Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Gæðasmíði og framúrskarandi þjónusta alla leið inn á þitt heimili Eldhúsinnréttingar GÆ ÐI– KUNNÁTTA – SVEIGJANLEIKI Funahöfða 19 | sími 577 1600 | gks.is Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Söngurinn hefur alltaf gegntmikilvægu hlutverki í lífiÁgústu Sigrúnar Ágústs-dóttur, leiðsögumanns- mannauðsstjóra, markþjálfa og – síðast en ekki síst söngkonu. Í söngnum er hennar kjarni og upp- spretta orku, eins og hún segir. Sú orka leysist úr læðingi á geisla- disknum Stjörnubjart, sem hún gef- ur sjálf út og hefur að geyma fjór- tán lög, sem sum eru blanda af sálmum með rætur í þjóðlögum. Eða öfugt. Á disknum eru sex ís- lensk lög, þar af þrjú splunkuný og samin í svipuðum anda. „Gustav Holst, Jean Sibelius koma líka við sögu sem og Benny Andersson og Björn Ulvaeus úr ABBA. Upphafs- lagið, Hljóða nótt, sem er mitt uppáhaldslag, gefur tóninn fyrir hugljúfa en kalda og kósí stemn- ingu. Tónlist sem klædd er í snjó með yl frá kertaljósi,“ útskýrir Ágústa Sigrún. Hljóða nótt er sænskt lag sem hún heillaðist af fyrir um fimmtán árum í flutningi Önnu Sofiu von Otter messósópransöngkonu. „Sjálf skilgreini ég mig sem „crossover“ sópran, eða klassíska söngkonu sem flýt inn í þjóðlagatónlist, popp og dægurtónlist. Frumsömdu lögin eru Kristallar eftir Sváfni Sigurðarson, en við höfum starfrækt dúett í mörg ár, Ljós eftir upptökustjórann og útsetjarann Harald V. Sveinbjörns- son og Draumvísa, sem er vöggu- ljóð og ég samdi til lítils frænda míns fyrir mörgum árum,“ segir Ágústa Sigrún og lætur þess getið að Draumvísa sé kannski ekki lagið þar sem landið rísi hæst en hafi fengið að fljóta með. „Þótt ég sé ekki tónskáld,“ bætir hún við. Reyndi við Benny úr ABBA Einvalalið hljóðfæraleikara og sérfræðinga á ýmsum sviðum komu ásamt Ágústu Sigrúnu að gerð plöt- unnar. Samtals yfir 20 manns; hljóð- færaleikarar, hönnuður, ljósmynd- ari, textahöfundar og fleiri. „Þegar ég var búin að velja mín uppáhaldslög og raða á diskinn var næsta skref að sækja um réttinn á þeim. Ég fékk alls staðar jákvæð svör nema frá útgáfustjóra Benny Anderssons úr ABBA, meðhöfundar laganna Like an Angel passing thro- ugh my Room og Kärlekans tid sem sagði þvert nei í tvígang. Á endanum skrifaði ég honum hjartnæman tölvupóst og sendi Benny afrit, bað hann að endurskoða afstöðu sína, lét íslenskan texta laganna fylgja með og útlistaði með mörgum fögrum orðum hversu mjög ég héldi upp á þessi lög. Þrautseigjan bar árangur því ég var beðin um frekari upplýs- ingar, hvaða lög yrðu á disknum og þess háttar og jafnframt að senda honum upptökur. Núna er ég með leyfi fyrir báðum lögunum, þótt á lokasprettinum hafi Kärlekans tid ekki komist á diskinn, lagið passaði einfaldlega ekki með hinum lög- unum,“ segir Ágústa Sigrún. Og, jú, henni finnst svolítið hlálegt að hafa hafnað lagi eftir Benny í ABBA. „Lagið á bara heima á öðrum diski – seinna,“ segir hún hálfafsakandi og grínast með að kannski selji hún út- gáfuréttinn bara á ebay fyrir formúu. Stjörnur í flestum textunum Ágústa Sigrún segir að Stjörnu- bjart sé með jólalegu ívafi, enda hafi hana alltaf langað til að gefa út disk með jólalögum og tónlist með vetr- arstemningu sem þó væri ekki endi- lega bundin við jólin. „Þegar ég fór að rýna betur í textana sá ég ákveðið þema því orðið stjarna eða stjörnur kemur fyrir í velflestum textunum, sem var þó alls ekki með ráðum gert. Hjá mér hafa jólin alltaf snúist um tónlist. Ég hef sungið í kór frá því ég var sjö ára, til dæmis verið í Mótettukór Hallgrímskirkju og syng núna í Kór Breiðholtskirkju.“ Útgáfa disksins Stjörnubjart á sér nokkuð langan aðdraganda. Ágústa Sigrún varð nefnilega fimm- tug í haust og kveðst hafa verið að vandræðast með hvað hún ætti að gera í tilefni þess merka áfanga frá því fyrir jól í fyrra. „Fyrst hugsaði ég mér að halda jólatónleika í stað veislu, en fannst þó heldur snemmt að syngja jólalög 1. september. Síð- an þróaðist hugmyndin og niður- staðan varð sú að halda bæði tón- leika og gefa út disk í nóvember.