Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 34

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 34
í hans meðförum til einskonar „guðssköpunar" (bogostroítelstvo) sem þá var að koma á dagskrá með Rússum: Menning okkar daga - er upphaf starfs í nafni mikillar framtíðar, starfs sem mun halda áfram, ef til vill í tugi árþúsunda enn, til þess að mannkynið komist að, þótt ekki verði fyrr en í fjarlægri framtíð, sannleikanum um sannan guð, þ.e.a.s. geti sér ekki til urn hann, leiti hans ekki hjá Dostojevskí, heldur geri sér skýra grein fyrir honum rétt eins og menn komust að því að tvisvar tveir eru fjórir (XII, 508). Hvað skal kalla þetta hugmyndasafn? Trú á úrvalssveit einstaklinga sem vinna í raun í þágu háleitrar félagshyggju? Vísindahyggju sem ætlar sér seint um síðir að leysa hinstu gátur lífsins? Fleira mætti setja í formúlur - en aldrei neitt minna samt en það, að áfram skal halda og hugsa á ný til ferða þótt ljóðin séu lítils metin og grátlega seint miði á vegferð mannkyns. I byrjun þessarar samantektar var því haldið fram að þungamiðjan í mórölskum heimi Tsjekhovs væri uppeldið, nauðsyn hins góða for- dæmis. Um leið er hann fullur með efasemdir um uppalarann (sjálfan sig, rithöfundinn yfirleitt) og uppeldið (bókmenntinar, upplýsinguna, góð verk) og líka þá sem ala skal upp. Hann er staddur í þverstæðunni miðri og veit vel af því. En hann vinnur úr henni, eins og nú er í tísku að segja, á merkilegan hátt. Efasemdirnar verða ekki til að lama hann, hvorki sem rithöfund né „uppalara", afskiptasaman mann um náung- ann og samfélagið. Það má finna í skrifum hans mun á orðum og gjörð- um, en sá munur er allur annar en sá sem við eigum að venjast - en hann er í því fólginn að menn segja eitt og standa ekki við það. Anton Tsjekhov snýr því dæmi við, hann lætur ekki allt þetta basl og efasemdir og tilgangsleysi smækka sig. Hann viðurkennir það, hann veit af því, hann dregur mjög úr því hvað hann geti sjálfur til bragðs tekið. Síðan gerir hann annað og miklu meira en orð hans standa til. Löngu seinna, þegar existensíalismi komst í tísku í París og víðar, var áhangendum stefnunnar lýst á þessa leið með hálfkæringi sem ekki var út í hött: Menn sátu og töluðu og komust að þeirri niðurstöðu að tilveran væri marklaus. En það væri hægt að gefa henni tilgang og merkingu með markvissum athöfnum. Síðan gerðu menn ekki neitt. Anton Tsjekhov var kannski á svipuðum slóðum oftar en ekki - með því höfuðfráviki, að tilgangsleysið sló hann ekki út af laginu, drap hann B ] A R T U R O G FRIi E M 1 L I A 32

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.