Frón - 01.03.1945, Síða 41

Frón - 01.03.1945, Síða 41
Tvö bréf til Erlendar Gottskálkssonar 39 hlutanna hlýtur aS mæta þeim, vott um guðs hegnandi reiðisvipu. (öðru vísi leit Snorri goði á mál þetta, »hverjum voru goðin reið þegar þetta hraun brann,« sagði hann og leiddi þar með hjátrúarfullum lýð fyrir sjónir hvað heimskulegt væri að álíta ýmsar landplágur vott guðlegrar reiði, þar sem slíkt gengi eins yfir auðn og óbyggðir þar sem engin er að syndga). En kenning sú að maðurinn egi að leita sjálfur hamingju sinnar, og hann samkvæmt lögum náttúrunnar verði að berjast við marga örðugleika til þess að geta náð (ef til vill) endalausum framförum með mikilleik anda þess er honum er gefin að ofan, hvetur mannin til óþrotlegrar elju og yðni. Skáld höfum vjer að vísu, en hvað gjöra jjau? bera fánýtt hól á dauða ónytjunga, kveða um munaðarnautn og ástadaður og deyfa |^ar með í viðkvæmum hjörtum tilfinninguna fyrir Jdví góða og hraustlega, sem einungis er jiað sanna og verulega, og veikja sómatiltinninguna og efla dáðleysi, óhóf og siðaspillingu. Jeg gasti nú ritað heila bók um jætta efni, en tíminn leifir jsað ekki (og gildir jjað máske einu); jeg hætti f>ví í miðju kafi og byð )>ig að virða allt fyrir mjer á betri veg, lesa ritvillurnar í málið og vorkenna fávisku minni. Jeg enda svo j>essar línur með stökum sem mjer hugkvæmd- ust hjerna um daginn. Beitilöndin byrgir fönn, Björg trú’ eg flest nú J>rjóti. HungruS glottir Hel við tönn Höldum döprum móti. Sollin mörgum svíður und, Sjerhvað þreki týnir. Nú eru farnir frera grund Frægðardagar þínir. Bjargarj>rotnum bænda múg Bendir flest á dauða. Ferlegan leggur feigðar súg um forða sali auða. Auðug varstu eina tíð og engum pínd af böðli, nær þú brostir fræg og fríð frelsis móti röðli. Kaldar fætur hungruð hjörð Hristir á gaddi frosnum, Augum svo á hretin hörð Horfir nærri brostnum. Á þig herjað ekki blíð örlaga nornin hefur Og loksins eptir langvinnt stríð Iíkblæju þig vefur. Svo hin gamla Garðars bólm Gráum sveipuð bárum Eins og sigruð hetja á hólm Hörðum deyr af sárum. Vertu svo blessaður og sæll. Kr. Jónsson.

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.