Frón


Frón - 01.03.1945, Qupperneq 16

Frón - 01.03.1945, Qupperneq 16
14 Jón Helgason sem áður var getið, fjöldi óprentaðra ritverka frá þessum tímum til í handritum, rímnaflokkar svo hundruðum skiptir, kvæði í þúsundum eða víst frekar í tugum þúsunda, og margt annað. Það er algerlega vonlaust eins og nú standa sakir að fá ljóst yfirlit um allt þetta meðan hvað eina vantar: greiðlesna texta, samanburð handrita, efnisyfirlit og registur. Allrafyrsta verkið sem vinna þarf er að gera skrár. Handritaskrár bókasafnanna segja að vísu til um hin meiri háttar verk, og rímnaskrá hefur lengi verið í smíðum þótt óprentuð sé enn. En kvæðaskrá er engin til nýtileg, hvorki prentuð né óprentuð. Einu sinni stakk ég upp á því að hafin yrði rannsókn á þessum ókjörum kvæða sem handritin geyma, og lagði til að háskólinn greiddi smátt og smátt þeim íslenzkunemum sinum sem skrifandi væru eitthvert gjald til að búa til spjaldskrár þar sem fá mætti fyrstu vitneskju um atriði eins og fundarstaði kvæðanna, upphöf, erindafjölda, efni og höfund ef nafngreindur væri. Undirtektir urðu engar, enda var þess varla von (tillagan kom fram í Eimreiðinni). Síðar hef ég sjálfur, mér til gamans og hugarhægðar, gert þvílíka spjaldskrá yfir efni allmargra kvæðahandrita, og þó harla fárra miðað við allan þann grúa sem til er í söfnum; en þetta getur aldrei orðið eins manns verk, nema hann gæti þá varið til þess öllum tima sínum árum saman. En ég fæ ekki betur séð en svona skrá sé alveg óhjákvæmileg. Og það er óhjákvæmilegt að halda lengra. Við verðum að eignast kveðskap og aðrar bók- menntir þessa tíðarskeiðs í einhverri læsilegri og nokkurn veginn aðgengilegri mynd. Við verðum að fá grundvöll undir rannsóknir og eignast einhverja sérfræðinga í ritsmíðum þessara myrku alda, ef við ætlum ekki að una við að tímabil þegar margt var samið og mikið ort standi í bókmenntasögunni eins og opið gímald. Hins vegar hlýtur hverjum kunnugum að ofbjóða að hugsa til prentunar á þessum kynstrum. Pví að það er á allra vitorði að þó að þessar bókmenntir séu einkennilegar og merkilegar á sína vísu og eigendum þeirra ekki sæmandi að láta þær liggja vanhirtar, þá eru þær á engan hátt hávaxnar né glæsilegar. Hugarheifnurinn er okkur annarlegur, skáldskapurinn yfirleitt úreltur og á ekki erindi til fólks lengur, nema dálítið úrval; og við þurfum í mörg horn að líta í menningarbaráttu okkar. Mér hefur þá flogið í hug hvort ekki mundi hagfelldast að byrja á því að gera »óprentaðar útgáfur«, í líkingu við það sem gert var hér í Kaupmannahöfn fyrir 70 árum við kvæði Færeyinga. Pá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.