Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 ✝ Helene MarieBaatz fæddist 24. júlí 1940 í Ála- borg í Danmörku. Hún lést 17. októ- ber 2015 í Kópa- vogi Foreldrar henn- ar voru Karl Jo- hannes Madsen menntaskólakenn- ari, f. 12.3. 1906, d. 27.8. 1993, og Esther Margrethe Madsen, f. Mogensen Thamdrup, hús- móðir, f. 28.1. 1913, d. 21.11. 2009. Systkini: Agnete Elisabeth Sejrskild Nielsen, f. 2.9. 1937, d. 24.2. 2002, og Niels Ove Madsen, f. 12.3. 1944. Börn: Olav Baatz, f. 11.6. 1963, kvæntur Tina Baatz, f. Rasmussen, f. 15.3. 1969, tvær dætur, Sille (15) og Freder- ikke (12). Sigrid Baatz, f. 10.4. 1967. Asger Baatz, f. 20.7. 1972, kvæntur Maríu Hlín Sveinsdóttur (30.4.1980); tvær dætur, Silja (9) og Rosa (5) Maki: Ólafur Vigfússon, rafmagnsverkfræðingur, f. 13. Maí 1951. Áður gift Benny Baatz f. 26.11.1938, d. 23.7.2008 Helene útskrifaðist sem kennari vorið 1963 frá Hjørr- ing Seminarium á Norður- Jótlandi. Síðar bætti hún við sig menntun sem talkennari (Tale-, høre- og læsepædagog) í kennaraháskóla Danmerkur (Danmarks lærerhøjskole). Hún var kenn- ari í grunnskól- unum í Tranum á Norður-Jótlandi frá 1963 til 1971, í grunnskólanum í Søndersø á Fjóni frá 1971 til 1979 og í Åløkkeskolen í Óðinsvéum á Fjóni frá 1979 til 1987, eftir það tal- kennari í Óðins- véum frá 1987 til 1993. Helene flutti til Íslands árið 1993, nam íslensku við Háskóla Íslands (fyrir erlenda stúdenta) og vann með námi á vinnustof- um Kópavogshælis og við Lyngás (Húsið). Grunnskóla- kennari frá 1995 til 2005 í Breiðholtsskóla í Reykjavík, þegar hún fór á eftirlaun. Jafnframt var hún stundakenn- ari í dönsku við Háskóla Ís- lands (danskur framburður og hljóðfræði) frá 1995 til 2010. Helene var mikil handverks- kona, prjónaði, saumaði og á síðustu árum lærði hún einnig vattarsaum. Eftir að hún hætti daglegri kennslu í skóla lét hún síðan draum um að teikna og vinna með vatnsliti rætast og var í mörg ár á nám- skeiðum í vatnslitun í Mynd- listarskóla Kópavogs. Helene var frá 1994-2008 dyggur fé- lagi í Kór Langholtskirkju. Útför hennar er frá Lang- holtskirkju föstudaginn 30. október kl. 13 og hún verður jarðsett í Kópavogskirkju- garði. Í dag er til grafar borin Hel- ene Marie Baatz kennari. Mig langar í fáum orðum að minn- ast þessarar góðu og skemmti- legu konu. Ég kynntist Helene þegar ég hóf að syngja í Kór Langholts- kirkju haustið 1995 og lentum við bæði í kaffinefnd kórsins og sáum um að hafa til reiðu veit- ingar í æfingahléum. Þetta var sú nefnd kórsins sem fáum þótti gott að „lenda“ í, enda nýgræðingar oftast skipaðir í hana. Skemmst er frá því að segja að með okkur tókst hið allra besta samstarf í þessum verk- efnum og góð vinátta. Ekki var verra að geta stundum æft sig í dönskunni, þó að ekki væru vandkvæði með samskiptin þar sem Hel- ene talaði mjög góða íslensku og lagði sig fram um það. Naut ég þess líka að Óla hafði ég kynnst áður við störf mín fyrir Landsvirkjun á árum áður. Helene þótti ekki mikið koma til temenningar innan kórsins og hóf strax að bæta úr því með alls kyns nýjum te- blöndum með hinum ýmsu brögðum og gaf þeim stundum hin skemmtilegustu nöfn eftir tilefnum. Til dæmis við æfingar á H- moll messunni hétu blöndurnar Adoramus te, Benedicimus