Frón - 01.03.1945, Page 22

Frón - 01.03.1945, Page 22
20 Jón Helgason hefur þetta ritsafn sýnt Ijóslega að svo mikill gróöur er í starfsemi fræSimanna á fslandi aS þeim ætti aS vera hægSar- leikur aS gera myndarlega úr garSi sérstakt tímarit eSa ársrit er helgaÖ væri íslenzkum fræSum einum. 6. ÁriS 1930 kaus Háskóli íslands fimm manna nefnd til aS rannsaka »hvort háskólinn eigi aS koma á stofn þjóS- fræSistofnun, er einkum gangist fyrir söfnun og rannsókn örnefna og bygg5asagna«. Mér hefur ekki tekizt aS finna neitt um þá niSurstöSu er nefnd þessi hafi komizt aS, og ekkert hefur frétzt um aö nein slík þjóÖfræÖistofnun hafi veriS sett á laggirnar. Ég fæ ekki betur séS en þarna hafi veriS hreyft viS einu allrabrýnasta nauSsynjamáli íslenzkra vísinda, þó aS háskólinn viröist ekki hafa boriS gæfu til á sjálfu alþingishátíSarárinu aS finna á því neina lausn. AÖeins hefSi rannsóknarsviSiS átt aS vera miklu viStækara en nefnt var hér aS ofan. HefSi háskólinn haft hug og dáS til aS koma á fót öflugri stofnun til aS rannsaka hina fornu aljjýSumenningu fslands, sem nú er aS hverfa, bæSi í sveitum og viS sjávarsíSuna, mundi þaS afrek hans lengi haft í minnum á ókomnum öldum. AS vísu hefSi slík stofnun átt aS vera til fyrir löngu. En þar sem fyrri kvnslóÖir munu geta haft fjárþröng sína og úrræSaleysi sér til afsökunar, mun okkar kynslóS aldrei fá risiS undir því ámæli sem hún mun sæta síöar meir, láti hún síöustu leifar alþýSumenningarinnar týnast rann- sóknarlaust. Hvernig er um íslenzk örnefni? ASrar þjóSir á NorSurlöndum hafa lengi átt sérstakar stofnanir sem vinna aS söfnun örnefna, bæSi meS fyrirspurnum á stöSunum sjálfum og meS rannsóknum gamalla skilríkja. Þessi starfsemi er þar komin svo vel á veg aÖ fariÖ er fyrir löngu aS prenta söfn örnefnanna í stóreflis bókum, og þar aS auki birtist um þau hvert vísindaritiS á fætur ööru. Einkum hefur SvíþjóS veriS atorkuland í þessu efni, enda mun þess ekki ýkjalangt aS bíSa aS öll örnefni þessa víSáttumikla ríkis verSi komin í örugga varSveizlu. l5ar er litiS á örnefnin sem jrjóSarfjársjóÖ og ekkert tilsparaS aS sýna þeim fullan sóma. Okkar örnefni geta af eSlilegum ástæSum ekki jafnazt aS forneskju viS hin elztu á meginlandinu og munu fyrir þá sök ekki þykja eins girnileg til fróSleiks, en samt mundi þaS koma skýrt í ljós ef rækileg söfn þeirra væru aögengileg úr ýmsum landshlutum, aS þar væri gnægS merkilegra viSfangsefna. Ekki

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.