Morgunblaðið - 30.10.2015, Page 31

Morgunblaðið - 30.10.2015, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 treystum honum fullkomlega til þess að vinna ötullega að fram- faramálum, réttlætismálum, því við vissum hvar hugur hans var og með hverjum hjarta hans sló. Hann brást okkur ekki, hann var stolt okkar og glæsilegur fulltrúi. Nú þegar þessi drengskapar- maður og mannvinur er kvaddur er eins og dimmi yfir, þjóðin er einum sínum mesta öndvegis- manni fátækari og mátti nú varla við því. Okkur sem þekktum hann gerst og bundumst honum vinaböndum er mikill harmur að kveðinn. Mestur er þó missir fjöl- skyldu hans. Hugurinn er því þar á þessari sorgarstundu og samúð okkar öll. Blessuð sé minning Guðbjarts Hannessonar Sveinn Kristinsson, Borghildur Jósúadóttir. Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Að morgni föstudagsins 23. október barst okkur fréttin um andlát Guðbjarts Hannessonar, fyrrverandi skólastjóra Grunda- skóla. Við áttum langt og farsælt samstarf við Gutta eins og hann var alltaf kallaður, en hann var líka náinn vinur okkar. Á þann vinskap féll aldrei skuggi. Gutti var fyrsti skólastjóri Grunda- skóla og hugmyndasmiður þeirr- ar skólastefnu sem lögð var til grundvallar og er enn til staðar. Hugmyndir hans hafa staðist tímans tönn. Hjá honum skiptu börnin mestu máli, velferð þeirra og að þeim liði vel í skólanum. Hann þekkti alla nemendur með nafni og lét sig varða líðan þeirra og fjölskyldna. Hlutverk skólans og starfsmannanna var að styðja við börnin og hafa trú á þeim. All- ir gætu eitthvað og enginn gæti allt, en allir ættu að gera sitt besta á sínum eigin forsendum. Það var skoðun Gutta að skól- inn ætti að vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu og alla tíð lögð áhersla á samstarf við alla sem áttu aðild að skólasam- félaginu. Allir voru velkomnir í skólann sem var opinn þeim sem vildu nýta hann. Gutti var bæði mikill leiðtogi og góður stjórnandi. Hvoru- tveggja var honum eðlislægt þótt líklega hafi honum oftast þótt vænna um að vera leiðtogi í öfl- ugum hópi. Liðsheildin skipti hann máli. Hann réði gjarnan að skólanum fólk sem hafði frum- kvæði og vildi leggja sitt af mörk- um. Hann gerði miklar kröfur til starfsmanna en mestar til sjálfs sín. Flestir vita að Gutti var þungavigtarmaður í skólastarfi á Akranesi alla tíð og hann lagði grunn að frábæru starfi Grunda- skóla sem hlaut árið 2005 fyrstur skóla Íslensku menntaverðlaunin fyrir frábært skólastarf. Það var mikil viðurkenning fyrir Grunda- skóla og Akurnesinga alla en heiðurinn var ekki síst Gutta. Þótt hann væri í eðli sínu ein- lægur jafnaðarmaður var Gutti einnig mikill keppnismaður og vildi hag bæjarfélagsins, ÍA og Akurnesinga sem mestan. Hann var sanngjarn og fór ætíð að leik- reglum. Orð sr. Friðriks Frið- rikssonar að láta kappið ekki bera fegurðina ofurliði áttu vel við um starfshætti og hugsun Gutta. Fyrrverandi nemendur Grundaskóla hafa sagt að maður útskrifist úr skólanum en yfirgefi hann ekki. Það gilti einnig um Gutta. Þótt hann léti af störfum sem skólastjóri kom hann reglu- lega og hitti sitt fólk, sótti alla viðburði sem skólinn stóð fyrir, þátttakandi í skólastarfinu alla tíð. Síðast kom hann í heimsókn nú í september þá orðinn veikur. Hann brosti enn sínu hlýja brosi, fékk sér kaffi og spjallaði. Í dag lúta nemendur og starfs- menn Grundaskóla höfði í virð- ingu og þökk fyrir áratuga sam- veru, samstarf og vináttu. Gutti gleymist engum sem kynntust honum. Það er okkar hlutverk að halda nafni hans og starfi á lofti með því að vinna stöðugt að því að gera góðan skóla betri. Fyrir hönd nemenda og starfs- manna Grundaskóla sendum við innilegar samúðarkveðjur til Sig- rúnar, Birnu, Hönnu Maríu og fjölskyldunnar allrar. Megi minning um góðan dreng lifa. Hrönn Ríkharðsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson. Guðbjartur