Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Opinbert bréf til Jóns Baldvins Hanni- balssonar: Jón! Þegar ég hringdi í þig um daginn af til- efni þess að sögunni væri að ljúka, þá fann ég strax að við vorum ekki alveg á sömu nótunum í þessu máli – og ákvað því að senda þér línu í stað þess að reyna að útskýra afstöðu mína í síma. Ég ákvað líka að gera þetta að opin- beru máli – svona að gamni. En sem sagt: frá mínum bæjardyrum séð standa málin svona: Á síðustu árum hefur almenn- ingur tvisvar sinnum risið upp gegn valdhöfum í Kíef. Fyrst gerðu íbúar í Vestur-Úkraínu upp- reisn gegn þeim valdhöfum sem frekar vildu halla sér að Rússum heldur en að ganga í ESB. Bylt- ingin tókst og lögleg stjórn lands- ins var flæmd í burtu. Íbúar í Austur-Úkraínu vildu hins vegar frekar ganga til samvinnu við Rússa, heldur en að ganga í ESB og hófu því andóf gegn nýjum ráðamönnum í Kíef. Frá sjónarhóli ESB og Bandaríkjanna var bylting Vestur-Úkraínumanna af hinu góða; uppreisnin á austurhéruðum landsins af hinu illa. Af hverju? Ef íbúar Vestur-Úkraínu eiga rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir – og ganga í ESB – af hverju njóta þá íbúar Austur- Úkraínu ekki sama réttar: réttar til þess að ákveða örlög sín sjálfir – og ganga ekki í ESB? Firring og heimska Það sem hér er á döfinni er fyrst og fremst firring – og heimska. Þetta er – í stuttu máli – elsta og afdrifaríkasta firringarform í heimi mannanna: Það firringarform sem skipar mannverum í tvær andstæðar fylk- ingar: Annars vegar eru það „við“ – og hins vegar „þeir“. „Við“ erum hið góða; „þeir“ eru hið illa. Og vegna þess að „við“ erum hið góða þá er- um „við“ manneskjur, en „þeir“ ekki nema ómenni – og jafnvel óvinurinn. Þessi einkaréttur á mennskunni er ekk- ert annað en ýtrasta firring vegna þess að öll erum við manneskjur – óháð þjóðerni, trúarbrögðum, menningu, kynþætti eða kyni – og það er enginn annar skilningur sem á rétt á sér. Frá sjónarhóli Merkel og Obama eru V-Úkraínumenn hið góða vegna þess að þeir eru hallir undir ESB – og þess vegna hallir undir sjónarmið „okkar“. Aðskiln- aðarsinnar í austrinu eru hins veg- ar einfaldlega „þeir“ sem hallir eru undir Rússa og eru þess vegna af hinu illa – og ástæðulaust að taka tillit til þess rumpulýðs á einn eða neinn hátt. En það sem hér er á seyði er m.a. sá hroki og yfirgang- ur sem gjarnan einkennir sam- skipti „okkar“ – í vestrinu – við Rússa. Þessi stæka Rússafóbía sem viðgengst á slóðum „okkar“ er ekki bara hroki: hún er raunveru- leg ógn við heimsfriðinn því að friður verður aldrei tryggður án þátttöku Rússa. Þess vegna þyrft- um „við“ að taka upp vinsamlegri og siðaðri samskipti við Rússa – og bjóða þeim inn í heim „okkar“: helst vildi ég sjá fríverslunarsamn- ing við Rússa – og jafnvel að bjóða þeim inn í EES. Herja á eigið fólk Næst gerðist það svo að ráða- mennirnir nýju í Kænugarði réð- ust – að fengnu leyfi Merkel og Obama – með her sinn inn í Aust- ur-Úkraínu – á sitt eigið fólk – rétt eins og óðir blóðhundar; réðust til atlögu við fátækt fólk sem unnið hafði sér það eitt til óhelgi að hafa áhuga á því að ráða örlögum sínum sjálft. Og síðan var Rússum kennt um þessi stríðsátök! Auðvitað rann Rússum blóðið til skyldunnar – en þessi stríðsátök í Úkraínu voru al- farið ráðamönnum í Kíef að kenna – ásamt ESB og Bandaríkjunum sem gáfu grænt ljós á þessar sið- lausu aðgerðir. Ráðamenn í Kænu- garði verja síðan siðleysið og kalla aðskilnaðarsinna hryðjuverkamenn – en þannig er hægt að verja hvaða stríðsaðgerðir – og hvaða siðleysi – sem verða vill í hvaða heimshorni sem er. Málin í Úkraínu fóru þá fyrst verulega úr böndum þegar Merkel þverskallaðist við að viðurkenna kosningar Pútíns á Krímskaga og síðan kosningar