Frón - 01.03.1945, Page 7
SigurSur Sigtryggsson rektor
5
finna gott úrval úr nútíðarbókmenntum Dana og góða kafla um
náttúru landsins og sögu og menningu þjóðarinnar.
Sigurður lét sér annt um að gera ísland, menningu þess og
bókmenntir, kunnugt þegar hann gat því við komið. Ásamt Thoru
Konstantin Hansen samdi hann endursagnir á Njálu og Grettlu,
sem komu út 1911 og 1912, og hafa þær bækur gert sitt til aS
vekja áhuga alþýSumanna hér í landi á íslendingasögum. Eins
og áður var um getið var saga ein af námsgreinum hans við
háskólann. Hann hafSi sérstaklega stundað menningarsögu, og
þá einkum snúiS sér að menningu Islands. Eftir aS viS höfðum
kynnzt, varS hann þess var aS ég hafði líka áhuga á þessu sviði,
og áriS 1928 fór hann þess á leit við mig aS viS semdum í
sameiningu bók um þetta, aSallega byggða á myndasafni, sem
hann hafSi dregið saman. Varð úr þessu bók okkar »Myndir
úr menningarsögu lslands« (1929), sem áriS eftir kom líka út
á dönsku (»Gammel islandsk Kultur i Billeder«) og þýzku (»Alt-
Island im Bilde«). Enskar skýringar voru látnar fylgja íslenzku
útgáfunni í sérstöku hefti. Bókin hefur mælzt vel fyrir. SigurSur
hafSi ætlað sér að halda áfram rannsóknum sínum á þessu sviSi.
Þá ber að nefna hina fróðlegu ritgerS hans »Á IslendingaslóSum
í Kaupmannahöfn« í Fróni 1944.
SigurSur var aS eðlisfari listfengur maður og smekkvís. Um
eitt skeið var hann mikið aS kynna sér íslenzkar listir á miS-
öldum, og er áSurnefnd bók okkar meðfram sprottin af því.
Hann hafSi sérstaklega kynnt sér myndir í gömlum íslenzkum
handritum, og hafSi jafnvel í hyggju aS semja bók um þaS, en
hætti viS þaS er próf. Halldór Hermannsson gaf út rit sitt
»Icelandic Illuminated Manuscripts« í hinu mikla safni Dr.
Munksgaards. En hann hlakkaði til þess tíma, aS hann gæti, aS
loknu skólastarfinu, fariS til Islands í elli sinni og dvaliS langvist-
um á ÞjóSminjasafninu í Reykjavík, til þess aS kynnast betur
fjársjóSum þess, og hefð'i þaS áreiðanlega leitt til góðra og
skemmtilegra rita um ýms atriði í menningar- og listasögu okkar.
Sigurður var félagslyndur maður og gleSimaSur í sinn hóp.
Pegar hann var fluttur alfarinn frá Sönderborg til Hafnar kom
hann oft á fundi landa, og þó sjaldnar en hann vildi, vegna
annríkis. Hann talaSi stundum í íslendingafélagi, og var kos-
inn meðlimur FræSafélagsins. I »Kólfi«, félagi eldri íslenzkra
menntamanna búsettra hér, var hann hérumbil á hverjum fundi.