Hannesson, eða Gutti eins og flestir kölluðu hann, var einn af heilsteyptustu, rétt- sýnustu og skynsömustu mönn- um sem ég hef þekkt. Hann hafði góða nærveru, var góður hlust- andi, var ávallt tilbúinn að gefa góð ráð og gat alltaf fundið tíma fyrir þá sem á honum þurftu að halda. Gutti var gegnheill jafnaðar- maður sem vildi allt fyrir aðra gera og sá það góða í öllum. Allt sem hann tók sér fyrir hendur lagði hann sig fram við og um hann munaði svo sannarlega. Gutti var fyrirmyndar stjórn- málamaður, ávallt málefnalegur, lausnamiðaður og fylgdi sinni sannfæringu. Umræðan snérist um málefnin en ekki persónur. Eftir að ég tók sæti í bæjar- stjórn Akraneskaupstaðar sótti ég í reynslubrunn Gutta sem var hokinn af reynslu eftir að hafa setið lengi í bæjarstjórn. Hann var alltaf til staðar þrátt fyrir að vera sjálfur í miklum önnum. Hann var duglegur að sækja bæjarmálafundi Samfylkingar- innar og lagði þar gott til mál- anna. Það er engin tilviljun að Gutti komst til pólitískra metorða og til þess þurfi hann enga „markaðs- setningu“. Hann var heill og sannur í öllu og dugði það best. Við þurfum á fleiri Guttum að halda og af honum og viðhorfum hans geta og eiga allir að læra. Takk fyrir að hafa verið til og verið til staðar fyrir Skagamenn og landsmenn alla! Fyrir hönd jafnaðarmanna á Akranesi sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur til Sigrúnar, Birnu, Hönnu Maríu og fjölskyldna þeirra. Ingibjörg Valdimarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi. Haustið 1990 fluttum við á Akranes. Við hjónin fórum bæði að vinna í Grundaskóla sem þá hafði starfað í níu ár undir stjórn Gutta. Skólinn var hálfbyggður en skólastarfið var kraftmikið og ekki skorti viljann til að skapa gott vinnuumhverfi fyrir nem- endur og starfsfólk. Stöðugt var verið að endurmeta starfið og leita nýrra leiða til að gera betur. Þau tvö ár sem ég vann í Grunda- skóla voru lærdómsrík og skemmtileg. Grundaskóli fékk, fyrstur grunnskóla, Íslensku menntaverðlaunin árið 2005 en þau eru veitt þeim skóla sem „...sinnt hefur vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslu- starfi.“ Gutti hætti sem skóla- stjóri 2007 og var kosinn á þing þar sem honum voru falin trún- aðarstörf, bæði sem forseti Al- þingis og ráðherra. Þrátt fyrir að verkefnin í nýja starfinu væru ærin fann hann alltaf tíma til að sækja ýmsa viðburði þar sem nemendur grunnskólanna á Akranesi voru í aðalhlutverki, svo sem Stóru upplestrarkeppn- ina eða Ungir – gamlir tónlistar- dagskránna. Málefni þeirra sem minna mega sín voru Gutta hug- leikin og velferð barna sérstak- lega. Hann beitti sér sem ráð- herra fyrir ókeypis tannlækningum fyrir börn undir 18 ára aldri sem skiptir barna- fjölskyldur miklu máli. Nú er komið að því að kveðja og þakka fyrir samveruna. Þakka ber sérstaklega fyrir hlýju og áhuga sem Gutti sýndi öllum sem hann umgekkst. Við sendum fjöl- skyldu Gutta innilegar samúðar- kveðjur. Helga Gunnarsdóttir. Gull að manni er fallinn frá langt um aldur fram. Við kveðj- um vin okkar og samverkamann til áratuga, Guðbjart Hannesson, sem hafði í ríkum mæli til að bera það sem best er í fari fólks: Heið- arleika, manngæsku og gleði. Þeir eiginleikar öfluðu honum vina, virðingar og trausts í þeim fjölmörgu verkefnum sem hann tók þátt í og hafði forystu um, hvort heldur var í skólamálum, félagsmálum, bæjarmálum á Akranesi eða á Alþingi. Við nutum samvista og sam- vinnu við Guðbjart á hvort á sínu sviðinu. Hallbera sem skáti og kennari við Grundaskóla, en Gísli á vettvangi bæjarmála um árabil. Allur sá tími er varðaður góðum og hlýjum minningum þar sem gleði og dugnaður í bland við festu og framsýni blés öllum í brjóst kraft. Sá kraftur gerði verkefnin skemmtileg og hvern áfanga að dýrmætum sigri. Þar fór Guðbjartur fremstur meðal jafningja í að glæða umhverfi sitt