Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 49

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 49
- Já, aldeilis er það frábært, andvarpaði dómsforsetinn og sleit augu sín af pappírnum en áttaði sig um leið og stundi: Gáið að guði! Með þessu móti get ég aldrei skilað mínu séráliti. Fjórða blaðið farið í vaskinn! - Eg er hættur, ég er hættur! Allt mér að kenna! sagði ritarinn afsak- ^ andi en hélt svo áfram hvíslandi. - Ekki eruð þér, höfðinginn sæll, fyrr búnir með borsjinn eða súpuna, þá skuluð þér láta reiða fram fiskinn. Bestur allra hinna mállausu fiska er steiktur grænkarpi í sýrðum rjóma, en til þess það sé ekki leðjulykt af honum verður fyrst að geyma hann lifandi í mjólk í heilan sólarhring. - Hreint afbragð er líka að fá sér styrjuhring, sagði friðdómarinn og lygndi aftur augum en stökk svo á fætur öllum að óvörum, setti upp rándýrssvip og baulaði í átt til dómsforseta: - Pjotr Nikolajevítsj, fer þetta ekki að verða búið? Ég get ekki beðið lengur! Ég get það ekki! - Leyfið mér að ljúka þessu í friði! - Ég er þá farinn! Fjandinn hirði ykkur! Sá feiti bandaði frá sér, greip hattinn og hljóp út án þess að kveðja. Ritarinn andvarpaði, laut að eyra aðstoðarsaksóknara og hélt áfram í >, hálfum hljóðum: - Indæll er líka vatnaviðnir eða karfi með tómötum og sveppum. En enginn verður af fiski saddur, Stepan Frantsítsj, það er undirstöðulítil fæða, það er ekki fiskurinn sem skiptir sköpum í máltíðinni heldur steikin. Hvaða fugli hafið þér mestar mætur á? Aðstoðarmaðurinn setti upp súran svip og andvarpaði: - Því miður get ég ekki orðið yður að liði, ég er með iðrakvef. - Fussum svei, herra minn! Iðrakvef er barasta tilbúningur úr lækn- unum. Þann sjúkdóm fá menn helst upp úr frjálshyggju og oflæti. Kær- ið yður barasta kollóttan. Kannski langar yður ekki í mat eða yður er flökurt, en gefið því ekki gaum og borðið bara eins og fara gerir. Ef þér fáið til dæmis tvær heiðasnípur í steik, já og ef við þær bætist eitt rjúpu- ► tetur eða tvær kornhænur vel feitar, þá gleymið þér hverri iðrabólgu, mér er eiður sær. Eða þá steiktur kalkúni? Hvítur og feitur og safamikill rétt eins og vatnadís einhverskonar... - Já, það hlýtur að vera gott að bragða, sagði saksóknarinn með dap- urlegu brosi. Kalkún mundi ég að vísu borða. - Eða þá önd, herra minn sæll og trúr! Ef tekin er ungönd sem lögð Tímarit um bókmenntir og leiklist 47

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.