Morgunblaðið - 30.10.2015, Síða 52
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Heiða Rún heillaði Bretaprins
2. Kallaði Cameron „guðföður“
3. Stormviðvörun í hitabylgju
4. Breski fáninn sneri öfugt
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í tilefni af 10. starfsári Landnáms-
setursins í Borgarnesi mun leikarinn
Benedikt Erlingsson flytja einleik
sinn um Egil Skallagrímsson á nokkr-
um sýningum og verður sú fyrsta í
kvöld kl. 20. Benedikt frumsýndi ein-
leikinn við opnun Landnámssetursins
árið 2006 og sló sýningin í gegn. Árið
eftir hlaut Benedikt tvenn Grímu-
verðlaun fyrir sýninguna, fyrir besta
handrit og besta leik í aðalhlutverki.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Benedikt snýr aftur
Margmiðlunar-
fyrirtækið Gaga-
rín hlaut í vikunni
tvenn verðlaun í
þýsku hönnunar-
samkeppninni
German Design
Awards 2016, fyrir
gagnvirk atriði í
Villihreindýrasýn-
ingu í Noregi og Mannréttinda-
safninu í Kanada. Verðlaunaafhend-
ingin fer fram í Þýskalandi í febrúar
2016. Kristín Eva Ólafsdóttir er einn
eigenda Gagarín.
Tvenn verðlaun fyrir
hreindýrasýningu
Dægurlagasöngvarinn Benóný Æg-
isson efnir til útgáfuhófs og tónleika
í Gunnarshúsi, húsi Rithöfunda-
sambandsins, í dag kl. 17 í tilefni af
útgáfu plötunnar ÓÐUR sem er önnur
plata Benónýs.
Í útgáfuhófinu
mun söngvarinn
hamra á Trab-
antpíanó
Rithöfundasam-
bandsins og syngja
gömul lög og ný.
Benóný hamrar
á Trabantpíanó
Á laugardag Breytileg átt, 5-10 m/s og rigning eða slydda um
tíma en léttir síðan til V-lands. Hiti 0 til 6 stig.
Á sunnudag Gengur í suðvestan og sunnan 13-18 m/s með rign-
ingu eða slyddu en hægara og úrkomulítið NA-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-13 og rigning eða slydda með
köflum, einkum SA-til. Hvessir um tíma SV-til í kvöld. Kólnandi.
VEÐUR
Íslandsmeistarar Hauka
fögnuðu sigri gegn bikar-
meisturum ÍBV þegar liðin
áttust við í Olís-deildinni í
handknattleik í Eyjum í
gærkvöld. Afturelding átti
frábæran endasprett og
lagði ÍR, FH-ingum tókst
loks að vinna, en þeir
höfðu betur á móti Gróttu
í Kaplakrika, og Fram
gerði góða ferð í Víkina
og burstaði Víking. »
2-3
Haukar unnu
meistaraslaginn
„Þetta er alveg glatað. Rifbeinið er að
öllum líkindum brákað,“ sagði Guð-
björg Gunnarsdóttir, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, sem
meiddist í leik Íslands og Slóveníu á
mánudag. Hún er nú komin aftur til
Noregs en getur ekkert
æft með liði sínu Lille-
ström, enda segja
sjúkraþjálfarar liðsins
rifbein brákað. Guð-
björg lifir í voninni
um að geta mætt
Evrópumeisturum
Frankfurt í
„draumaleikjum“
sínum, eins og
hún orðaði það, í
16 liða úrslitum
Meistaradeildar Evr-
ópu. Vonin er hins
vegar afar veik. »1
Guðbjörg missir líklega
af „draumaleikjunum“
Þór Þorlákshöfn hafði betur í Suður-
landsslagnum gegn FSu þegar liðin
áttust við í Dominos-deild karla í
körfuknattleik í gærkvöld. Snæfell
gerði góða ferð í Grindavík og lagði
heimamenn, ÍR-ingar fögnuðu góðum
sigri á móti Stjörnunni á heimavelli
og Haukar áttu ekki í vandræðum
með að leggja Tindastól að velli á
Sauðárkróki. »2-3
Snæfell gerði góða ferð
í Grindavík
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ný útgáfa Flateyjarbókar á norsku
verður kynnt með nokkrum erind-
um í húsi Íslenskrar erfðagrein-
ingar í dag. Fyrsta bindið af sjö kom
út í fyrra og nú hefur annað bindið
verið gefið út, en gert er ráð fyrir að
útgáfan í heild verði komin á mark-
að eftir fjögur
til fimm ár.
