Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 49

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 49
- Já, aldeilis er það frábært, andvarpaði dómsforsetinn og sleit augu sín af pappírnum en áttaði sig um leið og stundi: Gáið að guði! Með þessu móti get ég aldrei skilað mínu séráliti. Fjórða blaðið farið í vaskinn! - Eg er hættur, ég er hættur! Allt mér að kenna! sagði ritarinn afsak- ^ andi en hélt svo áfram hvíslandi. - Ekki eruð þér, höfðinginn sæll, fyrr búnir með borsjinn eða súpuna, þá skuluð þér láta reiða fram fiskinn. Bestur allra hinna mállausu fiska er steiktur grænkarpi í sýrðum rjóma, en til þess það sé ekki leðjulykt af honum verður fyrst að geyma hann lifandi í mjólk í heilan sólarhring. - Hreint afbragð er líka að fá sér styrjuhring, sagði friðdómarinn og lygndi aftur augum en stökk svo á fætur öllum að óvörum, setti upp rándýrssvip og baulaði í átt til dómsforseta: - Pjotr Nikolajevítsj, fer þetta ekki að verða búið? Ég get ekki beðið lengur! Ég get það ekki! - Leyfið mér að ljúka þessu í friði! - Ég er þá farinn! Fjandinn hirði ykkur! Sá feiti bandaði frá sér, greip hattinn og hljóp út án þess að kveðja. Ritarinn andvarpaði, laut að eyra aðstoðarsaksóknara og hélt áfram í >, hálfum hljóðum: - Indæll er líka vatnaviðnir eða karfi með tómötum og sveppum. En enginn verður af fiski saddur, Stepan Frantsítsj, það er undirstöðulítil fæða, það er ekki fiskurinn sem skiptir sköpum í máltíðinni heldur steikin. Hvaða fugli hafið þér mestar mætur á? Aðstoðarmaðurinn setti upp súran svip og andvarpaði: - Því miður get ég ekki orðið yður að liði, ég er með iðrakvef. - Fussum svei, herra minn! Iðrakvef er barasta tilbúningur úr lækn- unum. Þann sjúkdóm fá menn helst upp úr frjálshyggju og oflæti. Kær- ið yður barasta kollóttan. Kannski langar yður ekki í mat eða yður er flökurt, en gefið því ekki gaum og borðið bara eins og fara gerir. Ef þér fáið til dæmis tvær heiðasnípur í steik, já og ef við þær bætist eitt rjúpu- ► tetur eða tvær kornhænur vel feitar, þá gleymið þér hverri iðrabólgu, mér er eiður sær. Eða þá steiktur kalkúni? Hvítur og feitur og safamikill rétt eins og vatnadís einhverskonar... - Já, það hlýtur að vera gott að bragða, sagði saksóknarinn með dap- urlegu brosi. Kalkún mundi ég að vísu borða. - Eða þá önd, herra minn sæll og trúr! Ef tekin er ungönd sem lögð Tímarit um bókmenntir og leiklist 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.