Frón - 01.03.1945, Page 29

Frón - 01.03.1945, Page 29
Fávitar á Islandi og framfæri þeirra 27 gripið til annara ráða, sem að haldi geta komiS og öruggari reynast til flokkaskipunar. Flokkarnir eru þessir: Gáfnastig Gáfnaaldur (intellígenskvótíent) í mesta lagi örvitar............ 0—35 5—6 ár Hálfvitar.......... 36—55 9 » Vanvitar........... 56—75 12 » Betur gefnir en vanvitar, en ver gefnir en fólk er flest, eru þeir sem í daglegu tali nefnast heimskir eSa treggáfaSir menn (»tossar«, á dönsku Sinker); mætti nefna þá til samræmis viS orSin hér aS ofan »tregvita«. Tregvitarnir eru ekki fávitar; gáfnastig þeirra er 76—90. Gáfnastig þessi eru miðuS viS meSalgáfur, sem mældar eru í gáfnastigunum 90—100. örvitar eru auSþekktir á látbragSi og útliti, og sjást þess merki þegar í staS eSa laust eftir fæSingu; þeir geta ekkert numiS, hvorki til munns né handa, ekki læra þeir aS tala, en öskra og skrækja sem dýr, læra lítt aS ganga og eru óþrifnir. Örvitar verSa því aS njóta umönnunnar og hjúkrunar sem ómálga börn. Peir þarfnast alltaf hælisvistar. Hálfvitar þroskast seint og lítt andlega, læra seint aS ganga og tala, geta ekki lært neitt til munns, en sumir litiS eitt til handa. Hálfvitar þarfnast oftast vistar á fávitahælum. Á gelgju- skeiSi eru ]jeir oft óstýrilátir og erfiSir í umgengni, og ættu þeir þá ávallt aS hafa hælisvist. Vanvitar geta numiS dálítið í barnaskólum, en þó ekki fylgzt meS; sumir geta lært aS lesa, skrifa og lítiS eitt aS reikna, einnig geta þeir lært einfalda og óbrotna vinnu, bæSi innan húss og utan. Á gelgjuskeiði eru vanvitar erfiðir og illir viSfangs; þá koma oft í ljós skapgerSarbrestir og óþjált skaplyndi; ósjaldan gerast þeir sekir um lögbrot og glæpi, rán og innbrot, þjófnaS, nauSganir og stundum manndráp. Glæpir þessir eru hlutfallslega miklu algengari hjá vanvitum en öSru fólki. ÁríSandi er því, aS vanvitar á gelgjuskeiði séu sendir á fávitahæli. Orsakir fávitaháttar eru margar og margvíslegar. Fávitaháttur er bæSi áunninn og arfgengur, en arfgengi er þó langalgengast; er taliS aS hjá 3A hlutum fávita sé um arfgengi aS ræSa. ArfgengiS er oftast óbeint (resessíft), stundum beint (dómin-

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.