Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 ✝ KristjánVagnsson var fæddur í Reykjavík 28. maí 1946. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 19. október 2015. Foreldrar hans eru Vagn Krist- jánsson, f. 4. nóv- ember 1921, d. 20. janúar 2011, og Svana Björnsdóttir, f. 8. mars 1923. Bræður hans eru Björn, f. 1949, d. 2015, Stef- án, f. 1951, Hreinn, f. 1953, Birgir, f. 1959, og Gunnar f. 1963. kona er Lilja Filippusdóttir og dóttir þeirra Júlía Mjöll. 4. Inga Jóna Kristjánsdóttir, gift Guð- mundi Orra Bergþórssyni og eru þeirra dætur Helga Berg- lind og Sólveig María. Kristján tók meirapróf strax og hann hafði aldur til og starf- aði lengst af við flutninga. Þau hjónin fluttu norður til Akur- eyrar 1978 þar sem hann rak Ölumboðið ehf. og flutningafyr- irtækið Frakt. Síðustu ár starf- aði hann á Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars og Becromal. Kristján var félagi í Oddfellow- reglunni frá 1990 þar sem hann gegndi hinum ýmsu trúnaðar- störfum. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 30. október 2015, kl. 13.30. Kristján var giftur Hólmfríði Ingvarsdóttur, f. 17. maí 1950, frá Vestmannaeyjum og eiga þau fjögur börn. 1. Álfheiður Svana Kristjáns- dóttir, gift Jóni Kjartani Jónssyni og eiga þau dæt- urnar Elísabetu, Fríðu Kristínu og Katrínu Dóru. 2. Rannveig Kristjánsdóttir, gift Þorvaldi Anfinnssyni og eiga þau börnin Hauk, Bryndísi og Eyrúnu. 3. Vagn Kristjánsson og hans Traustur, þolinmóður, hlýr, glaðlyndur, jákvæður, æðrulaus og svona mætti lengi telja. Við vissum alltaf hvar við höfðum pabba, hann og mamma eins og klettar við hlið okkar. Alltaf hægt að leita til þeirra. Þau studdu okk- ur ávallt og voru hvetjandi og áhugasöm í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Við vitum að mamma mun halda því áfram. Eftir að veikindatímabilið hófst var einn dagur tekinn fyrir í einu. Hlegið saman, grátið saman, kaffihúsaferðir og setið á pallinum og andlitið teygt í átt að sólu þegar hún náði að brjótast fram úr skýj- unum. Reyndum að njóta hverrar mínútu. Í erfiðleikum er gott að hafa byggt fjölskyldu- og vina- böndin í gegnum tíðina á traustum grunni. Pabbi naut ástar og um- hyggju okkar fjölskyldunnar og vina sinna. Þeim kunnum við mikl- ar þakkir fyrir. Minningarnar um yndislegan föður eru óteljandi og munum við ylja okkur við þær með fjölskyldu okkar og vinum. Engin orð geta lýst þakklæti okkar að hafa átt þig sem föður og vin. Sofðu rótt, elsku pabbi. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í hönd mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þín Álfheiður Svana, Rannveig, Vagn og Inga Jóna. Ég gleymi aldrei fyrstu kynn- um mínum af Kristjáni tengdaföð- ur mínum. Það var snemma árs 1994 þegar hann greip mig er ég var að lauma mér út úr Huldu- gilinu ásamt elstu dóttur hans. „Viltu ekki koma hérna og setjast aðeins niður með mér inn í eld- húsi.“ Undan þessu varð ekki vik- ist og við tók nokkuð kraftmikið spurningaflóð. Hverra manna ég var, hvað ég hygðist gera ef þessu fyrirhugaða háskólanámi lyki ein- hvern tímann. Síðan var farið yfir skoðanir mínar á öllum helstu málefnum líðandi stundar. Þetta var örugglega nógu ítarlegt frá manni sem ég hafði aldrei séð áð- ur. Þegar brunnurinn var að mér fannst algjörlega tæmdur tók- umst við í hendur og ég komst undan ásamt Álfheiði Svönu, dótt- ur hans og núverandi eiginkonu minni. Í tuttugu og eitt ár hefur efni þessa fundar aldrei verið rætt sérstaklega en ég reyndi þó stundum að segja að mér hefði þótt þetta allvasklega farið að mér óundirbúnum. Við höfum alla tíð frá þessum degi verið hinir mestu vinir og farið yfir öll mál milli him- ins og jarðar án þess að skilja nokkurn tíma ósáttir en stundum ósammála. Við erum búnir að ferðast saman um Ísland og Evr- ópu