aðskilnaðarsinna í A-Úkraínu. Vopnuð átök eru villi- mennska; kosningar hins vegar siðaðra manna háttur. Rétt hefði verið að leyfa fólkinu sjálfu að ráða örlögum sínum – í stað þess að senda á það her. Merkel hefði þess vegna átt að gleðjast yfir áformum Pútíns og aðskilnaðarsinna um að efna til kosninga. Hún hefði ekki bara átt að gleðjast yfir þessum áformum: hún hefði átt að bjóðast til að hjálpa til við að hrinda þeim í framkvæmd – og ekki bara undir eftirliti ESB, heldur líka SÞ. Nú er því hins vegar mikið hampað – til þess að ófrægja Pútín – að hann hafi lagt undir sig Krím- skagann með vopnavaldi: að hann hafi breytt landamærum Evrópu með vopnavaldi. Þó vita allir sem vita vilja að Pútín var ekki í land- vinningastríði á Krímskaga: hann var að vernda aðstöðu rússneska Svartahafsflotans – eðlilega! Hafa ekki hreinan skjöld Hitt er svo annað mál að ég er auðvitað ekki að gera því skóna að Rússar séu á einhvern hátt barnanna bestir. Því fer fjarri. Pútín – Rússar – hafa ekki hreinan skjöld – ekkert frekar en ESB og Bandaríkin. Rússar fremja nefni- lega nákvæmlega sama glæp í Sýr- landi og vestrið í Úkraínu: Þeir styðja siðlaus stjórnvöld – siðlaus- an einræðisherra – sem herjar á sitt eigið fólk eins og óður blóð- hundur og ver síðan siðleysið með því að kalla andstæðinga sína hryðjuverkamenn. Fyrst gagn- rýnir Pútín stjórnvöld í Kíef fyrir að herja á sína eigin landsmenn, en styður síðan Assad Sýrlands- forseta í aðför hans að eigin fólki. Eiginlega skilur maður ekki hvað er að gerast í kollinum á mann- inum. Og núna eru Rússar farnir að beita lofthernaði í Sýrlandi. Jón, það er þetta sem ég átti við þegar ég hringdi í þig og hélt því fram að sögunni væri að ljúka; henni lýkur bráðlega – í Sýrlandi. Hins vegar getum við ekki enn þá vitað hvern- ig henni lýkur: hvort henni ljúki á jákvæðum eða neikvæðum nótum. Sýrland er slík púðurtunna að minnsti neisti gæti kveikt í ófrið- arbáli sem loga myndi um heim allan – og yrði til þess að sögunni lyki á neikvæðan hátt með því að við mennirnir tortímdum okkur sjálfum í sturluðum allsherjar- átökum. Í sjálfu sér er ekki ástæða til að vera bjartsýnn á horfurnar. Í ann- an stað hefur sú nýja staða komið upp þessa dagana að andstæðar fylkingar – báðir aðilar – eru ein og sama vitundin. Þetta hefur aldrei áður gerst í sögu mannkyns. Við sjáum nefnilega að báðir aðilar hafa rétt fyrir sér hvað það varðar að styðja kúgað fólk í átökum við firrt stjórnvöld – og rangt fyrir sér í því að styðja óða blóðhunda sem murka lífið úr eigin fólki. Hvor- ugur aðilinn er sekari og hvorugur aðilinn er saklausari. Báðir aðilar geta þess vegna séð sjálfa sig í „Hinum“ – og ættu þess vegna að kannast við mennsku hans. Sín hvor hliðin á sama málinu Það sem til þarf til þess að frið- ur ríki með mönnum á okkar dög- um – og um ókomna tíð – er þetta: að þessar andstæðu fylkingar hætti – báðar tvær – að styðja þá blóðhunda sem herja á sitt eigið fólk: ESB og Bandaríkin í Úkra- ínu; Rússar í Sýrlandi. Og næsta skref yrði síðan að þessar and- stæðu fylkingar sameinuðust í átökum við ISIS. Úkraína og Sýrland eru sín hvor hliðin á sama málinu. Til þess að leysa þær ídeólógísku flækjur sem þetta mál felur í sér verður mann- kynið að hefja sig á æðra siðferðis- plan þar sem við yfirvinnum firr- inguna sem felst í afstöðunni „við“ – hið góða; „þeir“ – hið illa og til- einkum okkur frekar þá afstöðu sem kveður á um mennsku allra manna. Ef það kraftaverk gerist að okkur muni takast að leysa þessar flækjur táknar það einfald- lega að sögunni hefur lokið á já- kvæðan hátt – í friði. Bestu kveðjur – og í von um að kraftaverkið gerist. Tveir óðir blóðhundar og friðurinn Eftir Þór Rögnvaldsson » Það sem til þarf til þess að friður