Frón - 01.03.1945, Page 65
Orðabelgur
63
á aÖ þetta er þveröfugt: Haukur hefur leikið þessa sögu eins
og hina, stytt og breytt og samið um. Þetta hafði Sigurð Nordal
áður grunað, en nú er það sannað. Haukur er ekki sá meinlausi
varðveizlumaður sem menn hafa haldið, heldur viðsjálsgripur í
meðferð sinni á annarra manna ritum.
Rannsókn sú er Jansson hefur gert miðar öll að því að kveða
niður þá gömlu firru að sléttfjölluðustu og hefluðustu og ‘beztu’
textarnir séu jafnframt elztir og upphaflegastir. Röksemdirnar
fyrir því hafa, eins og nærri má geta, oftast verið harla linar.
í Fóstbræðra sögu er sagt frá því að höggvið var í höfuð Hækils-
Snorra og klofinn allur hausinn. Par lætur Hauksbók staðar
numið, en önnur handrit bæta við: »Fær Snorri þegar bana«.
Menn hafa skopazt að þessari setningu og þótt hún einfeldnisleg,
en Jansson sýnir fram á að hún á heima í sögunni frá fyrsta fari.
Mér dettur annar höfundur í hug sem aldrei mun hafa verið
sakaður um einfeldni. 1 Snorra Eddu er sagt frá því er Sörli
og Hamdir ruddust inn þar sem Jörmunrekkur konungur svaf og
hjuggu af honum hendur og fætur. sÞá vaknaði hann« ...
Jansson hefur verið sænskur lektor í Reykjavík og hefur
kynnzt þeim sagnarannsóknum sem þar eru stundaðar, enda
tileinkar hann bók sína norrænudeild Háskóla íslands. Hann er
traustur, öruggur, rökfastur, og bók hans er glöggt dæmi þess
hverju heilbrigð dómgreind og sjálfstæð eftirtekt fá áorkað,
jafnvel á sviði þar sem margir hafa áður veriö að snudda.
Nákvæmni allrar er gætt út í yztu æsar. Ég fæ sjaldan of mikið
af sliku, en þó liggur við að mér sé nóg boðið þegar Björn
Pórólfsson er jafnan látinn vera Porolfsson, af því að fyrir
handvömm prentara brotnuðu einu sinni broddarnir ofan af
ó-unum í nafni hans á titilblaði bókar.
Jansson ætlar að halda áfram rannsóknum sínum með saman-
burði á Eiríks sögu rauða og Grænlendinga þætti Flateyjarbókar.
Hann hefur farið svo myndarlega af stað að framhaldsins mun
beðið með eftirvæntingu. J. H.
Frá Félagi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn.
Aðalfundur félagsins var haldinn 16. febr. síðastl., og var ný
stjórn kosin, þó svo að formaður, Guðmundur Arnlaugsson, og
ritari, Guðni Guðjónsson, voru endurkosnir.
A árinu voru haldnir 5 fundir og 10 kvöldvökur eða almennar
samkomur, auk þess að félagið átti þátt í hátíðinni 17. júní og