og drekka óendanlega mikið af kaffi en of lítið af koníaki og allt- af var það gleðin sem var með okkur. Kristján var einstakur maður sem bætti líf og lund allra sem hann var í samskiptum við. Hann var mikið hraustmenni sem barði sér á brjóst þegar hann kom úr sturtu til að láta mann skynja hreystina sem var til komin með erfiðisvinnu frá því hann mundi eftir sér. Hann var strangheiðar- legur, allt of duglegur. Hann var óendanlega bóngóður sem allir sem þekktu hann vissu, ekki síst börnin mín, en beiðnirnar til afa og ömmu voru stundum þannig að manni varð um og ó. Hann var líka barngóður og gaf sér alltaf tíma til að hlusta á barnabörnin og hvað þau væru að fást við eða gera eitt- hvað með þeim sem báðum þótti skemmtilegt. Hann var hinn sanni fjölskyldumaður sem var til staðar þegar þurfti og gerði allt sem hann gat til að allir hefðu það sem best. Við vorum með nokkrar ferðir á prjónunum sem við áttum eftir að fara í og nokkrar gerðir af mat og víni sem við áttum eftir að prófa. Ég reyni að leysa þau verkefni og mun minnast hans í hvert skipti sem ég kem á nýjan heitan stað eða fæ áhugaverðan mat og vona að hann fylgist með mér. Í dag er ég að kveðja góðan vin til áratuga en ég er svo heppinn að með hon- um var alltaf einstök kona sem við höfum áfram með okkur. Hún er sterkari en við flest og hjálpar okkur að halda áfram og ylja okk- ur við óteljandi minningar um ógleymanlegar samverustundir með þeim hjónum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Jón Kjartan Jónsson. Hann afi minn. Hann var þann- ig maður að ekkert slæmt var hægt að segja um hann. Ég er viss um að þeir sem þekktu hann eru sammála mér. Hann afi sem ég minnist bara með bros á vör. Hann afi sem naut lífsins til fulls. Hann afi sem gerði leiðindavinnu að leik. Hann afi sem hlustaði alltaf með áhuga hvort sem ég talaði um neglurnar mínar, íþróttir eða framtíðar- áform mín. Það var bara æðislegt að tala við hann. Hann var frábær sögu- maður og ég varð aldrei leið á að hlusta á hann og horfa á svip- brigðin sem fylgdu frásögnunum. Vinnusamur var hann og biðum við systurnar oft spenntar eftir að hann kæmi heim og segði okkur hvaða skordýr hefðu stolist með pökkunum þann daginn. Hann hafði gaman af því að vinna, vakn- aði með bros á vör og sofnaði með sama brosið. Brosið hans var ein- stakt. Ef hann brosti þá gat maður ekki annað en brosað líka. Blikinu í augunum á honum gleymi ég aldrei. Þegar sólin skein brosti hann breiðast. Á sólardögum var það ekki bara sólin sem skein. Það skein af honum gleðin líka. Í sól- inni leið honum best. Það var sama hvert hitastigið var svo lengi sem sólargeisli sást var hann kom- inn út á pall. Oft sátum við fjöl- skyldan fullklædd og með teppi úti og nutum þess að finna sólina á andliti okkar. Hann afi kenndi mér að njóta hverrar stundar. Hann afi kenndi mér að með jákvæðni kemstu í gegnum allt. Hann afi kenndi mér að gefast aldrei upp. Hann afi kenndi mér að það er hægt að líta á björtu hliðarnar á öllu. Hann afi kenndi mér margt sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Fríða Kristín Jónsdóttir. Elsku afi Kiddi. Þú varst alltaf svo góður við okkur. Búkollusögurnar þínar voru svo skemmtilegar og það var líka gaman þegar þú leyfðir okkur að standa á fótunum þínum og svo fórum við „inn í skóginn“ en það var eitt af ævintýrunum sem þú sagðir okkur. Við ætlum að halda áfram að gera þig og ömmu Fríðu stolt af okkur. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Elskum þig og söknum þín. Þínar afastelpur, Helga Berglind og Sólveig María. „Hæ Ebbet mín“, ótrúlegt hvað þrjú orð geta glatt mikið. Oft fatt- ar maður ekki hvað litlu hlutirnir veita mikla gleði fyrr en þeir eru farnir. Elsku nafninn minn kvaddi þennan heim mánudaginn 19. október. Afi minn hét Kristján og ég heiti Elísabet. Ég er samt nafna hans og hef alltaf verið því afi sagði það og þá var það bara þann- ig. Ég gæti ekki verið stoltari að fá að kalla mig nöfnuna hans því betri mann verður erfitt að finna. Þolinmæði, jákvæðni og gleði ein- kenndu afa minn. Alltaf til í að leika við okkur barnabörnin. Ekki veit ég hversu oft hann þrammaði með mig á tánum um húsið að leika tröllkarl eða sagði mér sög- una um lundann og kanínuna. Ímyndunaraflið var mikið, þegar hann varð leiður á því að segja okkur búkollusöguna samdi hann bara jólabúkollu sem var auðvitað miklu skemmtilegri. Mér er eft- irminnilegt þegar við lékum okkur að því, í einni af ótalmörgu bílferð- unum um landið, að finna fígúrur í skýjunum. Við skemmtum okkur við það í eflaust klukkutíma, reyndum að sjá hvað þær væru að brasa. Svo eru eflaust ekki margir sem geta státað af því að hafa lesið yfir 3.000 blaðsíðna bókaflokk því barnabarninu fannst flokkurinn skemmtilegur. En þetta voru uppáhaldsbækurnar mínar og ég vildi að hann læsi þær líka og hvað gerði afi ekki fyrir nöfnu sína. Ófá voru einnig video-kvöldin með afasnakk í lítilli plastskál. Og það eltist aldrei af manni. Ég get enn ekki hugsað mér að borða afas- nakk nema í lítilli IKEA-plastskál og þá helst bara heima hjá ömmu og afa. Það var þó fátt betra en sam- tölin við afa um allt milli himins og jarðar. Hann var fullur af sögum frá því í „gamla daga“ sem aldrei var leiðinlegt að hlusta á. Við gát- um unað okkur tímunum saman á kaffihúsi eða einfaldlega við eld- húsborðið þar sem afi gæddi sér á einhverju furðulegu, s.s. pönnu- kökum með sykri og osti og ég maulaði kremkex. Stundum hafði ég grun um að afi væri með einhverja spes bragðlauka. Það var alveg sama hvað það var sem maður vildi ekki, afi át það þá bara. Afi var minn stærsti stuðnings- maður og einn af mínum helstu ráðgjöfum. Það eru ekki til næg orð til að lýsa honum og hve mikið ég á eftir að sakna hans. Það að ég muni aldrei aftur fá símtal frá afa þar sem ég er stödd utan Akur- eyrar og hann skammar mig fyrir að hafa ekki látið sig vita, eða hringir bara því það eru liðnir tveir dagar síðan við töluðum síð- ast er skrítin hugsun. Ég er svo heppin þó að eiga endalausar minningar til að ylja mér við og ég veit að hann er og verður alltaf hjá mér og fylgist enn betur með mér núna. Elísabet. Það er undarlegt þetta ferðalag okkar í gegnum lífið. Fyrir ná- kvæmlega þremur mánuðum vor- um við bræðurnir sex en í dag, þegar við kveðjum Kristján, erum við eftir fjórir því þann 31. júlí lést Björn bróðir okkar. Nú þegar Kiddi er allur eftir erfið veikindi er ég að átta mig á því hvað ég var alltaf hreykinn af því þegar barst í tal að við værum sex bræður, og oft var í framhaldi spurt: „Og engin systir?“ Nei, að vísu ekki, og ég held ég geti fullyrt að við bræður höfum bara verið ánægðir með þá útkomu. Ég tel að eina manneskjan sem saknaði þess að svo var ekki sé hún móðir okkar, hetjan sjálf, en í staðinn fékk hún hóp af góðum tengda- dætrum. Að sjá á eftir tveimur börnum sínum á aðeins þremur mánuðum hlýtur að vera með því sárara sem lagt er á nokkra konu. En það hefur sannast enn einu sinni, sem við sem hana þekkjum best vissum, hvað hún er sterk og raunsæ kona. Auðvitað er missir- inn mikill hjá okkur öllum og ekki síst Fríðu mágkonu og börnum þeirra, Álfheiði Svönu, Vagni, Rannveigu og Ingu Jónu og tengdabörnum. Barnabörnin hafa misst frábæran afa sem var þeim svo kær en eiga þó góðar minn- ingar um hann að ylja sér við í framtíðinni. Síðustu mánuðir hafa verið öllum nákomnum erfiðir en að sjálfsögðu mest hjá þeim sem stóðu Kidda næst. Betri umönnun en þá sem hann fékk hjá Fríðu og fjölskyldu sinni get ég fullyrt að ekki er hægt að fá. Hann gat verið heima hjá sér nánast allan tímann sem hann var veikur og það var