Frón - 01.03.1945, Side 12

Frón - 01.03.1945, Side 12
10 Jón Helgason og veita honum tilverurétt sem vísindastofnun. Pó aS bókmenntir íslendinga rísi ekki einlægt hátt, þá eru þær svo víSáttumiklar, svo ógreiSfærar og svo frámunalega illa rannsakaSar, aS ekki veitir þar af liSi nokkurra ötulla manna, og sama máli er aS gegna um tunguna og þjóSarsöguna. Pessi nýju embætti munu eflaust hafa í för meS sér mikla umbót á háskólanum ef þau verSa veitt vel færum mönnum, eins og öll von virSist til eftir síSustu fregnum. En samt er hvergi nærri fullnægt meS þessu öllum hinum brýnustu kröfum. ViS stofnunarhátíS háskólans 1911 gat fyrsti rektor hans, Björn M. Ólsen, þess í ræSu sinni aS þaS væri háskólanum hin mesta vöntun aS eiga ekki kennslustól í öSrum málum en íslenzku og engan í samanburSarmálfræSi. Líka væri hætt viS aS kennslan í Islandssögu kæmi ekki aS fullum noturn, þar sem enginn kennslu- stóll væri í almennri sagnfræSi né í sögu annarra NorSurlanda- þjóSa. Úr þessum skorti hefur enn ekki veriS bætt. Ennþá er þaS eitt helzta mein háskólans hve rígskorSuS kennsla hans og nám er viS hiS íslenzka sviS. Islenzkunemar hans hafa aS vísu átt kost á einhverri tilsögn í forngermönskum málum, gotnesku, fornensku, fornsaxnesku og fornháþýzku. En hins vegar er svo aS sjá sem íslenzkunám sé stundaS í Reykjavík án neinnar verulegrar hliSsjónar af nánustu frændmálum. Ekki verSur fundiS aS nein kennsla sé þar veitt í öSrum NorSurlandatungum frá miSöldum, né heldur í færeysku né nýnorsku, enda engar próf- kröfur í þessum greinum. »Pursi, ver sjálfum þér nægur« kvaS skáldiS. PaS er sannast aS segja aS okkur er margoft brýn nauSsyn aS leita granntungnanna til frekara skilnings á vorri, enda lætur engin NorSurlandaþjóS önnur sér lynda kennslu í máli sínu einu, án tillits til hinna. Og hversu annt sem viS hljótum aS láta okkur um bókmenntir okkar, verSum viS aS játa aS þær eru nútímamanni þröngur menntunargrundvöllur, vegna þess hve fátækar þær eru aS mikilvægum verkum frá síSari öldum. Ég gæti vel trúaS aS þaS væri stórlega hollt íslenzkunemum í Reykjavík ef gengiS væri eftir aS þeir læsu vandlega nokkur erlend úrvalsrit, einkum frá nýrri tímum, til fyllingar og upp- bótar hinum íslenzka lestri. Fyrir rúmurn áratug var stofnaS í Reykjavík nýtt próf í íslenzkum fræSum er nefnist kennarapróf. og er prófaS i þremur greinum: íslenzkri málfræSi, íslenzkri bókmenntasögu og sögu Islendinga. Mér er spurn hvort önnur heimspekideild á NorSur-

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.