te, Glorificamus te og Laudamus te. Er skemmst frá því að segja að tedrykkja stórjókst innan kórsins ef minnið svíkur mig ekki. Helene var sérlega fé- lagslynd, góður og skemmtileg- ur félagi með húmorinn í góðu lagi og var ævinlega til í eitt- hvert sprell, svo sem á árs- hátíðum og öðrum sérstökum viðburðum innan kórsins. Var greinilegt að hún naut sín vel við þær aðstæður og var fund- vís á skemmtileg gervi. Helene og Óli voru sérlega gestrisin og höfðu ánægju af að bjóða kórfélögum heim við ým- is tækifæri. Eigum við sem sungum með Óla í tenórnum margar og góð- ar minningar frá slíkum stund- um. Eftirminnilegast var þó brúðkaup þeirra, sem var til- efni mikillar og skemmtilegrar hátíðar með söng og gríni af bestu sort. Ævinlega hafa orðið fagnað- arfundir þegar við höfum hist, þó að leiðir hafi sjaldnar legið saman eftir að við hættum að syngja saman. Síðast hitti ég Helene á sýningu nemenda Myndlistarskóla Kópavogs, en þar hafði hún stundað nám í vatnslitamálun. Hún var þá orðin veik en lét það ekki stoppa sig í að halda áfram að lifa lífinu lifandi. Var hún ævinlega með eitthvað á prjónunum í orðsins fyllstu merkingu. Kæri Óli og fjölskylda, við Maja vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð við fráfall Helene. Sigurbjörn Skarphéðinsson. Í dag kveðjum við nágranna- konu okkar, Helene. Það er aldrei ofmetið að eiga góða nágranna, það höfum við reynt á eigin skinni, nágrannar Helene og Óla í Fjallalindinni. Helene, sem var dönsk, var ráðagóð og snjöll og leiðbeindi þeim sem vildu um garðyrkju, matseld, handverk og margt fleira. Helene var verðugur fulltrúi þjóðar sinnar og kenndi dönsku við Háskólann árum saman. Hún var hógvær og ljúf, víð- lesin listakona, tónlistarunn- andi og fagurkeri. Við eigum eftir að sakna hennar úr garðinum sínum fal- lega þar sem henni tókst að láta allt vaxa og þá munum við ekki síður sakna nýársboðanna sem þau hjón buðu til árum saman af mikilli reisn. Þar sveif sannarlega danskur andi yfir vötnum, lifandi ljós á jólatrénu, húsmóðirin í essinu sínu og maturinn með dönskum brag. Þetta var gott veganesti inn í nýja árið fyrir okkur öll. Hel- ene og Óli stuðluðu að mikilli samkennd og samhug nágrann- anna og fyrir það þökkum við. Þau kvöddu um svipað leyti, sumarið og Helene. Við í Fjallalind erum fátækari, en næsta vor þegar græðlingarnir sem Helene gaf okkur lifna og dafna í görðum okkar minn- umst við hennar í hjartanu. Innilegar samúðarkveðjur til Óla, barna hennar og annarra aðstandenda. Fyrir hönd nágranna í Fjallalind 74-80 og 104, Hildigunnur Lóa Högnadóttir. Helene Marie Baatz ✝ Guðrún NannaSigurðardóttir fæddist í Vogi á Mýrum 19. nóv- ember 1925. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. októ- ber 2015. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Einarsson bóndi í Vogi, f. 11.1. 1885, d. 1.7. 1969, og Guðrún Árnadóttir, f. 18.11. 1889, d. 27.1. 1988. Systir Guð- rúnar er Rannveig Sigríður, f. 26.6. 1920. Þann 29. maí 1950 giftist Guð- rún Stefáni Eggertssyni, sem þá var sóknarprestur í Staðarhraunsprestakalli, f. 16.9. 1919, d. 10.8. 1978. Börn þeirra eru 1) Sigrún, lífeindafræð- ingur, f. 4.5. 