ekki hægt án fórna fjölskyldunn- ar. Og fyrir það ber að þakka. Við bræður vildum ekki ofgera skóla- kerfinu og byrjuðum allir að vinna snemma og mikið. Kiddi fór ungur að vinna með pabba við flutninga en pabbi var ásamt Brynleifi Sig- urjónssyni með umboð fyrir Öl- gerðina Egil Skallagrímsson á Akureyri ásamt því að sjá um flutninga á vörum hennar til Ísa- fjarðar þegar sú leið opnaðist. Í nokkur ár vann ég með Kidda við þennan akstur og sumarið 1977 vorum við báðir að koma okkur upp húsnæði fyrir fjölskyldur okkar. Ákváðum við að vinna mik- ið og aka bara á einum bíl það sumar og má segja að við höfum búið í bílnum í nokkra mánuði. Þetta var gífurleg vinna og erfið því allt var losað og lestað með höndum, engin vörubretti þá. Sem dæmi fórum við 14 ferðir Reykja- vík/Akureyri og 14 ferðir Reykja- vík/Ísafjörður, sem sagt 28 ferðir á tveimur mánuðum. Já, erfitt var það en gaman og aldrei man ég eftir að það hafi verið ágreiningur um verkaskiptingu, hvor ætti að keyra, á hvaða tíma eða annað. Sá okkar keyrði sem var minna syfj- aður og þegar við rifjuðum þessa tíma upp seinna ásamt pabba má segja að við höfum allir verið stolt- ir af því að hafa aldrei velt bíl á þessum mjóu malarvegum sem þá voru, nánast slóðar með lélegum köntum, sérstaklega á Vestfjörð- um. Við hjónin og fjölskylda okkar viljum að lokum þakka Kidda samfylgdina og sendum Fríðu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Stefán og Gígja. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið það líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Góðir vinir eru eins og stjörnur, þú sérð þá ekki stöðugt en þeir eru alltaf til staðar. Í dag kveðjum við kæran vin og félaga eftir tveggja ára erfiða bar- áttu við krabbamein. Tókst hann á við sjúkdóminn með aðdáunar- verðu æðruleysi með aðstoð sam- hentrar fjölskyldu sinnar. Minn- ingarnar streyma fram um margar skemmtilegar samveru- stundir á liðnum áratugum, skötu- veislurnar, matarboðin en þau hjón eru miklir höfðingjar heim að sækja og utanlandsferðirnar en við förum í okkar fyrstu utan- landsferð með Kidda og Fríðu. Það var gaman að ferðast með Kidda, hann naut þess að sjá og kynnast menningu framandi landa og fannst yndislegt að vera á sólríkum stöðum, sagði stundum að hann héldi að hann hefði fæðst á röngum stað á hnettinum. Hann þekkti vel glímuna við íslenska veturinn eftir að hafa ekið flutn- ingabíl milli Akureyrar og Reykjavíkur í fjölda ára. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og sendum fjöl- skyldu hans og ættingjum sem nú syrgja og sakna innilegar samúð- arkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Marg. Elísabet og Karl. Þótt Kiddi frændi hafi, síðan ég fór að muna eftir mér, búið á Ak- ureyri en ég í Reykjavík varð hann snemma órjúfanlegur hluti af æsku minni. Þar kom einkum tvennt til. Fyrir það fyrsta er Álf- heiður frænka mín, elsta dóttir Kidda og Fríðu, fædd einu ári og einum degi á eftir mér. Þessi krúttlega staðreynd skapaði á milli okkar hálfgerða systkina- tengingu sem entist fram yfir unglingsárin og varð til þess að við urðum algerar samlokur, hvort sem var í heimsóknum norður eða suður yfir heiðar. Hitt var Scanian hans Kidda. Blessaður Scania-vörubíllinn sem hann ók þvers og kruss um landið um árabil. Móðurfjölskyldan mín bjó og býr enn í Hörgárdalnum og á Akureyri og því fór ég norður árlega sem barn og unglingur. Og í minningunni fékk ég alltaf far með Kidda, í þessum stóra, rauða vörubíl þar sem stýrishúsið var hlýtt og maður gat hossast í fjaðr- andi sætinu og fylgst alla 429 kíló- metrana með fjarlægðum á milli staða á gulum vegaskiltunum eða talið niður með kílómetramælin- um í mælaborðinu og verið hræddur við þokuslæðuna á veg- inum sem framljósin lýstu upp – svo hræddur að maður þorði varla að klifra