“ Ágústa Sigrún bjó vel að reynslu sinni frá því hún gaf út disk- inn Hittumst heil árið 2001 þar sem hún syngur lög föður síns, Ágústs Péturssonar, sem lést 1986, en hann var þekktur dægurlagahöfundur og harmonikkuleikari á sinni tíð, samdi m.a. Þórð sjóara og Æskuminningu. „Fjölskyldan ákvað að heiðra minn- ingu hans með þessum hætti. Fram- kvæmdin kom í minn hlut og einnig að fylgja disknum úr hlaði. Til að fjármagna útgáfuna sendi ég fjöl- skylduvinum bréf með beiðni um kauploforð, sem fólst í því að þeir skuldbundu sig til að kaupa diskinn þremur mánuðum fyrir útgáfudag. Ég segi stundum í gríni að ég eigi hugmyndina að Karolina Fund því fyrirkomulag sjóðsins gengur út á kauploforð, eða hópsöfnun, af þessu tagi, sem ég nýtti mér síðan við út- gáfu Stjörnubjart.“ 135% kauploforð Ágústa Sigrún kveðst hafa beint þeim tilmælum til vina og vandamanna að kaupa ekki handa sér afmælisgjafir í ár heldur gefa kauploforð á Karolina Fund. „Mér tókst að safna 135% og þurfti því ekki að taka yfirdráttarlán og hef getað staðið í skilum við alla sem komu að gerð disksins. Þetta kostar alveg slatta, en vonandi fylli ég Sal- inn í Kópavogi 21. nóvember.“ Hún segist hafa verið einstak- lega heppin með upptökustjórann og útsetjarann, fyrrnefndan Harald, og vitaskuld Sváfni, dúettfélaga sinn, sem fékk ekki frið fyrir henni í jóla- undirbúningnum í fyrra þegar hug- myndin að Stjörnubjart kviknaði. „Ég fékk hann til að prófa með mér ný lög og meta hvernig þau virkuðu. Í byrjun komu tuttugu og fimm lög til greina, sem meiningin var að fækka í fjórtán. Halli fékk líka það hlutverk að gæta að heildarbragnum og gagnrýna, en sem betur fer höfð- um við svipaðar hugmyndir svo ekki þurfti oft að beita neitunarvaldi. Upptökur hófust svo á fullu í sept- ember, en ýmsu var breytt á þeim tíma, nýir tónlistarmenn og hljóð- færi duttu inn á síðustu stundu og var langspilið í laginu Jólakvöld til dæmis það síðasta sem tekið var upp.“ Æskudraumurinn rættist Í æsku átti Ágústa Sigrún sér þann draum að syngja inn á plötu. Hún var ekki há í loftinu þegar hún skottaðist með pabba sínum á fjöl- skylduskemmtanir og jólaböll og fékk stundum að taka með honum lagið. „Ég vissi að pabbi þekkti hljómplötuútgefanda og var alltaf að suða um að hann kæmi mér á fram- færi,“ rifjar hún upp. Þótt plötudraumarnir rættust ekki fyrr en þrjátíu árum síðar og svo aftur í ár, hefur Ágústa Sigrún komið víða við á tónlistarferlinum. Hún lærði á blokkflautu, píanó og klarinett í Tónlistarskóla Kópavogs og steig fyrst á svið sem söngkona í skólaleikriti þegar hún var í Menntaskólanum í Kópavogi. „Eftir stúdentspróf var ég í eitt ár au pair og lærði þýsku í Freiburg í Þýskalandi áður en ég settist á skólabekk Söngskólans í Reykjavík, þaðan sem ég lauk burtfararprófi 1992 og söngkennaraprófi tveimur árum síðar. Samhliða vann ég hjá Visa Ísland þar sem ég var reyndar í tólf ár ásamt því að syngja op- inberlega við jarðarfarir, brúðkaup Markþjálfi hefur upp raust sína Hjá Ágústu Sigrúnu Ágústsdóttur söngkonu hafa jólin alltaf snúist um tónlist. Trúlega verða jólin í ár engin undan- tekning því hún hefur lát- ið gamlan draum rætast og gefið út Stjörnubjart, fjórtán laga geisladisk með jólalegu ívafi. Í kjöl- farið heldur hún tónleika í Salnum í Kópavogi 21. nóvember þar sem tón- leikagestum verður boðið upp á kalda en kósí tón- list með yl frá kertaljósi. Morgunblaðið/Styrmir Kári Afmæli Ágústa Sigrún ákvað að halda tónleika og gefa út geisladisk í tilefni af fimmtugsafmæli sínu í haust. Ágústa Sigrún tileinkar móður sinni, Guðrúnu Dagnýju Kristjánsdóttur, geisladiskinn Stjörnubjart. „Mamma varð nýlega níræð og hefur stutt mig endalaust í söngbröltinu,“ segir hún. Tónlistinni á Stjörnubjart er lýst sem lágstemmdri og melódískri og hljóðfærasamsetningin sögð óvanaleg. Sex laganna eru íslensk að upp- runa, þrjú frá Svíþjóð og eitt frá hverju landanna um sig Finnlandi, Eng- landi, Írlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Fjöldi tónlistarmanna leggur hönd á plóg, t.d. spila 12 hljóðfæraleik- arar á 19 hljóðfæri/ásláttarhljóðfæri og radda í laginu Jólaköld. Á disknum eru lögin Hljóða nótt, Söngur á vetrarnótt, Stjörnubjart, Líkt og engill gangi hjá, Gef mér ei heimsins gull né prakt, Jólakvöld, Á þeim langa vetri, Til nýja heimsins, Sálmur 85, Kristallar, Draumvísa, Vitringarnir þrír, Ljós og Á jólanótt. Stjörnubjart TILEINKAR MÓÐUR SINNI GEISLADISKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.