1951, maki Guðjón Scheving Tryggvason verkfræð- ingur. Börn þeirra eru a) Hild- ur, f. 1976, maki Ýmir Vésteins- son, og eiga þau eiga þrjú börn; verkefnum, m.a. við flugþjón- ustu og einnig um tíma á skrif- stofu Kaupfélags Dýrfirðinga. Skömmu eftir búferlaflutning til Reykjavíkur hóf Guðrún svo störf á Biskupsstofu og var þar í föstu starfi til sjötugs og síðan í hlutastarfi í margvíslegum verkefnum nokkur ár eftir það. Guðrún var alla tíð mjög virk í félagsmálum, var m.a. í stjórn ungmennafélagsins Björns hít- dælakappa á Mýrunum, félagi og síðar formaður í Kvenfélag- inu Von á Þingeyri og í stjórn Kirkjukórasambands Íslands á Reykjavíkurárunum. Hún var að mestu sjálfmenntuð í org- elleik, naut þó stuttan tíma leið- sagnar Páls Ísólfssonar og varð organisti í Akrakirkju aðeins 16 ára gömul. Einnig var hún organisti í Þingeyrarkirkju nokkur ár. Kórsöngur var þó helsta áhugamál hennar; hún söng í kirkjukórum í yfir 50 ár samfellt, fyrst á Þingeyri, síðar í Kór Kópavogskirkju og Kór Hjallakirkju í Kópavogi og einn- ig í Gerðubergskórnum í Reykjavík. Útför Guðrúnar verður gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 30. október 2015, klukkan 13. Óðin, Védísi og Ægi. b) Stefán, f. 1980, maki Rut Sig- urðardóttir (skildu). Þau eiga þrjú börn; Úlf, Rán og Kolku. c) Stein- ar, f. 1986. 2) Eggert raf- eindavirki, f. 23.9. 1954, ókvæntur og barnlaus. Guðrún ólst upp í Vogi og hófst skólaganga henn- ar í farskóla þar að þeirra tíma hætti. Haustið 1944 settist hún á skólabekk í Samvinnuskólanum og lauk þaðan prófi með láði ár- ið 1946. Vorið 1949 útskrifaðist hún svo frá Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni. Sumarið 1950 fluttu Guðrún og Stefán til Þingeyrar, þar sem hann hafði fengið veitingu fyrir Sandaprestakalli, og bjuggu þau þar í 28 ár, allt þar til Stefán lést. Þar starfaði Guðrún við hlið manns síns í margvíslegum Það var mikill munaður að alast upp með ömmu Rúnu í ná- grenninu. Til hennar var gott að koma, hvort sem það var þegar eitthvað bjátaði á, þegar maður vildi hlaupast að heiman en þorði ekki lengra en til ömmu, heim- sókn á föstudagskvöldi til að horfa á Derrick, á jóladag til að borða jólasteik númer tvö eða bara í almenn huggulegheit og hlýju. Amma tók ávallt vel á móti okkur, hvert sem tilefnið var. Heima hjá henni voru líka marg- ir spennandi hlutir í augum okk- ar systkinanna. Það var gamla ritvélin, kalkipappírinn frá afa Stefáni sem var notaður til að gera myndir í tvíriti og karsi í glugganum sem var sérstaklega góður þegar maður sáði honum sjálfur. Skartgripaskrínið með fallegu hringunum og armbönd- unum sem var svo gaman að máta og raða aftur í skrínið, bjöllusafnið fína sem stækkaði með árunum og fallega upp- skriftabókin sem við bjuggum til súkkulaðibúðing upp úr. Upp- skrift sem ennþá situr föst í minninu. Árin liðu og heimsóknunum fækkaði en amma var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Þegar fyrstu langömmubörnin komu, tvö í einu, og mamman var að bugast af þreytu, þá mætti langamman á hverjum degi eftir að fæðingarorlofi pabbans lauk til að hjálpa til við að gefa börn- unum að borða, klæða þau og koma út í vagn. Hjálpin var góð og félagskapurinn ómetanlegur. Langömmubörnunum fjölgaði og amma mætti þeim öllum með op- inn faðm og prjónaði á þau heil ósköp meðan hún