þessa ógnarfjarlægð nið- ur úr bílnum og út í kant til að pissa. Því í minningunni var alltaf kvöld í ferðunum með Kidda, allt- af myrkur og kalt úti en öruggt og hlýtt inni – inni hjá okkur. Þetta voru langar ferðir, líklega 10-12 klukkutímar með þræðingum í gegnum Hvalfjörðinn og yfir allar heiðarnar og með óteljandi stopp- um í vegasjoppum og kaupfélög- um, en ævintýrablærinn var slík- ur að leiðinn náði aldrei að lauma sér með. Ég ætla ekki að segja að við Kiddi höfum smjattað á lífsgát- unni í þessum ferðum og ég beri með mér ógleymanleg vísdóm- skorn frá honum sem breyttu lífi mínu. Þannig var það ekki; ég man bara tilfinninguna um hann. Allt sem ég hef eru þessar óljósu en hlýju minningar, því það var eitthvað við nærveru Kidda sem var stútfullt af gleði og kærleika. Þannig lagað límist á mann, fylgir manni alltaf. Það er undarlegt að upplifa tvö andlát í stórfjölskyldunni á nokkr- um mánuðum, annað sviplegt en hitt viðbúið. Kannski hefði maður haldið að þegar allir vita í hvað stefnir gefist nægur tími til að kveðja. En líklega er tíminn aldrei nægur. Undanfarna mánuði hefur verið fallegt að fylgjast með því hvernig systkinin fjögur og Fríða þjöppuðu sér þétt upp að Kidda. Þar fékk kærleikur og þakklæti að blómstra og skjóta rótum sem aldrei fyrr. Og ef það leggst ekki vel í Kidda – þaðan sem hann situr núna – þá veit ég ekki hvað gerir það. Hvíl í friði, Kiddi minn, og takk fyrir allar ævintýraferðirnar. Davíð Stefánsson. Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast. Þessi orð lýsa Kristjáni Vagns- syni bróðursyni mínum vel. Hann andaðist eftir tiltölulega stutt en hart stríð við erfiðan sjúkdóm. Mig grunar að hann hafi vitað frá upphafi að hverju stefndi en lét aldrei neinn bilbug á sér finna. Þrír mánuðir eru síðan Björn bróðir hans varð bráðkvaddur svo segja má að skammt sé stórra höggva á milli í þessari fjölskyldu. Ég var tólf ára þegar Kiddi fædd- ist. Ég hafði lítið umgengist smá- börn og var ekkert sérstaklega hrifin af systkinum vinkvenna minna. En um leið og ég sá þenn- an litla pjakk fannst mér að ég hefði aldrei séð neitt fallegra. Og víst var hann fallegur með sitt ljóskrullaða hár og bláu augu, allt- af svo einstaklega ljúfur og góður. Hann var elstur sex bræðra og milli þeirra skapaðist sterkt og varanlegt samband. Þeir reyndust foreldrum sínum svo góðir synir að ég held að leitun sé á öðru eins. Ég veit ekki hvort það eru for- lögin eða atgervi einstaklingsins sem skapa honum farsæld en Kiddi minn var einstaklega far- sæll. Hann eignaðist konu sem stóð við hlið hans eins og klettur til hinstu stundar. Mannvænleg og vönduð börn og yndisleg barnabörn. Barnabörnin voru sérstakur kapítuli. Hann umvafði þau með ást og hlýju sem þau endurguldu. Ég man er ég var þar eitt sinn í heimsókn.Við sátum í stofunni og lítil hnáta hékk um hálsinn á afa sínum. „Viltu ekki fara og leika þér við hina krakkana,“ sagði hann en þau voru í næsta her- bergi. Hún fór með semingi en kom aftur að vörmu spori. „Ertu komin aftur?“ spurði afi. „Ég fann ekki krakkana, svo vil ég heldur vera hjá þér,“ svaraði sú stutta. Og nú er komið að kveðjustund, elsku Kiddi minn. Við munum öll sakna þín, þinnar góðlátlegu kímni og hlýjunnar sem frá þér streymdi. Fríða, börnin og barna- börnin hafa öll staðið vaktina þessa síðustu og erfiðu mánuði. Álfheiður og Jobbi, Rannveig sem er hjúkrunarfræðingur í Dan- mörku kom og annaðist pabba sinn síðustu vikurnar, svo og Vagn og Lilja, Inga Jóna og Guðmund- ur. Ég sendi Fríðu minni, börnun- um og barnabörnunum mínar innilegustu samúðarkveðjur svo og Svönu mágkonu minni sem sér nú á eftir tveimur elstu sonum sín- um á þessu ári. Megi Guð blessa ykkur öll. Geirþrúður K. Kristjánsdóttir. Kristján Vagnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.