Lærdóms-
setrið á Leiru-
bakka í Land-
sveit hefur
aðstoðað við
norsku útgáf-
una, en setrið
beitir sér meðal
annars fyrir
rannsóknum á
því hvernig Ísland byggðist og mót-
un mannlífs og þjóðfélags. Það hef-
ur gengist fyrir ráðstefnum og
fundum og aðstoðað við útgáfu á
norrænu efni. Í fræðastjórn eru
norrænufræðingar, fornleifafræð-
ingar og íslenskufræðingar. Einn
þeirra er Torgrim Titlestad, pró-
fessor við Stavanger-háskóla, sem
sér um útgáfu Flateyjarbókar.
Norska forlagið Saga Bok gefur út
Flateyjarbók og Lærdómssetrið
kemur hugsanlega að nýrri útgáfu
hennar á íslensku, þar sem notaðar
verða sömu myndir og eru í nýju,
norsku útgáfunni.
Sérstök útgáfa
Anders Hansen, framkvæmda-
stjóri Lærdómssetursins, segir að
útgáfan sé að öllu leyti mjög sér-
stök. Þýðing Torgrims Titlestads sé
ný, eins skýringar, sem og formálar
þjóðhöfðingja Íslands, Noregs og
Danmerkur, auk myndskreytinga
Anders Kvåle Rue myndlistar-
manns. Bókin sé í stóru broti og
bundin í geitarskinn.
„Þetta er dýr bók, kostar um 690
norskar krónur hvert bindi, sem er
um 400 síður,“ segir Anders.
„Fyrsta bindið fékk gríðarlega góð-
ar viðtökur og hefur selst í yfir 5.000
eintökum.“
Ein merkasta bókin
Flateyjarbók er safn sagna af
Noregskonungum, stærst íslenskra
skinnbóka og með merkustu hand-
ritum íslenskra bókmennta. Hún var
skrifuð að beiðni Jóns Hákonarson-
ar, bónda í Víðidalstungu í Víðidal á
árunum 1387-1394. Anders segir að
kenning Torgrims Titlestad sé að
Jón hafi haft mikið um efni bókar-
innar að segja, en á morgun ætla
Norðmennirnir að afhenda bændum
og kirkjunni í Víðidalstungu nýju út-
gáfuna. Einnig ætla þeir að fara að
Þingeyrum og gefa kirkjunni þar
bækurnar. „Sumir hafa sagt í gríni
og alvöru að bókin hafi átt að heita
Víðidalstungubók,“ segir Anders.
Sumt af efni Flateyjarbókar er til
annars staðar, en Anders bendir á
að heilmikið efni sé ekki til í öðrum
handritum. Bókin hafi síðast komið
út á Íslandi 1946 og sé fáum að-
gengileg. Því sé kominn tími á nýja,
íslenska útgáfu. Hún verði hugsan-
lega að veruleika í kjölfar norsku út-
gáfunnar og þá séu hugmyndir um
að gefa hana líka út á ensku.
„Heimskringla er heilög bók í Nor-
egi en Torgrim Titlestad segir að
Flateyjarbók sé ekki síður merkileg
bók,“ segir Anders.
Saga Bok, norska sendiráðið í
Reykjavík og Lærdómssetrið
standa að kynningunni í salnum
Fróða og hefst hún klukkan 16.30.
Þá flytja ávörp og ræður Guðrún
Nordal, forstöðumaður Árnastofn-
unar, Torgrim Titlestad, Anders
Kvåle Rue og Cecilie Landsverk,
sendiherra Noregs á Íslandi. Hall-
vard T. Björgum, einn kunnasti
fiðluleikari Noregs, leikur á hina
fornu Harðangursfiðlu og verða
listaverk sem prýða nýju útgáfuna
til sýnis.
Flateyjarbók á norsku
Ný ríkulega
myndskreytt út-
gáfa kynnt
Landnám Svona sér Anders Kvåle Rue fyrir sér að Ingólfur Arnarson hafi komið að öndvegissúlunum í Reykjavík.
Torgrim
Titlestad
Ritun Jón Hákonarson ræðir efni
Flateyjarbókar við Jón Þórðarson
og Magnús Þórhallsson skrifara.
Flateyjarbók
Norska bókarkápan.
Anders
Hansen