Morgunblaðið - 30.10.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 30.10.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Það hefur verið meiri umræða en oft áður að þetta sé að færast fram. Það er ekki rétt hvað okkur varðar,“ segir Þórarinn Ævarsson, fram- kvæmdastjóri IKEA á Íslandi, en jólin komu þar á bæ þann 15. októ- ber síðastliðinn. „Við byrjum alltaf á sama tíma og viðbrögðin í ár hafa verið góð og hefðbundin.“ Marga daga tekur að undirbúa verslunina fyrir komu jólanna, en hún er skreytt í bak og fyrir með jólaljósum og öðru jólaskrauti. Landsmenn fara jafnan ekki var- hluta af því þegar jólageitin rís á lóð IKEA hvert ár en í þetta skipti brann hún til kaldra kola. „Það er fullt af fólki sem er sér- fræðingar í IKEA og áttar sig á því að jólavaran kemur í mjög takmörk- uðu upplagi,“ segir Þórarinn. Því komi margir á fyrsta degi jólasöl- unnar til að tryggja sér nýjan varn- ing fyrir jólin. „Í ár voru það skemmtilega rauð jólaglös sem klár- uðust fyrst,“ segir hann en ómögu- legt sé að sjá fyrir hvað verði vinsæl- ast á hverju ári. Jólakortin lifa enn góðu lífi Rúmfatalagerinn hefur einnig ýtt jólunum úr vör í sínum verslunum. Það er gert í lok september á hverju ári. „Viðbrögðin hafa verið mjög góð,“ segir Bjarki Beck, markaðs- stjóri Rúmfatalagersins. Segir hann það sjást fljótt í aukinni sölu þegar búið sé að auglýsa komu jólavarn- ingsins í búðirnar. „Seríurnar hafa alltaf verið mjög sterkar en það er gaman að sjá að við vorum með tax free um síðustu helgi og þá voru jólakortin mjög ofarlega,“ segir hann léttur í bragði, en margir hafi haldið að þau væru á útleið með tilkomu samfélagsmiðlanna. „Þau lifa enn mjög góðu lífi.“ Búðirnar eru einnig jólaskreyttar í bak og fyrir en þó hafa jólalögin ekki tekið að óma þar enn. „Nei, við erum ekki komin svo langt en það styttist í það,“ segir Brynjar og ósk- ar landsmönnum gleðilegra jóla. laufey@mbl.is Góð viðbrögð við snemmbúinni jólaverslun Morgunblaðið/Eggert Jólafjör Margar verslanir hafa þegar byrjað að selja jólavarning og skraut.  Jólaverslun hefst iðulega tveimur mánuðum fyrir jól  Mikil ásókn myndast í vinsælar jólavörur Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir hlaut í gær hvatningarverðlaun Brjóstaheilla fyrir að afhjúpa líkama sinn á forsíðu Morgunblaðsins þann 22. febrúar þessa árs. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í ár, en Brjóstaheill hyggjast veita þau aftur að ári. Ingv- eldur, sem var barnshafandi þegar myndin var tekin, hefur nú lokið lyfjagjöf og er á batavegi. Hún er nú í fæðingarorlofi en dóttir hennar fæddist í apríl. Ingveldur sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði ekki endi- lega gert sér grein fyrir því hversu stórt skref hún væri að taka þegar hún afhjúpaði líkama sinn en að hún hefði þó vitað að sennilega hefði eng- in slík mynd birst í hérlendum miðl- um. „Ég fann enga mynd en svo sá ég grein í erlendum miðli en þar var kona í viðtali og beraði sig og sýndi örið. Hún var reyndar ekki ólétt en mér fannst þetta svo áhrifamikið. Það gerði svo mikið fyrir mig á þeim tíma að sjá aðra konu í sömu stöðu. Þá hugsaði ég að það væri kannski bara tími til kominn að einhver gerði þetta hér á landi,“ sagði Ingveldur. Hún sagði jafnframt að eftir að við- talið birtist hefði hún tekið eftir því í nærumhverfi sínu að konur sem hefðu glímt við krabbamein væru ekki lengur eins feimnar gagnvart þeim útlitsbreytingum sem fylgdu krabbameini. Þá hefur Ingveldur allt frá því hún hafði heilsu til eftir aðgerðina sótt sundstaði á höfuðborgarsvæðinu og segir að þar sé hvorki glápt, starað né dæmt. Hún nefnir það vegna þess að hún hafði heldur ekki séð konur sem höfðu farið í gegnum brjóstnám í sundi þegar viðtalið var tekið í febr- úar síðastliðnum en hún telur það hluta af þeirri feimni sem ríkir gagn- vart útlitsbreytingum af völdum krabbameins. Anna Sigríður Arnardóttir, vara- formaður Brjóstaheilla, veitti Ingv- eldi verðlaunin, en hún segir mikil- vægt að verðlauna það sem vel er gert og benda á þegar einhver mann- eskja hefur verið öðrum hvatning. „Við tókum það upp á stjórnarfundi, þegar myndin birtist í febrúar, hvað þetta væri sterkt og náttúrulega rosalega gott fordæmi,“ segir Anna. Hún bætti við að Ingveldur væri mikill brautryðjandi og það væri mikilvægt fyrir konur sem greindust með krabbamein að vita að brjóst- nám væri ekkert til þess að vera feimin yfir. Að hver fyrirmynd skipti máli fyrir þær 240 konur sem greind- ust árlega með krabbamein og þyrftu að takast á við sjúkdóminn. „Ef þú getur séð rosalega flotta