Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 38

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 38
ÁRNIBERGMANN Sögur Tsjekhovs Nú um stundir eru það einkum leikrit Tsjekhovs sem halda nafni hans á lofti. En það voru smásögur hans sem fyrst gáfu honum nafn. Tsjekhov hóf ritferil sinn þegar hann var nýbyrjaður í læknisfræði og leit framan af á gamansögur sem hann ruddi frá sér í allskonar blöð, einkum grínblöð, sem hverja aðra aukagetu í lífinu. Afköstin voru mik- il, kannski allt að því hundrað sögur og örsögur á einu ári. Kannski voru þetta ekki einu sinni sögur sem því nafni mega nefnast, heldur ærslafullar skopstælingar á tilteknum hugsunarhætti eða orðræðu eins og nú er sagt. Gott dæmi um þetta er stuttur þáttur sem heitir Lífið er dásamlegt og ber undirtitilinn „Handa þeim sem reyna að farga sér". Textinn er ekki annað en nokkur gamansöm tilbrigði við þemað: Lífið er hábölvað en það gæti verið verra. Þeim lýkur á svofelldri ráðlegg- ingu: „Ef konan þín heldur fram hjá þér skaltu fagna því að hún er barasta að svíkja þig en ekki ættjörðina." Sagan „Freistarinn", sem fyrst fer í lítilli syrpu sagna eftir Tsjekhov hér á eftir, er af þessari ætt. Sagan er svosem ekki neitt: Nokkrir menn sitja og bíða eftir því að dómari skili séráliti í máli, einn þeirra fer að tala um mat með sannri ástríðu og ljóðrænum tilþrifum og smitar við- stadda af skelfilegri matarfýsn. Hér er brugðið á ærslaleik með matar- gleðina rússnesku, sem er reyndar algengt viðfangsefni í gamanmálum. Um leið er örlítill broddur í öllu saman, svo lítill að hann sést varla en þarna er hann samt: Matargleðin mikla með tilheyrandi helgisiðum og tilhlakkelsi er hláleg andstæða við allt sem heita má andleg reisn. Þessi saga minnir á annað: Hvernig þemu sem byrja í skrýtlu fá á sig allt ann- an og dapurlegri blæ í seinni sögum Tsjekhovs. Hve oft eiga persónur í sögum hans sem æskja „einhvers skírra, einhvers blárra" ekki eftir að sveia sinni samtíð og samborgurum fyrir þá lágkúru að kunna ekki B J A R T U R O G F R U E M I L I A 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.