonar og Jökuls Jakobssonar í Iðnó er enn ein sönnun þessa. Og þótt gott sé 'sð minnast margra sýninga Þjóðleikhússins og Leikfélagsins í vetur hygg ég að það athyglisverðasta sem er að gerast í íslenzku leikhúsi um þessar mundir kunni að vera tengt Grímu. Ekki svo mjög vegna verka flokksins til þessa; öllu heldur vegna sjálfrar tilvistar hans. Þar er tilrauna- svið opið íslenzkum höfundum og hef- ur ýmsa möguleika umfram hin stærri svið; tilraunasviðið getur þreifað sig áfram, fengizt við verkefni sem stærri svið og hefðbundnari hafa ekki ráð á; þar virðist a.m.k. opið færi leikhúsfólki og leikhöfundum til ná- ins, lifandi samstarfs. Um slíkt til- raunasvið hefur oft verið beðið en leikhúsin skellt við skollaeyrum; hér hefur hópur áhugamanna leyst vand- ann a.m.k. í bili og til bráðabirgða við ófullkomin skilyrði. Yrði Gríma til að minna hin leikhúsin á hlutverk þeirra og skyldu við íslenzka leikrit- un væri þegar töluvert unnið. Við bíðum og sjáum hvað kann að gerast. Ó. J. 11 Trovatore í Þjóðleikhúsinu ítölsk tónlist hefur löngum átt greið- an aðgang að hinum forstokkuðu hjörtum Islendinga, sem meðal annars sést á því, að þær níu óperur, sem Þjóðleikhúsið hefur tekið til sýningar, hafa flestallar verið ítalskar. Og nú er svo komið, með flutningi II Trova- tore, að fólki hefur gefizt kostur að sjá hið fræga þrístirni Verdis — Rigo- letto, La Traviata auk fyrrnefndrar óperu — á vorum norðlægu breiddar- gráðum. Þó verkefnaval Þjóðleikhússins sé ákaflega handahófskennt, þá hefur yfirleitt tekizt vel að velja óperur til sýningar. Að vísu hefur valið verið alltof einskorðað við ítalska óperu- smíð 19. aldar, og auk þess hefur flotið með alls konar óperetturusl. I fyrra var sýnd hin alræmda My fair lady, nú í ár fáum við snilldarverkið II Trovatore, og á næsta ári verður dembt yfir okkur danskri sætsúpu, sem mun fjalla um ástalíf unglinga eftir nafninu að dæma — Teenagerlove. Þetta er dálítið undarleg pólitík. Þjóðleikhúsið mun oft á tíðum græða töluvert á þessum óperettuflutningi en slíkur gróði er á engan hátt samboð- inn virðingu leikhúss sem hefur ein- 48 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.