Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 26

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 26
Með öðrum orðum: Læknavísindin eru partur af sjálfsaga rithöfundar sem gerði sér það að stefnu að skrifa ekki um annað en það sem hann taldi sig þekkja vel - helsta gagnrýni hans á vin hans Gorkí var einmitt í því fólgin að starfsbróðirinn ungi væri sífellt að „spinna upp" eitthvað urn það sem hann þekkti illa. En hvað sem þessu líður: Tsjekhov var aldrei sáttur við sjálfan sig. Þegar hann hefur fengið Púshkínverðlaunin árið 1888 („líklega fyrir það að ég veiddi krabba") ber hann fram svofellda játningu við vin sinn Súvorín (XI, 289): i sannleika sagt er ég ekki enn byrjaður að skrifa, þótt svo ég hafi fengið þessi verðlaun. í höfði mínu situr efni í firnrn nóvellur og tvær skáldsögur og lætur sér leiðast. Onnur skáldsagan kom mér í hug fyrir löngu og því eru sumar persónur hennar orðnar úreltar áður en þær komust á pappírinn. I höfði mínu er heill her af fólki, sem biður um að fá að komast út og bíður eftir skipun um það. Allt sem ég hefi skrifað til þessa er vitleysa í saman- burði við það sem ég vildi skrifað hafa, og mundi skrifa með hrifningu. Ári síðar er engu líkara en draumurinn um Bókina Sjálfa sé að rætast. í bréfi til sama Súvoríns segir (XI, 344): Hvað haldið þér! Ég er að skrifa skáldsögu!! Ég skrifa og skrifa og það sér ekki fyrir endann á öllum þeim skriftum. Ég byrjaði á henni, þ.e.a.s. skáldsögunni, með því að leiðrétta og stytta heilmikið það sem ég var búinn að skrifa áður. Ég er búinn að draga skýrt fram níu andlit eða svo. Eða sú söguflækja! Ég kalla þetta „Sögur úr lífi vina minna" - og skrifa í formi einstakra afmarkaðra þátta, sem eru tengdir sín á rnilli með sameiginlegum þræði, hugmyndum og persónum. Hver saga ber sitt heiti. En haldið ekki að þetta verði skáldsaga saumuð saman úr bútum. Nei, þetta verður alvöru skáldsaga, heillegur kroppur, þar sem hver persóna er lífræn nauðsyn... En ég á í erfiðleikum með tæknina. Hún er enn sem komið er mín veika hlið, og ég finn að ég geri fullt af kórvillum. Seinna á sama ári skrifar hann Súvorín (XI, 402): Mig langar afskaplega til að fela mig einhversstaðar í svosem firnrn ár og leggjast með lúsiðni í alvarlegt starf. Ég þarf að læra, læra allt upp á nýtt, B j A R T U R O G F R 11 E M 1 L l A 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.