ennþá gat. Það var erfitt að horfa á ömmu veikjast meir og meir og hvernig hægðist á öllum hreyfingum hennar. Aldrei kvartaði hún þó eða bar sig illa heldur tók þessu með ró og æðruleysi sem alltaf einkenndi hana. Þegar röddin var farin mátti samt vel greina að hugurinn og húmorinn var enn til staðar. Það var því ennþá huggulegt og gott að koma í heimsókn þegar heimilið var komið inn á Hrafnistu. Þó að samskiptin hafi að mestu farið fram sem einræða mátti alltaf sjá einlæga gleðina í augum hennar í hvert skipti sem við og lang- ömmubörnin litum við. Við erum þakklát fyrir um- hyggjuna sem amma sýndi okk- ur. Við erum þakklát fyrir tím- ann sem við áttum saman. Við erum þakklát fyrir að hún kvaddi þennan heim á friðsælan og ró- legan hátt, södd lífdaga. Við er- um þakklát fyrir að hafa átt hana sem ömmu. Takk fyrir allt, elsku amma Rúna, þín verður minnst um ókomna tíð. Kveðja, Hildur, Stefán og Steinar. Tíminn er undarlegt fyrir- bæri. Ein mannsævi sem örskot, en þó svo löng. Minningar tengd- ar Rúnu eru margar. Fyrstar koma upp í hugann myndir frá Þingeyri. Löng ferðalög vestur með pabba og mömmu þar sem gist var í Bjarkarlundi á leiðinni. Ferðalag vestur með Rúnu og Stefáni í Land Rover þar sem Gunna Beta mátti sitja frammí því hún var svo bílveik. Að fá að búa á prestssetrinu og hlusta á malið í talstöðinni og upplifa all- an viðbúnaðinn við flugið. Borga fékk að dvelja sumarpart og „að- stoða“ við flugafgreiðsluna. Bíl- ferð út í Svalvoga með Stefán við stýrið. Vegurinn hékk á kletta- snös og varla ökufær. Allt þetta var ævintýri líkast. Þegar Stefán dó flutti Rúna suður og annar kafli tók við. Þá fór hún m.a. að syngja með mömmu okkar, henni Veigu Siggu, í Kirkjukór Kópavogs. Gunna Beta var svo lánsöm að fá að syngja með þeim í kórnum í Guðrún Nanna Sigurðardóttir ✝ Bjarni Ein-arsson fæddist á Litlu-Háeyri, Eyrarbakka, 10. júlí 1925. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ, 18. október 2015. Foreldrar hans voru Þórunn Bjarnadóttir, f. 3.4. 1891, d. 29.6. 1980, og Einar Eiríksson, f. 9.6. 1893, d. 17.8. 1972. Bjarni var þriðji í röð fjögurra systk- ina; Guðbjörg, f. 17.4. 1919, d. 6.11. 1992, Kristinn, f. 16.9. 1921, d. 1.9. 1985, og Guð- mundur Gunnar, f. 11.10. 1931. Bjarni kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Ragnheiði Eyj- ólfsdóttur 3. apríl 1954. Börn þeirra eru Eyjólfur, f. 7.8. 1955, maki Ingibjörg Jóns- dóttir, f. 5.2. 1956, og Einar Bjarni, f. 1.10. 1958, d. 23.8. 2002, maki Lilja Ingvarsson, f. 2.1. 1958. Bjarni og Ragnheiður eiga fimm barnabörn, Örvar, f. 1979, Erni, f. 1983, Ragn- heiði, f. 1991, Bjarna Geir, f. 1986, og Arnar Má, f. 1990. Bjarni lærði húsgagnasmíði og vann við fagið sitt alla ævi. Hann var virkur skáti og mikill útvistarmaður. Útför Bjarna fer fram frá Seljakirkju í dag, 30. október 2015, kl. 13. