Frón - 01.03.1945, Síða 13

Frón - 01.03.1945, Síða 13
Verkefni íslenzkra fræða 11 löndum muni útskrifa kandídata aÖ afloknu svo þröngu námi. Menn með þessu prófi hafa titilinn cand. mag. Sá titill mun hvergi til áður nema í Danmörku, en er þar borinn af mönnum sem gengizt hafa undir miklu viðtækara próf, í þremur greinum að vísu eins og hið íslenzka, en með þeim mun, að tunga einhvers lands og bókmenntir er hvorttveggja talið ein grein, og saga einstaks lands ekki slitin frá mannkynssögunni. Danskur cand. mag. hefur að jafnaði próf í þremur tungum og bókmenntum þeirra, ellegar í mannkynssögu ásamt tveimur tungum og bók- menntum þeirra. það lætur þá nærri að íslenzka prófið sé helmingi minna en hið danska, og er ég hræddur um að hér hafi verið snúið inn á braut sem ekki sé háskalaus. Enn skal drepið á eitt atriði í sambandi við háskólann. öllum menningarlöndum er það mikið keppikefli að hlynnt sé sem bezt að ungum og vænlegum vísindamannaefnum, svo að þessir menn geti gefið sig þegar frá unga aldri nokkurn veginn óskiptir að rannsóknum og fræðimennsku, og síðar orðið háskólakennarar ef svo vill verkast, í stað þess að ella mundu þeir verða að takast á hendur aðra vinnu sem hætt er við að gleypti allt starfsþrek þeirra. Allir Norðurlandaháskólar hafa nú til umráða ríflega styrki sem ætlaðir eru þvílíkum mönnum og veittir til ákveðins árabils i einu, en hins vegar hafa styrkþegar einhverja kennslu með höndum við háskólann. Hvergi væri slíkra styrkja meiri nauðsyn en á Islandi, þar sem dæmin sanna að oft hefur verið ærnum vandkvæðum bundið að finna nokkurn veginn hæfa menn í háskólakennaraembættin. 3. Fyrsti prófessorinn við Háskóla íslands í íslenzkri málfræði og menningarsögu, Björn M. Ólsen, lagði i háskólastarfsemi sinni aðallega stund á forníslenzka bókmenntasögu og skýringar forn- rita. Eftirmaður hans, Sigurður Nordal, hefur unnið fremstu vísindaverk sín á sama sviði, en jafnframt fengizt við bókmenntir og menningu síðari alda. Háskólanum hefur verið ómetanlegt að eiga þessa tvo afburðamenn, og því er ekki til neins að leyna að vísindaheiður hans út á við hefur að mjög miklu leyti hvílt á herðum þeirra einna. Björn Ólsen hafði að visu lifað sitt fegursta þegar hann kom að háskólanum, en Sigurður Nordal hefur getað varið til hans beztu kröftum sínum, og árangurinn er sá að undir handleiðslu hans hafa vaxið upp áhugasamir og mjög efnilegir fræðimenn. Yms rit sem samin hafa verið i

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.