Frón - 01.03.1945, Síða 6

Frón - 01.03.1945, Síða 6
4 Sigfús Blöndal lagt á aS nemendur kynntust öllum helztu hliðum þjóðlífsins eins og það er nú. Fagurfræði og skáldskapar gætir þar tiltölulega minna. Einkum sést þetta greinilega í bók hans »Deutsche Kultur- und Charakterbilder« (1. útg. 1927, 5. útg. 1942) og í »Tyske Læsestykker for det matematiske Gymnasium« (1936). Mikil nýjung var það að 1936 gaf hann út þýzka málfræði, ritaða á þýzku og ætlaða efstu bekkjunum í dönskum menntaskólum. Tað er aðdáanlegt hvernig hann hefur komið fyrir, stutt og skýrt, öllu því helzta í málfræðinni. Fessi stutta bók er svo létt og aðgengileg, og hefur þó í rauninni inni að halda allt sem til má ætlast að nemandi í efstu bekkjum þurfi að kynna sér. Og bersýnilegt er að með því að nota þessa bók getur kennslan í efstu bekkjunum öll farið fram á þýzku. Á það lagði Sigurður mikla áherzlu. Hann talaði sjálfur þýzku eins og innborinn maður, og taldi það beztu kcnnsluaðferðina til að læra erlend mál að koma nemendum eins fljótt og auðið væri til að nota erlenda málið eingöngu í kennslustundunum. Handa byrjendum gaf hann út (ásamt Johann Kirsten) »Det forste Tysk. Begynderbog for Mellemskolen« (1939) og »Tysk for 3.—4. Mellem« (1940—41). Ég hef fáa eða enga þekkt, sem hafi verið eins fljótir og Sigurður að átta sig á því í málfræði hvað væri verulegt aðal- atriði og hvað ekki. Hann hafði þar yfirlit sem fjölda lærðra manna vantar, og það er einmitt þessi gáfa, sem gerir kennslu- bækur hans svo skýrar og hentugar nemendum. Eins og viðbót við þessar almennu kennslubækur her að skoða þá bók hans sem sérstaklega fjallar um bókmenntir Pjóðverja. Hana samdi hann ásamt vini sínum og yfirmanni Höjberg Christensen kennslumálaráðherra. Eað er bókin »Goethe-Aus- \vahl« sem þeir gáfu út saman 1937, ágætisbók, með úrvalsköflum úr ritum Goethes, bæði í bundnu og óbundnu máli, og eru þeir tengdir saman með greinum eftir útgefendurna; er hér rakinn æfiferill skáldjöfursins og skýrt frá helztu ritum hans. Eessi bók er bezti inngangur að ritum Goethes, sem ég þekki, og ætti eiginlega hver maður, sem þýzku kann, að eiga hana og lesa, — menn munu græða meira á því að lesa Goethe vel í kjölinn en á því að lesa hrafl af bókum eftir smáskáld. Þá ber að geta þess að hann átti líka þátt í góðri kennslubók, sem ætluð er íslenzkum skólum. ]5að er »Dönsk lestrarbók«, sem hann samdi ásamt Dr. Jóni Ófeigssyni og út kom 1926. Má þar

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.