Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 9
vel að taka skrif sín alvarlega: Þegar hann fékk Púshkínverðlaun aka-
demíunnar rússnesku árið 1888 sagði hann skemmstum orðum: „Ætli
það sé ekki fyrir það hvað ég var iðinn við að veiða krabba."
Að loknu læknanámi 1884 gefur Tsjekhov út sína fyrstu bók og
starfar sem læknir um skeið skammt frá Moskvu. Arið 1886 hefst sam-
starf hans við Súvorín, útgefanda dagblaðsins Novoje vrémja, sem
verður einn nánasti vinur hans og síðar útgefandi verka hans. Frægð
hans vex hröðum skrefum, bókurn fjölgar, leikritið ívanov er frumflutt
1887. Arið 1890 gerir Tsjekhov sér ferð þvert yfir Síbiríu og til eyjarinnar
Sakhalín þar sem hann kynnir sér kjör refsifanga og skrifar síðar bók
um þessa „djöflaeyju" Rússlands. 1892 tekur hann virkan þátt í að
berjast við hungursneyð og kólerufaraldur í landinu og kaupir sér hús í
Melekhovo, skammt frá Moskvu - skrifar þar, tekur á móti gestum af
mikilli rausn og læknar bændur sem til hans leita.
1892: Tsjekhov gerir sér ferð til Þýskalands, Frakklands og Ítalíu með
Súvorín.
1894: Heilsa Tsjekhovs fer versnandi; hann gengur með berkla.
1896: Leikritið Máfurinn er frumflutt og kolfellur.
1898: Tsjekhov reisir sér hús á Jalta á Krímskaga og dvelur þar
löngum síðar - m.a. vegna versnandi heilsu. Samstarf hans
hefst við nýstofnað Listaleikhús Staníslavskís í Moskvu.
1901: Frumflutningur á Þremur systrum. Tsjekhov kvænist leikkon-
unni Olgu Knipper sem fer með mikilvæg hlutverk í verkum
hans. Oftar en ekki er vík milli vina - hann í Jalta, hún í
Moskvu.
1902: Tsjekhov segir sig úr Rússnesku akademíunni til að mótmæla
því að Maxím Gorkí hefur verið vikið úr henni.
1904: Leikritið Kirsuberjagarðurinn frumflutt (í janúar). Um sumarið -
ferð til Þýskalands með Olgu Knipper. 2 júlí lést Tsjekhov í
Badenwiler í Svartaskógi aðeins 44 ára að aldri.
III.
Það fer töluvert fyrir því í bréfum Tsjekhovs, að hann segir mönnum til
syndanna. Hann er að reyna að ala þá upp. Reyndar er uppeldi eitt
lykilorð í því erindi sem hann á við aðra menn. Hann kann því illa ef
Tímarit um bókmenntir og leiklist
7