ríki með mönnum á okkar dögum og um ókomna tíð er að þessar and- stæðu fylkingar hætti að styðja þá blóðhunda sem herja á sitt eigið fólk. Þór Rögnvaldsson Höfundur er heimspekingur. Í forystugrein 2. október sl. tekur Morgunblaðið afstöðu gegn grundvallar- hagsmunum Reykvík- inga og annarra landsmanna með stuðningi við veru flugvallar í Vatns- mýri. Afstaða blaðs- ins lýsir annaðhvort djúpstæðu þekking- arleysi á skipulagsmálum höf- uðborgarinnar eða virðingarleysi fyrir almannahag. Afstaðan vekur furðu því einn af ritstjórunum er sagður löglærður og að auki fyrrverandi forsætis- ráðherra, formaður Sjálfstæð- isflokks og borgarstjóri í Reykja- vík til margra ára. Því er rétt að rifja upp nokkur meginatriði um borgarskipulag, þjóðarhag, flug- starfsemi o.fl. atriði sem ættu að vera vel kunn á ritstjórn Morg- unblaðsins. 1. janúar 1932 fengu Reykvík- ingar Vatnsmýri fyrir byggð ört stækkandi höfuðborgar. 1941 komu Bretar þar upp herflugvelli vegna seinna stríðs („force maj- eure“). 1946 tók ríkið við vellinum af Bretum en skilaði ekki til Reykvíkinga, réttra eigenda lands- ins, heldu beitti misvægi atkvæða til að festa hervirkið í sessi og halda því þar í 70 ár („force bru- tal“). Yfirtaka ríkisins er for- dæmalaust landrán sem á sér enga réttarfarslega stoð, er m.a. brot á stjórnarskrá, skipulags- lögum og sveitarstjórnarlögum. Vatnsmýrarsvæðið var þá og er enn langbesta mannvistar- og byggingarland höf- uðborgarinnar. Land- ið var ekki tekið eign- arnámi og á sl. 70 árum hefur ríkið hvorki greitt skaða- bætur né lóðarleigu. Flugvöllurinn þekur um 140 ha., en ámóta svæði á jöðrum hans er illbyggilegt vegna skerðingaráhrifa flugsins. Yfir öllu nes- inu vestan Elliðaáa og stórum hluta Kópa- vogs liggur skerðingarflötur í 45 m hæð. Reykjavík hefur skipu- lagsvald innan borgarmarkanna eins og önnur sveitarfélög innan sinna marka. Samkvæmt nýju Að- alskipulagi Reykjavíkur fer flugið úr Vatnsmýri eigi síðar en 2022. Leiðarahöfundur vitnar í innan- ríkisráðherra og notar hefðbundin falsrök flugvallarsinna, m.a. um sjúkraflug og flugöryggi. Flutn- ingur sjúkra með flugvélum er lít- ið brot allra sjúkraflutninga. Sjúkraflug er ekki sjálfstæður sjúkraflutningur því þegar flugvél kemur við sögu er flutningur sjúkra fjórþættur: 1. flutningur að ökutæki, 2. akstur að flugvelli, 3. flug, 4. akstur að sjúkrastofnun. NA-SV-braut var oft afskrifuð með samkomulagi borgar og ríkis, fyrst 1990, aftur 1999 og 2005 og nú síðast 2013. Vitni eru að lend- ingum á brautinni í góðu veðri undanfarna mánuði. Flugmenn reyna þannig að falsa feril um aukna notkun með vitund flug- umsjónar. Innanlandsflug er niðurgreitt með beinum ríkisstyrkjum, með eftirgjöf á rekstrarkostnaði flug- valla og með því að greiða ekki lóðarleigu í Vatnsmýri. Flug- farþegum fækkar hratt í sam- keppni við aðra samgöngumáta. 95% landsmanna nota það aldrei. Aðeins með samþættingu við milli- landaflug í Keflavík eða á nýjum flugvelli í Hvassahrauni má við- halda því. Þá kæmust t.d. erlendir ferðamenn út á land og lands- byggðarbúar til útlanda milliliða- laust. Hervirkið í Vatnsmýri var endurbyggt um sl. aldamót. Nú- virði þess og annarra nothæfra flugmannvirkja þar er varla yfir 6 milljörðum kr. Virði lands undir brautunum er hins vegar um 210 milljarðar kr. á verðlagi 2007. Ef ríkið á þriðjung nægja 70 millj- arðar kr. t.d. fyrir nýju háskóla- sjúkrahúsi eða innanlandsflugvelli með öllu og 3-4 jarðgöngum á landsbyggðinni að auki. Á 70 árum er tjón af fluginu óskaplegt. Það hefur m.a. stuðlað að vondri byggðastefnu, illri með- ferð ríkisfjár, ómarkvissri vega- gerð og auknum fólksflutningum á SV-hornið sbr. tilurð og hraðan uppgang nýs þéttbýlis í Mosfells- sveit, Kópavogi og Garðahreppi frá