Frón - 01.03.1945, Síða 59

Frón - 01.03.1945, Síða 59
Orðabelgur 57 lJaS skal þegar í stað tekið skýrt fram að ég er algerlega andvígur hinni svonefndu málfræðireglu, og tel kommur eiga að tákna þagnir i eðlilegum lestri eða upphaf nýs hugsanaliðar. Þetta tvennt mun oftast fara saman, og engin ástæða er til hárfínnar aðgreiningar, komman getur táknað hvorttveggja. Með því verður leyfilegt að setja kommu alls staðar þar sem misskilningi gæti valdið í lestri ef kommu vantaÖi, hvort sem þar er heyranleg þögn eða ekki. Stuðningsmenn málfræSikerfisins eru vanir aS halda því fram að þaS sé rökrétt og sjálfu sér samkvæmt. En því fer fjarri aS svo sé. Ymsar reglur þess eiga ekkert skvlt viS málfræSilega greiningu setninga heldur eru sóttar í reglur þagnarkerfisins, sem svo hefur verið nefnt, eSa eiga sér aSrar rætur. Sem dæmi skulu aSeins nefndar kommur milli hliSstæSra orða: hani, krummi, hundur, svín, — orðin eru engu síður hliðstæS þótt samtengingar (og, eða) séu settar á milli þeirra, og engin málfræðileg rök fyrir því aS greina þau sundur þótt samtengingu vanti. önnur dæmi hefur Þorsteinn Stefánsson nefnt siðast i grein sinni, þar sem hann ræðir um mismun á íslenzkum og dönskum kommureglum, og væri auðvelt aS bæta mörgum við. önnur röksemd sem oft er borin fram málíræSikerfinu til framdráttar er sú aS kommur eigi aS vera »til skýringar á samsetningu málsins« eins og greinarhöf. kemst að orði. í fyrsta lagi er mér þaS meS öllu hulið hvers vegna kommur eiga aS leysa slikt hlutverk af hendi. Ef betur er aS gætt þýSir þetta ekkert annaS en að hver maður sem setur samhangandi mál á blað ætti stöSugt aS hafa fyrir augum »samsetningu málsins«. En þaS er meir en hörS kenning aS ætlast til þess af almenningi, ekki sízt þegar jafnvel lærSustu málfræðingar eru fjarri því að vera á eitt sáttir um þaS efni. 1 annan stað fæ ég ekki betur séð en aS kommusetning málfræSikerfisins rugli meir en hún skýri. HvaSa skýring er t. d. fólgin í þvi aS nota kommu í hinni fyrstu eftir- farandi setninga en ekki í hinum? — Ég sagSi honum, aS hann skyldi fara. — Ég sagSi honum að fara. — Ég sagði h'onum skipun húsbóndans. — Ég sagSi honum til syndanna. — Aukasetningin ‘aS hann skyldi fara’ er jafn-nauðsynlegur og nátengdur liður setningarheildarinnar eins og síSustu liöir hinna setninganna, og því engin málfræSileg né rökfræSileg ástæSa til að búta fyrstu setninguna sundur frekar en hinar. Miklu fremur held ég að kommusetning þessi og »skýringar« þær sem henni eru venjulega

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.