Morgunblaðið - 30.10.2015, Síða 28

Morgunblaðið - 30.10.2015, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 ✝ Guðbjarturfæddist á Akranesi 3. júní 1950. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 23. októ- ber 2015. Foreldrar hans voru Hannes Þjóð- björnsson, f. 20.1. 1905, d. 2.10. 1984, og Ólafía Rannveig Jóhannesdóttir, f. 30.5. 1910, d. 30.1. 2007. Guðbjartur var yngstur fimm systkina: Sigurjón, f. 18.8. 1938, Guðbjörg Fanney, f. 10.1. 1941, Þjóðbjörn, f. 18.2. 1945, og Guðríður, f. 22.3. 1948. Guðbjartur kvæntist 10. mars 1978 Sigrúnu Ásmunds- dóttur iðjuþjálfa, f. 17.12. 1951. Foreldrar hennar voru Ás- mundur J. Ásmundsson, f. 23.7. 1919, d. 28.3. 1991 og Hanna Helgadóttir, f. 2.9. 1928, d. 9.3. 2007. Guðbjartur og Sigrún eign- uðust tvær dætur: 1) Birna barnalæknir, f. 6.6. 1978, eigin- maður Ólafur Axel Jónsson flugmaður. Börn þeirra eru Dagur Sölvi, f. 11.12. 2007, og 1998, formaður þess 1986-1989 og 1995-1997. Hann var forseti bæjarstjórnar 1988-1989, 1994- 1995 og 1997-1998. Guðbjartur gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Akraneskaupstað og fleiri á árunum 1981-2007, en þá var hann kjörinn á þing sem þingmaður Samfylkingar- innar í Norðvesturkjördæmi. Hann sat á þingi til dauðadags. Guðbjartur sat í félags- og tryggingamálanefnd Alþingis 2007-2010, hann var formaður nefndarinnar 2007-2009, sat í fjárlaganefnd 2007-2010, hann var formaður nefndarinnar 2009-2010. Hann var formaður menntamálanefndar 2007-2009 og sat í allsherjar- og mennta- málanefnd 2013-2015 og vel- ferðarnefnd 2014-2015. Guðbjartur var forseti Al- þingis 2009. Hann átti sæti í Ís- landsdeild Vestnorræna ráðs- ins, Alþjóðaþingmannasambandsins og var varaforseti Norður- landaráðs. Guðbjartur var félags- og tryggingamálaráðherra og heil- brigðisráðherra frá september 2010 til 31. desember 2010. Hann var velferðarráðherra frá 2011 til 2013. Útför Guðbjartar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 30. október kl. 14. Útsending frá kirkjunni verður í Tón- bergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Bjarki, f. 5.11. 2012. 2) Hanna María sálfræð- ingur, f. 1.1. 1988, sambýlismaður Stefán Már Möller iðnaðarverkfræð- ingur. Guðbjartur lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1971 og tómstundakennara- prófi frá Seminariet for Fri- tidspædagoger, Vanløse, Dan- mörku 1978. Hann stundaði framhaldsnám í skólastjórnun við Kennaraháskóla Íslands 1992-1995 og lauk meistara- prófi frá Institute of Educat- ion, University of London 2005. Guðbjartur var kennari við Barnaskóla Akraness 1971- 1973 og 1979-1981. Hann var erindreki Bandalags íslenskra skáta 1973-1975, kennari við Peder Lykke Skolen á Amager í Kaupmannahöfn1978-1979 og skólastjóri Grundaskóla á Akranesi 1981-2007. Guðbjartur var í bæjar- stjórn Akraness 1986-1998. Hann var í bæjarráði 1986- Elsku besti pabbi. Ég trúi ekki að ég þurfi að skrifa um þig í þátíð, að ég sé að skrifa um þig minningargrein. Við áttum svo margt eftir, þú átt- ir eftir að kenna mér svo margt og við áttum eftir að upplifa svo margt saman. Mér leið eins og einhver hefði sparkað af fullum krafti í magann á mér þegar þú sagðir