konu varpa þessu fram og umvefur það einhverri væntumþykju þá hugsa allar: Já, ég get þetta líka,“ segir Anna. Morgunblaðið/Eggert Verðlaun Anna Sigríður Arnardóttir, varaformaður Brjóstaheilla, afhendir Ingveldi Geirsdóttur hvatningar- verðlaunin í gær. Kristinn Ingvarsson ljósmyndari og Brynja Björk Gunnarsdóttir standa til hægri. Ingveldur hlýtur hvatningarverðlaun  Sýndi líkamann eftir brjóstnám á forsíðu Morgunblaðsins Forsíðan Ingveldur birtist á forsíðu Morgunblaðsins í febrúar. STÆRÐFRÆÐI- KENNARAR LÆRI MEIRI STÆRÐFRÆÐI 16 22. FEBRÚAR 2015 ANNSÓKNR ENGAR FORMÚLUR BARATILFINNINGAR SUNNUDAGUR AF HVERJU EKKI ÉG? AF HVERJU ÉG? SPYRJA MARGIR SEM GREINAST MEÐ KRABBAMEIN. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR TEKUR ANNAN PÓL Í HÆÐINA. AF HVERJU EKKI ÉG? VORU VIÐBRÖGÐ HENNAR VIÐ SKÆÐU KRABBAMEINI Í BRJÓSTI SEM GREINDIST Á MIÐRI MEÐGÖNGU. HVORT TVEGGJA GENGUR VEL, LYFJAMEÐFERÐIN OG MEÐGANGAN 46 HOPPANDI GLÖÐ YFIR EDDUNNI MATARVEISLA MEÐ SÖNG BRYNHILDUR ÓLAFS 2 ALBERT OG BERGÞÓR 30 Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðar- dóttir, braut jafnréttislög þegar sr. Þráinn Haraldsson var skipaður í embætti prests í Garðaprestakalli í janúar á þessu ári. Sr. Úrsúla Árna- dóttir kærði ráðninguna og hafði betur. Í úrskurði kærunefndar jafnrétt- ismála kemur fram að embættið hafi verið auglýst til umsóknar í byrjun nóvember á síðasta ári og við val á presti yrði hæfni í mannlegum sam- skiptum meðal annars lögð til grund- vallar sem og reynsla af barna- og unglingastarfi. Tíu umsóknir bárust. Í úrskurðinum kemur fram að Úr- súla hafi lokið embættisprófi í guð- fræði árið 2006 og vígst til prestþjón- ustu í desember 2008. Þráinn lauk embættisprófinu 2009 og vígðist í Noregi árið 2011. Þá hafði Úrsúla lokið diplomaprófi í sálgæslu og ýmsum námskeiðum, meðal annars á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands þar sem eitt námskeiðið fjallaði um sálgæslu barna og ung- linga. Þráinn hafði lokið 6. stigs prófi í einsöng og fékk 10 stig fyrir hjá val- nefndinni fyrir aðra menntun. Úr- súla fékk engin stig fyrir sína mennt- un jafnvel þó að hún hafi sungið í kór um árabil. Fyrir liðinn starfsferil fékk Þráinn tíu stig en Úrsúla fjögur stig. Í umsókn Úrsúlu kom fram að hún hefði verið á vinnumarkaðn- um síðan 1978, gegnt embætti sóknarprests á landsbyggðinni í tæp fimm ár og gegnt í afleysingum starfi prests og sóknarprests í Garðaprestakalli og á höfuðborgar- svæðinu í eitt ár. Þráinn hafði verið prestur í þrjú ár í Noregi. Fyrir lá að Þráinn var talinn hæf- astur þrátt fyrir minni menntun og styttri starfsferil. Úrsúla var metin jafnhæf hvað varðaði menntun og starfsreynslu. Segir í úrskurðinum að leiddar séu líkur að því að kyn- ferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um skipun í embætti prests í prestakallinu. Er það mat nefndarinnar að biskup Íslands hafi ekki fært fram málefnalegar ástæð- ur fyrir skipuninni. Braut hún því gegn ákvæði 1. mgr. 26. grein laga númer 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. benedikt@mbl.is Braut jafnréttis- lög við ráðningu Agnes M. Sigurðardóttir  Einsöngspróf metið hærra en sálgæsla Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, og Poul Mic- helsen, utanríkis- og vinnu- málaráðherra Færeyja og samstarfsráðherra Norðurlanda í Færeyjum, áttu fund í gær þar sem rætt var um málefni flóttafólks og aðstæður landanna tveggja til að taka á móti flóttamönnum. Eygló gerði á fundinum grein fyrir stöðu þessara mála hér á landi og áformum stjórnvalda um mót- töku flóttafólks fram undan. Fram kom hjá Michelsen að Færeyingar vildu gjarnan fylgjast með því hvernig Íslendingar stæðu að mál- um þar sem Ísland og Færeyjar ættu það meðal annars sammerkt að vera tiltölulega fámennar eyjar á norðlægum slóðum. Rætt var um hvernig til hefði tekist með móttöku hópa flóttafólks á liðnum árum hér á landi, samstarf ráðuneyta og sveitarfélaga og frjálsra fé- lagasamtaka, aðkomu Rauða kross- ins og fleira sem snýr að skipulagi móttöku flóttafólks. Ef allt gengur að óskum munu þrettán fjölskyldur frá Sýrlandi sem dvelja í flóttamannabúðum þar koma hingað til lands fyrir jól. Gögn hafa borist frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna til velferðar- ráðuneytisins um fjölskyldurnar. Sú fjölmennasta telur níu manneskjur. Eygló fundaði um þessi mál með flóttamannaefnd í gær. Ræddu um komu flóttamanna til landsins Ráðherrar Eygló Harðardóttir og Poul Michelsen frá Færeyjum.  13 sýrlenskar fjölskyldur væntanlegar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.