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem manni þykir vænt um og mér þótti innilega vænt um Bjarna Einarsson. Bjarni hennar Löggu frænku var einstaklega góður maður, hjartahlýr, greið- vikinn og traustur. Hugsaði fyrst og fremst um aðra en vildi lítið láta hafa fyrir sér. Sagt er að börn séu fljót að finna hverjum þykir vænt um þau og það fann ég strax hjá Bjarna. Enda var ég ekki gömul þegar ég ákvað að giftast honum þegar ég yrði stór. En mér var bent á það að það væri ekki hægt þar sem hann væri giftur, en ég þóttist nú sjá að það gæti breyst. Bjarni lærði húsgagnasmíði og vann hjá trésmiðjunni Víði og seinna TM húsgögnum. Hann var mjög vandvirkur og bera fal- leg og vönduð húsgögn á heimili þeirra hjóna því vitni. Í bílskúrn- um undi hann sér vel við við- gerðir á gömlum húsgögnum sem urðu sem ný eftir að hann hafði farið höndum um þau. Bjarni var mikill útivistar- maður og ferðaðist mikið um landið. Gekk í skátahreyfinguna sem ungur maður og eignaðist marga góða vini þar. Þeir byggðu sér saman skála á Heng- ilssvæðinu sem fékk nafnið Hreysið. Þar áttu þeir margar góðar stundir með fjölskyldum sínum. Einnig fór hann á skáta- mót til Parísar sem ungur maður og vitnaði oft í þá ferð. Bjarni og Lagga byggðu sér hús í Teigagerði sem þau bjuggu í þar til á síðasta ári þegar þau fluttu í Skógarbæ sökum heilsu- brests. Þau eignuðust tvo syni, þá Eyjólf og Einar Bjarna, sem voru þeim allt og lögðu þau metnað sinn í að skapa þeim hamingjusamt og gott uppeldi sem skilaði sér vel. Þau eign- uðust góðar tengdadætur og barnabörn sem ávallt hafa reynst þeim vel. Það var þeim mikið áfall þegar Einar Bjarni lést árið 2002, aðeins 44 ára eftir stutt og erfið veikindi. Í Teigagerðið var gott að koma og var ég alltaf innilega velkomin enda dvaldi ég þar mikið og leið eins og ég væri Bjarni Einarsson Guðmundur Ei- ríksson var at- kvæðamikill sam- starfsmaður okkar hjá Vinnueftirlitinu. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir fyrir um 15 árum en kom öðru hverju í heimsókn, vildi fylgjast með og gefa góð ráð. Fyrir fáum vikum leit hann við og virtist þá nokkuð hress. Fráfall hans kom okkur því á óvart þó að við vissum að hann Guðmundur Elvar Eiríksson ✝ GuðmundurElvar Eiríks- son fæddist 2. októ- ber 1930. Hann lést 11. október 2015. Útför Guð- mundar fór fram 21. október 2015. ætti við vanheilsu að stríða. En þann- ig er það reyndar oftast að kallið kemur að óvörum. Guðmundur hóf störf hjá Öryggis- eftirliti ríkisins ár- ið 1973 og fluttist yfir til Vinnueftir- litsins í ársbyrjun 1981 þegar sú stofnun tók til starfa. Þar starfaði hann til ársins 2000 og starfaði því samfellt í 27 ár að öryggis- og vinnu- verndarmálum. Guðmundur var fyrst eftir- litsmaður, síðar sérfræðingur á tæknisviði og svo umdæmis- stjóri vinnustaðaeftirlits á höf- uðborgarsvæðinu. Allur hans starfsferill ein- kenndist af dugnaði og áhuga á viðfangsefnunum. Hann var ákveðinn og ein- arður, jafnvel þannig að sumum fannst hann fara heldur geyst, en þannig er það oft með þá sem eru drifkraftar í sínu um- hverfi. Hann líka hress og kátur á mannamótum, sögumaður góð- ur og stutt í glettnina. Við höfum einnig orðið vitni að einstöku drenglyndi hans í garð fyrrverandi vinnufélaga okkar sem varð fyrir heilsu- farslegu áfalli og makamissi, en hefur notið margháttaðs stuðn- ings og félagsskapar Guðmund- ar. Ég votta fjölskyldu Guð- mundar samúð fyrir hönd okk- ar sem með honum störfuðu. Gekk hann veg sinn góðu heilli glaður og reifur alls staðar. Lyndishlýr í leik og starfi lífsgleðina með sér bar. (HZ) Eyjólfur Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.