Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 28
VIII.
Tsjekhov hafði ást á efanum, bar virðingu fyrir honum, talaði jafnvel
um það, að efi og óánægja með sjálfan sig væri aðal hvers hæfileika-
manns. En efasemdir hans lutu og að listinni sjálfri, að bókmenntunum
sem voru hvergi sem í Rússlandi settar á stall og dýrkaðar og reynt að
gera úr þeim nýja kirkju og skáldin þá að prestum og spámönnum.
Stundum er sem skáldið vilji hrista af þeim alla helgislepju með grófu
miskunnarleysi: „IÞeir hafa] troðið sér inn í bókmenntirnar aðeins
vegna þess að bókmenntirnar eru í sjálfu sér víður vettvangur fyrir
smjaður, auðveldar aukatekjur og leti" (XI, 218).
Meira fer þó fyrir því að Tsjekhov efist um að listir og bókmenntir
eigi þau svör við spurningum manna sem margir Rússar vildu til þeirra
sækja. Hann segir í bréfi til Súvoríns 1888:
Mér finnst að ekki sé það verk rithöfundar að leysa úr spurningum eins og
hvað guð sé eða bölsýnin o.s.frv. Það eitt kemur í hlut hans að lýsa því hver,
hvernig og við hvaða aðstæður talaði eða hugsaði um guð eða bölsýnina.
Listamaður á ekki að vera dómari yfir persónum sínum og því sem þær
segja, heldur hlutlaust vitni einungis. Ég hefi hlerað ruglingslegt og
niðurstöðulaust samtal tveggja Rússa um bölsýni og ég hlýt að koma því til
skila rétt eins og ég heyrði það, en kviðdómarar munu svo fella sinn dóm
yfir þeim, það er að segja lesendur. Mitt mál er það eitt að vera nógu
gáfaður til að greina á milli þess sem skiptir máli og markleysishjals, kunna
að varpa Ijósi á persónur og tala þeirra tungu. Shjeglov-Leontév leggur mér
til lasts að ég hafi lokið sögu með setningunni: „Ekkert fær maður skilið í
heimi hér." Hann telur að rithöfundurinn sem sálkönnuður verði að komast
til botns í öllu. En ég er ekki sammála honum. Þeim sem skrifa, einkum
skáldum, er mál að viðurkenna að maður kemst ekki til botns í neinu í heimi
hér, rétt eins og þeir viðurkenndu fyrir margt löngu Sókrates og Voltaire.
Fjöldinn heldur að hann skilji allt og viti, og því heimskari sem hann er því
víðari sýnist sjóndeildarhringur hans. En ef höfundur, sem fjöldinn trúir,
þorir að lýsa því yfir að hann skilji ekkert af því sem hann sér, þá er það út
af fyrir sig mikil þekking og stórt skref framávið á sviði hugsunarinnar (XI,
232).
Þessi fúslega viðurkenning á því að möguleikum rithöfunda eru tak-
B I A R T U R O G F R Ú E M I L í A
26