þeirri hlýju og vinnugleði sem endurgoldin var með trausti og virðingu allra sem unnu með hon- um. Viðhorf Guðbjartar til svo margs í lífinu, verk hans og fram- lag allt eiga erindi við svo marga og mættu gjarnan vera sem flest- um leiðarljós. Fráfall hans er því samfélaginu á Akranesi þung- bært og þar stórt skarð fyrir skildi. Á góðri stundu var Guðbjartur hrókur alls fagnaðar, skáti fram í fingurgóma og fjöllistamaður þegar kom að söng og leikjum. Hann var öflugur liðsmaður íþróttahreyfingarinnar á Akra- nesi og mætti á íþróttaviðburði, gulur og glaður í hjarta og lét erf- ið veikindi ekki stöðva sig þegar styðja þurfti Skagaliðið í fótbolta. Við minnumst Guðbjartar af einstakri hlýju og þökkum fyrir eftirminnilega og gifturíka sam- ferð þann tíma sem okkur var gefinn. En minningin um Guð- bjart mun án vafa um framtíð verða tengd þeirri umhyggju sem hann bar fyrir börnunum sem hann lagði til starfskrafta sína og manngæsku um áratuga skeið. Í þroska þeirra og velferð býr arfleifð Guðbjartar. Við leiðarlok er Sigrúnu, Birnu, Hönnu Maríu og fjöl- skyldunni allri sendar dýpstu samúðarkveðjur með þeim orð- um að allt umhverfi sitt hafi Guð- bjartur gert betra og að einstök og falleg minning um hann muni lifa með okkur alla tíð. Gísli Gíslason, Hallbera Fríður Jóhannesdóttir. Guðbjartur Hannesson hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Það er óraunverulegt og sárt að hugsa til þess. Gutti var gegnheill, traustur og ljúfur í framkomu. Hann var alla tíð áberandi á Akranesi og lét sig málin varða. Hann vakti snemma athygli fyrir góða leiðtogahæfileika og fram- sækna sýn á skólastarf og var mikill áhrifamaður í uppbygg- ingu skólasamfélagsins í bænum. Gutti var rúmlega þrítugur þegar hann tók við nýrri stöðu skólastjóra Grundaskóla haustið 1981. Þá varð hann umsjónar- kennarinn minn og óhætt er að segja að hann hafi haft mikil áhrif á líf okkar nemendanna. Við vorum látin prófa okkur áfram við úrlausn verkefna og lærðum að tileinka okkur sjálfstæði í vinnubrögðum með því að skipu- leggja námið sjálf. Við héldum stundum að við værum að „sleppa“ við tíma því við náðum honum svo oft á spjall, en fundum síðar út að hann var að þjálfa okkur í rökræðum. Hann lagði mikla áherslu á virðingu í sam- skiptum og að höfða til þess besta í hverri manneskju. Hann kenndi okkur líka að nálgast vandamál með lausnir í huga. Þannig kenn- ari var Gutti. Frábær og fram- úrstefnulegur og það var dýr- mætt að fá að njóta leiðsagnar hans. Síðar varð ég svo heppin að fá að starfa undir hans stjórn sem kennari við Grundaskóla og var það ekki síður lærdómsríkur tími. Grundaskóli byggðist upp með Gutta við stjórnvölinn. Hann náði vel til nemenda, kennara og for- eldra sem gerði það að verkum að andinn í skólanum var einstakur. Gutti hafði fjölbreytni og þróun að leiðarljósi, lagði mikla áherslu á list- og verkgreinakennslu og undir hans stjórn varð Grunda- skóli fyrsti skólinn til að hljóta ís- lensku menntaverðlaunin árið 2005. Gutti var einnig virkur í sveit- arstjórnarstörfum á Akranesi og gegndi fjölda trúnaðarstarfa á þeim vettvangi. Hann var kosinn í bæjarstjórn Akraness árið 1986 og átti sæti þar til ársins 1998. Á því tímabili var hann meðal ann- ars formaður bæjarráðs og for- seti bæjarstjórnar. Hann starfaði við grunnskólana á Akranesi í um þrjátíu ár og lét af störfum sem skólastjóri Grundaskóla þegar hann var kosinn á Alþingi árið 2007. Fyrir nokkru síðan ákvað ég að stíga inn á vettvang stjórnmál- anna og gegni nú embætti for- seta bæjarstjórnar auk þess sem ég er formaður skóla- og frí- stundaráðs. Við Gutti vorum nú ekki alltaf sammála þegar kom að stjórnmálum en það kom aldr- ei að sök. Við vorum hins vegar bæði áhugafólk um skólamál og ég mun gera mitt besta til að vinna áfram að öflugu skólastarfi í bænum okkar. Gutti á miklar þakkir skildar fyrir