Frón - 01.03.1945, Page 58

Frón - 01.03.1945, Page 58
56 Orðabelgur þessi regla er hæpin. Setningabrot, sem notuS eru í stað heilla setninga, geta jafnt krafizt greinarmerkja. Enda fara Danir vfir- leitt ekki eftir þessari reglu, þótt hún standi í kennslubókum þeirra sumum. Pá er þess að geta, að enga kommu skal setja í íslenzku á undan ýmsum samanburðarsetningum. T. d.: Hann hamaðist sem vitstola væri. — Petta fór betur heldur en á horfðist. — Hún er svipuð og hún var. — Steinninn er ekki cins þungur og ég hélt. — Þetta verður lengra mál en til var ætlazt. — Hvort er sem mér sýnist?.... í þessum dæmum eru aukasetningarnar svo nátengdar aðalsetningunum, að ekki virðist hlýða að greina ])ær sundur í huga, þegar skrifað er eða lesið. En hér er sett komma á undan samsvarandi setningum í dönsku, og er þá eingöngu íarið eftir hinni málfræðilegu reglu. Hins vegar er það með öllu í'angt í dönsku, hvort heldur farið er eftir þagnar-kerfinu eða hinum málfræðilegu reglum, ])egar notuð er komma á undan eftirsettri aukasetningu, en kommunni sleppt, ef breytt er um orðaröð og aukasetningu skipað á undan. Hefi ég þó oft oröið þessarar villu var, og jafnvel í greinum sumra þekktra rit- dómanda. Virðist ]jað benda til, að þeir menn, er þannig rita, setji kommu fremur af vana en hugsun. • Ég vona nú, að mér hafi nokkurn veginn tckizt að gera ljósar hugleiðingar mínar um þetta efni. Býst ég ekki við, að allir menn séu mér sammála. Pað erum vér íslendingar sjaldan. En það eitt myndi gleðja mig, ef fleiri legðu sinn skerf til þessara mála. Þorsteinn Stefánsson. Enn um kommur. Þeir sem lesið hafa Frón með nokkurri athygli munu hafa veitt því eftirtekt að kommusetning hefur verið þar með ýmsu móti, enda hefur hverjum höfundi verið leyft að fylgja sinni kreddu í þeim efnum. Hins vegar mun það flestum ljóst að í miklum hluta greina þeirra sem í Fróni liafa birzt er ekki fylgt þeim reglum sem löggiltar eru á íslandi um kommusetningu. Höfundur undanfarandi greinar virðist frekast hallast að kenn- ingunni um ágæti málfræöireglunnar um skipun greinarmerkja og óttast að aðrar aðferðir leiði til glundroða eins. Hér skal ekki gerð nein tilraun til að brjóta þetta mál til mergjar, heldur aðeins gerð örstutt grein fyrir persónulegri af- stöðu minni til þessa mcinlitla merkis.

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.