Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 55

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 55
Bœkur A vi/ligötum Stefán Júlíusson: Sumarauki. Almenna bókafélagið. —- Bók mánaðarins, ágúst 1962. Frœgur rithöfundur, miðaldra mað- ur, snýr heim í heiðadalinn eftir tuttugu ára útivist „í leit að liðinni ævi“. Hann hefur yfirgefið bernsku- stöðvarnar sakir þess að æskuástin hrást honum og minningin sú hefur þrúgað hann alla tíð síðan. Hann býr um sig í kotinu þar sem hann er barn- fæddur, iðkar sport og skáldskap. Þar verður á vegi hans Hildur, stúlka milli tektar og tvítugs, dóttir hinnar fornu ástmeyjar. Er ekki að orðlengja það að ástir takast með þeim og sofa þau saman. Hann hittir einnig fyrir ást- meyju sína hina gömlu, móður stúlk- unnar, og ræða þau lengi saman við fjallavatn eitt, ekki verður þó af því að þau sofi saman og er það mest vegna þess að móðurinni líkar ekki að binn frægi rithöfundur skuli hafa »flekað“ barnið. Magnús bróðir frú- arinnar er einnig nefndur til sögunn- ar> óðalsbóndi á Aðalbóli, fornvinur skáldsins. Hans hlutverk er að hressa UPP á sálarlíf skáldsins með ýmsum ráðum, fá honum hross og byggja upp gamla bæinn, einnig reynir hann að vara vin sinn við þeim hættum er steðja að. Kannski er söguefnið sjálft og at- burðarásin í sjálfu sér girnileg til fróðleiks, ástarórar miðaldra manns og glennuskapur unglingstelpu; elsk- huginn og mæðgurnar. Ymsir rithöf- undar hafa kreist safa úr rýrara efni. Áli Eyberg heitir hið fræga skáld og þetta tilgerðarlega nafn vekur strax grunsemdir um manninn. Stefán Júlí- usson vill hafa söguhetju sína „ung- legan og frískan, frægan og leyndar- dómsfullan“, eins og segir í sögunni. Hann hefur „forframast með mörgum þjóðum“, hann er „ævintýrið sjálft". Það er óspart látið í veðri vaka að hann sé djúphugull gáfumaður, bráð- snjall rithöfundur, kvennagull með afbrigðum, allra manna best vígur og leggur að velli hraustleika strák sent gerir sér títt um telpuna, auk þess er Áli þessi hestamaður svo mikill að hann bugar ólma ótemju þótt ekki hafi hann komið á hestbak í tuttugu ár, ékki þarf hann nema bregða sér út á vatn til þess að silungarnir kepp- ist um að bíta á hjá honum. Hann FÉLAGSBRÉF 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.