Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 71

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 71
- Nú, hvenær skrifið þér þá leikritin? - Leikritin? Hvernig á ég að orða það? segir leikritaskáldið og ypptir öxlum. - Það er undir ýmsu komið... - Reynið að lýsa fyrir mér sjálfum vinnuferlinum... - í fyrsta lagi kemst ég yfir eitthvert franskt eða þýskt leikrit, annað- hvort af hendingu eða í gegnum vini. Eg hef sjálfur engan tíma til að fylgjast með! Ef það hentar fer ég með það til systur minnar eða borga stúdenti fimm rúblur... Þau þýða það, en ég, skiljið þér, staðfæri það: I staðinn fyrir erlend ættarnöfn set ég rússnesk og þar fram eftir götunum. Það er allt og sumt... En það er erfitt! Já, hvílík vinna! (Dramatúrg, í: A.P. Tsjekhov: Pol- noje sobraníje sotsjíneníj í písem v trídtsatí tomakh, 5. b., Moskva 1976, bls. 429-430). Álit Tsjekhovs á rússneskum leikritaskáldum samtímans virðist ekki hafa verið mikið. I Mávinum, en í því leikriti er mikið fjallað um bók- menntir, segir Konstantín ennfremur í fyrsta þætti: En mér finnst nútímaleiklist vera bara handverk, og hleypidómar. Þegar tjaldið er dregið frá, og í ljós kemur uppljómað herbergi með þremur veggj- um, og þessir miklu snillingar, boðberar heilagrar listar, fara að sýna okkur hvernig menn borða, drekka, elska, ganga, og hvernig menn bera klæði sín; og þegar þeir eru að reyna að kreista út úr þessum innantómu leiksviðs- myndum og orðagjálfri, siðferðiskenningar, smásálarlegar siðferðiskenning- ar, sem eiga að vera öllum skiljanlegar og þægilegar til notkunar heima fyr- ir; þegar borið er fyrir mig í þúsund tilbrigðum alltaf það sama, æ ofan í æ, þá tek ég til fótanna og flý... (Anton Tsjekhov: Máfurinn. Þýð.: Pétur Thor- steinsson. Reykjavík 1988, bls. 8). IV. Tsjekhov var heillaður af leikhúsi allt frá æsku. Þegar hann var nem- andi í menntaskóla í Taganrog laumaðist hann oft í leikhús. Á þeim árum voru sýnd þar leikrit af ýmsum toga, bæði klassísk verk eftir þekkta franska og þýska höfunda og verk rússnesku meistaranna, fars- ar og gleðileikir. Á skólaárum sínum skrifaði Tsjekhov nokkur leikrit, en ekkert þeirra hefur varðveist. Elsta varðveitta leikrit hans var ekki sett á svið fyrr en löngu eftir hans daga. Ef til vill er ekki rétt að kalla Tímarit um bókmenntir og leiklist 69

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.