Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 54

Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 54
veig Hjaltested kom mjög á óvart og vann mikinn sigur í hlutverki Azu- cena. Hinn árlegi sænski gestur Þjóðleikhússins var að þessu sinni Ingeborg Kjellgren. Hún er góð söng- kona og engin ástæSa til aS fetta fing- ur út í frammistöSu hennar. En fyrst leitaS var til útlandsins eftir söngkonu í hlutverk Leonoru, hefSi veriS rétt aS fá aSra, sem hefSi sungiS þaS meS meiri glæsibrag en frú Kjellgren gerSi. Þjóðleikhúskórinn var ekki nándar nærri góSur, og var hiS eina sem lé- legt var í þessari sýningu, en aS öllu öSru leyti var hún ÞjóSleikhúsinu til mikils sóma. Þó tónlistin í II Trovatore standi Rigoletto og La Traviata sízt aS baki, þá er óperan í heild varla eins sann- færandi og hinar tvær. ÞaS er óperu- textanum aS kenna. Hann er sundur- laus, loðinn, ósennilegur og órökréttur. í stuttu máli: endemis þvæla. Persón- ur leiksins eru ekki manneskjur af holdi og blóSi, heldur bara raddir, sem syngja gullfallegar aríur á sviS- inu, án takmarks og tilgangs aS því er virSist. ÞaS er þess vegna vanþakk- látt verk aS setja svona vanskapnaS á sviS. í ÞjóSleikhúsinu datt manni í hug aS hér hefSi konsertuppfærsla einhvern veginn villzt þangaS inn á sviSið. Sænska leikstjóranum Lars Runsten, sem auSsjáanlega er kunn- áttumaSur, hætti til aS gera sýning- una of kyrrstæSa. En þaS hefSi kannski ekki gert svo mikiS til, ef búningar og leiktjöld hefSu veriS fjölbreyttari. SviSsútbúnaður allur var ákaflega ein- faldur og óbrotinn en þó vissulega smekklegur. í flestum óperum er íburSarmikill og skrautlegur sviSsút- húnaSur ekki aSeins ytra prjál, held- ur er hér um aS ræSa þaS umhverfi sem óperutónlist er lífsnauSsyn og hefur frá fornu fari ekki hvaS sízt aukiS á vinsældir hennar. Léleg libretti þola ekki annaS umhverfi, þó harmleikir snillinganna J)oli það vel. Eftir þessa sýningu er augljóst aS viS höfum á aS skipa söngfólki, sem er fært um að leysa af hendi erfiSari verkefni en II Trovatore. ÞaS er vel aS óperusýningar hafa veriS fastur þáttur í starfi leikhússins, en því starfi verSur aS fá fastari skipan. MeS- an ekki er risiS sérstakt óperuhús í Reykjavík hlýtur það að vera eitt af verkefnum ÞjóSleikhússins að kynna okkur sem fjölbreyttasta óperu- list. ÞaS á í fyrsta lagi að fast- ráða beztu söngvara okkar, þá sem völ er á, og gefa síðan þeim og áhorf- endum kost á fjölbreyttu verkefna- vali. Ég get ekki séð, að það sé nauð- synlegra fyrir íslenzka ríkiS að hafa leikara á sínum snærum heldur en söngvara. ASsókn er sízt minni aS óperu- en leiksýningum, aS ]>ví er Þjóðleikhússtjóri fullyrðir. En slíkt er ekki mögulegt nema með auknum fjárframlögum. Mér finnst eðlilegt aS nýkjörið Alþingi samþykki fjárveit- ingu í þessu skyni, þegar kosninga- hitinn er rokinn úr fulltrúum ])jóðar- innar. Atli Heimir Sveinsson. 50 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.