Frón - 01.03.1945, Side 18

Frón - 01.03.1945, Side 18
16 Jón Helgason öldum, vilji menn ekki láta það óorð á sér sitja að þeir geymi hans eins og hverjir aðrir sljóir og sinnulausir drussar. Sú þjóð er sannauðug sem á í fórum sínum gnægð gagna til að sýna að hún hefur einlægt borið sig eftir föngum að halda við arineldi menningarinnar, og henni má þykja sæmd að leggja fram fé til að leiða þau í ljós. Margar Jjjóðir í álfunni mundu telja sig sælar að mega verja tunnum gulls til að eignast íslenzkar fornbók- menntir. Og ekki mun heldur skortur þeirra I)jóða sem fegnar þægju að eignast bókmenntir okkar frá síðari öldum, þó að minna sé Jmr af að láta. Ég hirði ekki að fjölyrða hér um fleiri bókmenntaleg verkefni, |)ótt á margt væri ástæða að minnast, en mér finnst J>að sem nú hefur verið vikið að, flestu öðru brýnna. l3egar fengnir væru meðfærilegir textar væri tími til kominn að halda áfram rann- sóknum verkanna á annan hátt. Pá mætti semja ritgerðir um einstaka höfunda, rekja samband bókmennta vorra við útlenda menningarstrauma o. s. frv. Og síðast gæti farið svo, að við eignuðumst J)á bókmenntasögu sem við höfum svo lengi Jjráð Og þó, — ég efast ekki um að bókmenntasagan verður að koma fyrr, við getum ekki beðið svo Iengi eftir henni; en hún hlýtur að verða gölluð og ófullkomin meðan svo mikið brestur á undir- búningsrannsóknir sem ennl)á er. 4. »Frýr nú skuturinn skriðar«. Pað væri gleðilegt að geta byrjað kaflann um málfræðina á J)ví að benda á einhvern blett hennar sem væri í annarri eins rækt við Háskóla Islands og rannsóknir fornbókmenntanna eru. En Jdví er ekki að heilsa og litlar líkur til að verði fyrsta kastið. Þetta er ein dapurlegasta eyðan i íslenzku menningarlífi. Mergð óunninna verkefna er svo stórkostleg að ekki veitti af heilum hóp velvirkra manna ef ætti að ráða bót á mestu vandræðunum. Auðvitað væri ofætlun að heimta af háskólanum að hann réði einn fram úr Jjeim öllum. En hvar væri réttmætt að vænta forustu og fyrirmyndar ef ekki Jiar? íslenzka þjóðin heldur með ærnum tilkostnaði uppi fjölda skóla, og tunga landsmanna er að sjálfsögðu ein höfuðgreinin í þeim öllum. Mér verður stundum hugsað til Jæirra vesalings kennara víðs vegar um landið sem eiga að vera að segja til í íslenzku. Oft eru I^etta illa undirbúnir menn, gott ef ekki guð- fræðingar. Og jafnvel þótt undirbúningurinn sé í lagi, I)á hrekkur hann oft skammt er á hólminn kemur. Hvert eiga Jjessir menn

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.