Morgunblaðið - 30.10.2015, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 30.10.2015, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Vettvangur fyrir skapandi tónlistarmenn Ljósmynd/Árni Óskarssson Skapandi Tónlistarmennirnir Wadada Leo Smith, Roscoe Mitchell og Henry Threadgill ræða við íslensku sendinefndina eftir tónleikana. AACM and American Experimental Music, miklum doðranti eftir tón- listarmanninn George Lewis, sem fjallar ítarlega um 50 ára sögu sam- takanna.. Spunnið á einum andardrætti Mikil eftirvænting og hátíð- leiki sveif yfir vötnum á tónleik- unum í París. Henry Threadgill, sem heimsótti Ísland 1982 með hljómsveitinni Air, reið á vaðið með nýja sjö manna sveit, Double Up. Sjálfur lék hann ekki að þessu sinni, lét nægja að stjórna sveitinni á sinn hátt. Tónlistin var að vanda að hætti Threadgills, engu lík, sér- stakt grúf sem stundum sækir fyrirmynd til New Orleans. Nýjustu skífur Threadgill hafa fengið frá- bæra dóma og er óhætt að spá að Double Up verði enn ein skraut- fjöðrin í hans hatti. Eftir 70 mín- útna leik Double Up og hlé, steig á svið dúett saxófónmeistarans Roscoe Mitchell og trommuleikar- ans Mike Reed. Roscoe Mitchell hélt sólótónleika í Félagsstofnun stúd- enta í júlí 1982 og kom líka með Art Ensemble til landsins í apríl það sama ár. Undirritaður kynntist Roscoe lítillega í tengslum við þessa viðburði og voru tónleikar hans í FS og öll heimsóknin afar minnis- stæð, þá sérstaklega að kynnast því hversu mikið hann lagði á sig við tónlistarflutninginn. Dúett Mitchell og Reed sýndi spunahlið AACM vel og var magnað að hlýða á sópran- saxófónleik Mitchell sem spann stanslaust í hálftíma á „einum and- ardrætti“, þökk sé ótrúlegri hring- öndunartækni hans á hljóðfærið. Þar uxu á þá vængir Botninn í dagskrána sló svo Gullkvartett Wadada Leo Smith, en Smith hefur einnig heimsótt Ísland fjölmörgum sinnum, síðast árið 2012. Gullkvartettinn lék tónlist af Ten Freedom Summers, margverð- launuðu fjögurra diska safni Wa- dada frá 2012 byggðu á atburðum í sögu mannréttindabaráttu í Banda- ríkjunum, við frábærar undirtektir tónleikagesta, sem augljóslega þekktu sína menn vel og létu oft í sér heyra gleðihróp. Greinilega á líka borgin mikinn hug AACM manna; þar uxu á þá vængir og því gleyma menn ekki svo auðveldlega. París tekur okkur með opnum örm- um, sagði Henry Threadgill, sem ljóstraði því upp að þrátt fyrir að fyrirlíta endurtekningar og spila helst aldrei sömu tónlistina tvisvar, þá hefði hann snætt á sama veit- ingahúsinu í París núna í 45 ár sam- fleytt. Hver trú þarf söfnuð Tónlist AACM-félaga hefur fylgt undirrituðum í bráðum 40 ár eða síðan ég heyrði fyrst Parísar- upptökur með Art Ensemble of Chi- cago árið 1977. Einnig hef ég verið lánsamur að vinna að tónleikum og öðrum verkefnum með Roscoe Mitchell, Anthony Braxton, Henry Threadgill og Wadada Leo Smith. Hafa þau kynni líkt og hlustunin verið ákaflega gefandi. Þrátt fyrir 50 ára sögu og háan aldur frumkvöðlanna er ekki annað að sjá en að AACM beri aldurinn vel. Enn sem fyrr vekja plötuútgáf- ur meistara á borð við Wadada Leo Smith mikla athygli og teljast jafn- an vera merkilegustu útgáfur hvers tíma. Hver trú þarf söfnuð og víst er að undirritaður, sem er ekki kirkju- rækinn maður, hefur játað trúna fyrir löngu. »Mikilvægastaframlag samtakanna er þó ábyggilega að hafa verið vettvangur fyrir skapandi tónlistarmenn til að hitta aðra líkt hugsandi menn og að geta samið og flutt sína tónlist. Mitchell og Reed „…var magnað að hlýða á sópransaxófónleik Mitchell sem spann stanslaust í hálftíma á „einum andardrætti“ …“ AF TÓNLIST Örn Þórisson orn@mbl.is