Morgunblaðið - 30.10.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.10.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is 442 1000 Nánari upplýsingar á rsk.is Álagning opinberra gjalda á lögaðila árið 2015 Lokið er álagningu opinberra gjalda á lögaðila. Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra á rsk.is og skattur.is. Álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag liggja frammi í 15 daga á viðkomandi starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum frá 30. október. Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til, lýkur mánudaginn 30. nóvember 2015. Auglýsing þessi er birt samkvæmt 98. gr. laga nr. 90/2003. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað áfundi sínum nýlega að kanna kosti þess að taka upp aðra mynt en þá sem notuð var þar til að greiða 9000 króna aðgöngumiðaverð.    Strax helgina áeftir var delluumræðan komin í gamla góða farveginn.    Af hverju geta ekki vaxtakjörinverið sömu og í Evrópu, spurði bláeygur fréttamaður.    Og Landsbankinn var útbær áhagfræðing sem svaraði eins og þeir svöruðu árið áður en bank- inn var settur á höfuðið: Værum við með evruna þá væru vextir æðisleg- ir.    Enginn hafði sagt hagfræðinginé fréttamanni að vextir Seðlabanka evru eru nú -0,2%. Bankinn borgar sem sagt með lán- um sem hann veitir! Og hvernig stendur á því. Það er vegna þess að kreppa er á evrusvæðinu, sem Landsbankinn myndi frétta af, sendi hann mann á svæðið á meðan tölvusamband bankans liggur niðri. Menn geta svo þráttað um það, hvort að kreppan sé vegna evru eða þrátt fyrir hana.    Atvinnuleysi í evrulöndum er aðmeðaltali rúm 11% og nær 25% í allmörgum löndum. Atvinnuleysi fólks undir þrítugu er yfir 50% víða þar. Heldur einhver að atvinnuleys- ingjar séu að mæra lága vexti af því að þeir standi í húsbyggingum?    Þessir snillingar ættu í snatri aðtaka upp piparmynt.    Þeir blaðra þá minna rétt á með-an. Óljós spurning, en piparmynt svarið STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.10., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 10 skýjað Nuuk -3 snjókoma Þórshöfn 10 skúrir Ósló 5 skýjað Kaupmannahöfn 8 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 1 léttskýjað Lúxemborg 11 léttskýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 11 alskýjað Glasgow 11 léttskýjað London 15 skýjað París 13 heiðskírt Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 10 skýjað Berlín 7 þoka Vín 11 alskýjað Moskva 1 skýjað Algarve 20 léttskýjað Madríd 17 skýjað Barcelona 20 heiðskírt Mallorca 21 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg 2 alskýjað Montreal 13 skúrir New York 21 heiðskírt Chicago 6 alskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:04 17:20 ÍSAFJÖRÐUR 9:21 17:13 SIGLUFJÖRÐUR 9:04 16:55 DJÚPIVOGUR 8:37 16:46 Unnið er að þróun nýs, rafræns skattframtals einstaklinga hjá Ríkisskattstjóra. Því er ætlað að sameina kosti þeirra tveggja raf- rænu framtala einstaklinga sem í notkun eru í dag, það er venjulega framtalsins og þess einfalda. Gert er ráð fyrir að það verði tekið í notkun á árinu 2017. Kemur þetta fram í fréttagrein í Tíund, fréttablaði Ríkisskatt- stjóra. Enn telja fáein hundruð fram á pappír en 99,74% skatt- skila eru rafræn. Í greininni er það boðað að pappírsframtalið verði algerlega lagt af. Ríkisskatt- stjóri haldi uppi ólíkum verkferl- um vegna þessa tvöfalda kerfis og það skapi óþarfa flækjustig. Þegar ný tækni leysi eldra fyrirkomulag af hólmi sé mögulegt að veita að- lögunartíma en að honum loknum þurfi umbreytingin að hafa átt sér stað. Samfylgd í tæpa öld „Eftir 17 ára samfylgd papp- írsframtals og rafræns framtals er kominn tími til að pappírinn verði kvaddur með þökk fyrir samfylgd í tæpa öld,“ stendur þar skrifað. helgi@mbl.is Nýtt rafrænt skattframtal þróað  99,74% telja nú þegar fram rafrænt  Boðað að pappírsframtal verði aflagt Morgunblaðið/Árni Sæberg Skil Sá tími er löngu liðinn að fólk þurfti að bíða í biðröðum við bréfa- lúguna á Skattstofu Reykjavíkur. Hæstiréttur sýknaði í gær konu sem Héraðsdómur Reykjaness hafði áð- ur sakfellt fyrir að hafa borið rangar sakargiftir á danskan mann sem hún sakaði um að hafa gert tilraun til að þvinga sig til kynferðismaka. Hand- vömm við skýrslutökur yfir konunni var á meðal forsendna sýknudóms Hæstaréttar. Konan var dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness í nóvember í fyrra fyrir að hafa borið rangar sakir upp á manninn í Danmörku í október 2011. Hún sakaði hann um að hafa reynt að þvinga sig til kynmaka í húsasundi, sem varð til þess að hann var handtekinn af lögreglu og sak- aður um nauðgun. Í dómnum var byggt á því að konan hefði sjálf játað við skýrslutöku hjá lögreglu síðar sama dag að hafa sjálfviljug stundað kynferðismök með manninum. Konan neitaði sök Taldi Hæstiréttur ósannað, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að konan hefði af ásettu ráði borið manninn röngum sökum og var hún því sýknuð. Hand- vömm við skýrslutöku  Áður dæmd í níu mánaða fangelsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.