óeigingjarnt starf í þágu Akraneskaupstaðar. Hann var góð fyrirmynd, bar virðingu fyrir fólki, hugmyndum og málefnum og fór ekki í manngreinaálit. Hans verður sárt saknað úr sam- félagi okkar á Akranesi. Fyrir hönd Akraneskaupstað- ar og bæjarstjórnar Akraness færi ég Sigrúnu eiginkonu Gutta, dætrunum Birnu og Hönnu Mar- íu, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Minningin um skóla- manninn og mannvininn Gutta lifir í hjörtum okkar. Sigríður Indriðadóttir. Við Guðbjartur Hannesson tókum bæði sæti á þingi árið 2007. Guðbjartur hafði lengi gegnt starfi skólastjóra Grunda- skóla á Akranesi áður en hann settist á þing og bar merki þess að vera mikill skólamaður, hlý- legur í framkomu gagnvart öll- um, greiðvikinn og góður, en átti það til að setja upp skólastjóra- grímuna og lét þá engan vaða yfir sig. Guðbjartur var mikill jafn- aðarmaður og þess sá stað í öllum hans verkum. Við sátum saman í menntamálanefnd þingsins þeg- ar heildarendurskoðun laga um leik-, grunn- og framhaldsskóla lá fyrir þinginu og þar fóru skoð- anir okkar oft saman þó að á þeim tíma væri hann í stjórnar- liðinu en ég í stjórnarandstöðu. Síðar sátum við saman í rík- isstjórn og varð þá samvinna okkar nánari. Guðbjartur gegndi þar lengst af embætti velferðar- ráðherra. Álagið öll þessi ár var gríðarlegt og stórir málaflokkar á borði Guðbjarts. Sjaldan sást hann skipta skapi, alltaf rólegur og yfirvegaður í sínum störfum, ávallt stutt í brosið. Það breyttist ekki þó að flokkar okkar færu úr ríkisstjórn í stjórnarandstöðu, ávallt var Gutti rólegur og reiðubúinn í öll verk. Fyrir tveimur árum rúmum fórum við Gutti saman í jarðar- SJÁ SÍÐU 32 Eiginkona mín, móðir okkar og amma, HELENE MARIE BAATZ, kennari, lést á Líknardeild Landspítala þann 17. október. Útförin verður gerð frá Langholtskirkju föstudaginn 30. október klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blóðmeina- og Krabbameinsdeildir, ásamt Heimahlynningu og Líknardeild Landspítala. . Ólafur Vigfússon, Olav, Sigrid og Asger Baatz, makar og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN JÓN JÓNSSON, sem lést miðvikudaginn 21. október verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 2. nóvember kl. 13. . Sigríður Þorsteinsdóttir, Þórunn Karitas Þorsteinsd., Þráinn Hallgrímsson, Jón Davíð Þorsteinsson, Rut Sigurðardóttir, Elísabet María Þorsteinsd., Örn Leó Guðmundsson, Kristín Þorsteinsdóttir, Jakob Ævar Hilmarsson, Elías Arnar Þorsteinsson, Sigríður Högnadóttir, Daníel Þorsteinsson, Sigríður Örlygsdóttir, Margrét Rut Þorsteinsdóttir, Ómar Þorsteinsson, Signý Sigurrós Skúladóttir, Arthur Páll Þorsteinsson, Laila Þorsteinsdóttir, Ari Jóhannes Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, HRAFNHILDUR JÓNASDÓTTIR frá Helgastöðum í Reykjadal, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík laugardaginn 17. október. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 2. nóvember klukkan 14. . Kolbrún Ragnarsdóttir, Emil Ragnarsson, Jónas Már Ragnarsson, María Axfjörð, Steinunn Friðgeirsdóttir, Arnaldur F. Axfjörð, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir. Ástkær faðir okkar, PÉTUR ÞORLÁKSSON, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Hringbraut 50, Reykjavík, áður til heimilis að Árbraut 15, Blönduósi, er andaðist þann 22. október sl., verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 31. október kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Þorsteinn Pétursson, Jóhannes Gaukur Pétursson, Þorlákur Pétursson, Pétur Már Pétursson, Matthildur Margrét Pétursdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, AÐALHEIÐUR KOLBEINS ljósmóðir, Aðalstræti 4, Patreksfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar miðvikudaginn 28. október. . Lilja, Barði, Ólafur, Helgi, Ásdis og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.