Fyrir 50 árum stofnuðu ungirframsæknir tónlistarmenn ísuðurhluta Chicago-borgar samtök sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á skapandi tónlist. The Association for the Advancement of Creative Musicians (AACM) varð ekki afl í heimskúltúr á einni nóttu, en á endanum hafði félagið umtals- verð og frelsandi áhrif bæði á tón- listarmenn og hlustendur. Hljóm- sveitir eins og Art Ensemble of Chicago og Air og frumkvöðlar á borð við Roscoe Mitchell, Anthony Braxton, Henry Threadgill, Wad- ada Leo Smith, ásamt stofnanda AACM, Muhal Richard Abrams og fjölmörgum öðrum tónlistar- mönnum, blésu lífi í djasstónlistina þegar hún virtist eiga á hættu að staðna. Semja á eigin forsendum Að ýmsu leyti eru samtökin framhald af bandarískri tilrauna- tónlist og framúrstefnu John Cage, Harry Partch og margra til, en hafa auðvitað einnig sótt innblástur til John Coltrane, Eric Dolphy, Or- nette Coleman, Albert Ayler, Cecil Taylor og fleiri tónlistarmanna í djasssögunni. Í tónlist frumkvöðlanna í AACM má finna strengjakvartetta, óperur og hljómsveitarverk til jafns við hefðbundnari hljóðfæra- samsetningar djasstónlistarforma. Það er óvenjulegt einkenni tónlist- arinnar hvernig skrifaðir og spunn- ir kaflar fléttast saman og skiptast á þannig að oft er ómögulegt að greina þar á milli. Mikilvægasta framlag samtakanna er þó ábyggi- lega að hafa verið vettvangur fyrir skapandi tónlistarmenn til að hitta aðra líkt hugsandi menn og að geta samið og flutt sína tónlist. Hver og einn meðlimur var hvattur til að semja á eigin forsendum og halda sínum einstaklingseinkennum. Flóttamenn á djasssenunni 50 ára afmælis AACM hefur verið minnst víða á árinu, þar á meðal mánudagskvöldið 19. októ- ber í París með stórtónleikum í Théâtre du Châtelet þar sem fram komu þrír af helstu meisturum samtakanna, Henry Treadgill, Roscoe Mitchell og Wadada Leo Smith. Það er viðeigandi að borgin skyldi vera vettvangur þessara tón- leika því árið 1969 flúðu margir fé- laganna erfiðar aðstæður frá Chi- cago til Parísar í von um frægð og frama. „Við vorum að deyja í Chi- cago og raunar dóu tveir okkar þar. Við urðum að fara til Parísar,“ sagði Wadada Leo Smith í ávarpi í hófi að tónleikunum loknum. Fór líka svo að borgin sem hafði orð á sér fyrir að taka með opnum örm- um á móti svörtu listafólki frá Bandaríkjunum í áratugi, stóðst væntingar. Á skömmum tíma lögðu „flóttamennirnir“ undir sig djass- senuna, spiluðu inn á haug af plöt- um, léku í bíómyndum og voru eftirsóttir af fjölmiðlum. Eftir nokkurra ára dvöl í Frakklandi héldu flestir aftur til Bandaríkj- anna, sumir orðnir að stórstjörnum í samtímadjassi, líkt og Anthony Braxton og Art Ensemble of Chi- cago. Um þetta má allt lesa í A Power Stronger Than Itself: The  Hálfrar aldar afmæli AACM fagnað á stór- tónleikum í París Reykjavík Com- edy Festival lýk- ur í kvöld með uppistandi bandaríska grín- istans, leikarans og rithöfundar- ins Doug Stan- hope í Háskóla- bíói. Björn Bragi og Hugleikur Dagsson hita upp og hefst uppistand þeirra kl. 20. Stanhope þykir óheflaður í gríni sínu og gersamlega hömlulaus, að því er fram kemur á miðasölu- vefnum tix.is. Hömlulaus Stan- hope í Háskólabíói Doug Stanhope JEM AND THE HOLOGRAMS 5,8 SCOUTSGUIDE,ZOMBIE APOCALYPSE 6,8,10 HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 4 CRIMSON PEAK 10:30 EVEREST 3D 5,8 SICARIO 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 5 TILBOÐ KL 4 TILBOÐ KL 5 JólablaðMorgunblaðisins kemur út fimmtudaginn 19. nóvember Fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 12 mánudaginn 16. nóvember. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.