stríðslokum. Íbúafjöldi margra sveitarfélaga á landsbyggðinni er því kominn undir sjálfbær mörk. Mest er tjónið í einu borginni, stærsta hluta íslensks hagkerfis með 64% landsmanna auk nærri 20%, sem sækja þangað atvinnu og þjónustu. Óskilvirkni vegna hervirkisins bitnar á lífgæðum allra, m.a. á heilbrigði, menntun, efnahag og launum. Rekja má að hluta landflótta um 500 Íslendinga á ári að meðaltali sl. áratugi til neikvæðra áhrifa hervirkisins á þróun byggðar og samfélags í höf- uðborginni. Uppsafnað tjón af flugi í Vatns- mýri sl. 70 ár nemur þúsundum milljarða kr. Borgin er a.m.k. þre- falt víðáttumeiri en hún hefði ella orðið án þess. Byggð fyrir 210.000 borgarbúa þekur nú meira en 15.000 ha. eða álíka svæði og Man- hattan og París samanlagt með 4 milljónir íbúa alls. Stjórnlaus útþensla byggðar vegna flugs í Vatnsmýri er helsta böl Íslendinga. Því böli linnir ekki fyrr en þar rís þétt og blönduð miðborg með a.m.k. 2.500.000 gólf- flatarmetra fyrir t.d. 25.000 íbúa og 25.000 störf. Þangað til er bíll- inn eini nothæfi samgöngumáti flestra borgarbúa. Í borginni eru nú um 160.000 bílar eða 760 á hverja 1.000 íbúa. Það er tvöfaldur meðalfjöldi bíla í evrópskum borg- um. Misvægið milli höfuðborgar og landsbyggðar í skipun fulltúa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins magnar upp neikvæð áhrif af mis- vægi atkvæða í alþingiskosn- ingum. Skv. upplýsingum á heima- síðu flokksins nemur þetta innbyggða misvægi um 100% því kjósendur xD að baki hvers full- trúa höfuðborgarsvæðis eru 51 en 26 á landsbyggðinni (2013). E.t.v. ættu kjósendur flokksins í höf- uðborginni að hugsa sinn gang. Hvern varðar um almannahag? Eftir Örn Sigurðsson » Yfirtaka ríkisins er fordæmalaust land- rán, sem á sér enga rétt- arfarslega stoð, er m.a. brot á stjórnarskrá, skipulagslögum og sveitarstjórnarlögum. Örn Sigurðsson Höfundur er arkitekt og stjórnar- maður í Samtökum um betri byggð. Súgfirðingaskálin Í byrjun gormánaðar var önnur lota um Súgfirðingaskálina, tví- menningsmóti Súgfirðingafélagsins spiluð. 14 pör mættu til leiks í byrjun slát- urtíðar og skemmtu sér vel. Hart var barist um efsta sæti og munaði minnsta mögulega mun er upp var staðið. Úrslit úr annarri lotu, meðalskor 156 stig. Rafn Haraldsson - Jón Sveinsson 181 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 180 Flemming Jessen - Kristján H. Björnss. 176 Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnss. 174 Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálss. 168 Sigurður G. Ólafsson - Ásgeir I. Jónsson 166 Heildarstaðan: Flemming Jessen - Kristján H. Björnss. 367 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 361 Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnsson 346 Rafn Haraldsson - Jón Sveinsson 340 Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm 328 Alls verða spilaðar sjö lotur um Súgfirðingaskálina og gilda sex bestu skorin til verðlauna. Næst verður spilað 30. nóvember í fyrri hluta ýlis. Fjórtán borð í Gullsmáranum Góð þátttaka var í Gullsmára mánudaginn 26. október. Spilað var á 14 borðum.Úrslit í N/S: Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðarson 336 Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 311 Guðm. Pálsson - Sveinn Símonars. 300 Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 289 Pétur Antonsson - Guðlaugur Nielsen 286 A/V Hermann Guðmss. - Magnús Marteinss. 317 Jón I. Ragnarss.- Sæmundur Árnason 305 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 302 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 300 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 285 Spilað er alla mánudaga og fimmtudaga.Allt spilaáhugafólk vel- komið. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.