Frón


Frón - 01.03.1945, Qupperneq 54

Frón - 01.03.1945, Qupperneq 54
Orðabelgur Nokkur orð um notkun kommu eða h ö g g s í íslenzku máli. Síðan Frón hóf göngu sína sem tímarit fyrir rúmum tveim árum, hefir ýmislegt verið skrifað um stuðlaföll, hrynjandi og rím, stafsetningu, orðfæri og eðli hins íslenzka máls. Hafa greinar þessar allar, að mínu viti, margt til síns ágætis, hver á sinn hátt, þótt ekki verði að sama skapi sagt um höfunda þeirra, að þeir séu allir á eitt sáttir. Deilur fræðimanna geta ugglaust farið út í öfgar. Sá kostur fylgir þeim þó, að sami hlutur er skoðaður frá fleiri sjónarmiðum en einu. Slíkt veitir þroska og vckur menn til umhugsunar. Enda mun Frón vera betur úr garði gert en flest önnur íslenzk blöð og tímarit, sem því miður — eins Nokkur orð um íslenzk bókasöfn (niðurlag). miðstjórn alþýðubókasafnanna við sjálfa yfirstjórnina, svo að öll æðstu ráð bókasafnsmála væru Samankomin á einn stað. Loks ætti yfirstjórnin að hafa hönd í bagga um val bókavarða, a. m. k. við öll söfn sem færu fram úr ákveðinni stærð, og sjá um að þeir fengju nauðsynlegar leiðbeiningar, helzt með stuttum námsskeið- um sem hægt væri að koma í kring með litlum tilkostnaði. Margt annað gæti verið ástæða til að minnast á, þó að hér verði staðar numið. Veldur því hvorttveggja að heimildir skortir og að grein þessi er orðin nógu löng. Meðal þeirra atriða sem hér hefur verið gengið fram hjá skal ég aðeins nefna skóla- bókasöfn í eiginlegum skilningi, barnabókasöfn og barnalesstofur í bæjum og kaupstöðum — allt stofnanir sem mikil rækt hefur verið lögð við í flestum löndum. Við getum heldur ekki án þeirra verið til lengdar, en um þær eru aðrir fróðari en ég. Þær hugleiðingar sem hér hafa verið dregnar saman svífa að ýmsu leyti í lausu lofti af því að þær skortir grundvöll staðreynda úr ástandinu heima. Engu að síður er ég ekki i neinum vafa um að við megum ekki láta lengur dragast að koma bókasafnsmálum okkar í skynsamlegra horf en verið hefur, af þeirri einföldu ástæðu að við megum ekki við því að láta svo öruggt vopn til sóknar og varnar sem góð bókasöfn eru ganga okkur úr greipum í þeirri baráttu fyrir sjálfstæðu íslenzku menningarlífi sem framundan er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.