mér að þú værir með krabbamein. Við tók þessi ósann- gjarna, stutta og erfiða barátta. Í veikindunum komu allir þínir sterkustu eiginleikar fram. Þú varst æðrulausari en hægt var að ímynda sér, yfirvegaður og tilbú- inn í baráttuna og hafðir alltaf meiri áhyggjur af okkur en þér sjálfum. Ég á óteljandi góðar minning- ar um þig sem munu ylja mér um ókomna tíð. Þú varst alltaf mikil fyrirmynd. Þú trúðir á það góða í fólki, komst jafnt fram við alla og alltaf af mikilli virðingu. Þú varst með mikið jafnaðargeð og þolin- mæði þín var nánast ótæmandi. Þú varst alltaf tilbúinn að svara mínum endalausu spurningum og gerðir það alltaf vel og af yfirveg- un. Allt sem þú gerðir, gerðir þú vel. Þegar ég var yngri og á ung- lingsaldri dugðu engin venjuleg rök þegar ég var að reyna að gera eitthvað sem „allir aðrir máttu“. Skólastjórinn gaf lítið fyrir slíkt, hann þekkti öll brögð- in í bókinni og ekkert dugði. En ef þú hækkaðir aðeins röddina, þá vissi ég að ég hafði gengið of langt og hafði yfirleitt vit á að hætta. Þó þú hafir alla tíð unnið mik- ið, þá upplifði ég aldrei að ég væri að trufla þig og þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Það var sama hvort ég kæmi upp í Grundaskóla eða hringdi í þig þegar þú varst á mikilvægum þingfundum, þú gafst þér alltaf tíma. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa mér. Ég gat meira að segja vakið þig um miðja nótt á Ítalíu til að fjarlægja kónguló sem „ógnaði lífi mínu“, þú bara tókst hana og faðmaðir mig aftur góða nótt. Í ráðherratíð þinni þótti mér ótrú- lega vænt um þegar þú tókst þér örstutt frí frá stórum verkefnum og við borðuðum saman. Þá átti ég óskipta athygli þína og við áttum gæðastundir saman. Við ræddum lífið og veginn yfir góðum mat og borðuðum iðulega eitthvað sætt á eftir. Við tvö vor- um alltaf til í sætindi. Mér þótti vænt um að síðustu tvö ár heimsóttu þú og mamma okkur Stefán út um allan heim. Síðasta sumar vorum við svo öll saman á Ítalíu þar sem þú tókst ekki annað í mál en að vera við- staddur vörn og útskrift Stefáns áður en haldið var til Toskana þar sem við áttum fallega fjöl- skyldustund öll saman í brúð- kaupi Birnu. Það eru ekki nema fjórir mán- uðir síðan við eyddum þessum fallega tíma saman, fjölskyldan, grunlaus um hvað framundan væri. Þú horfðir alltaf á allt sem verkefni, meðal annars veikindi þín. Nú sit ég eftir, með erfiðasta verkefni lífs míns, að halda lífinu áfram án þín. Það er komið að þessari ótíma- bæru kveðjustund. Ég mun leggja mig alla fram við að til- einka mér alla þá góðu eiginleika sem þú hafðir. Ég mun sakna nærveru þinn- ar, hláturs þíns og faðmlaga. Ég mun sakna þess að geta ekki leit- að til þín með allt og ekkert. Ég mun sakna þín sárar en orð fá lýst. Þín dóttir, Hanna María. Okkur langar í nokkrum orð- um að minnast hans Guðbjarts (Gutta) bróður og frænda. Hann var mjög umhyggjusamur gagn- vart sínum nánustu og fólki al- mennt, ávallt tilbúinn til að hjálpa, gaf sér einnig tíma til að mæta í fjölskylduboð þrátt fyrir að lifa mjög annasömu lífi. Hann hafði mjög sterkan persónuleika og hljómmikla rödd og þegar hann talaði þá hlustaði fólk. Enda var hann oft fenginn til að tala á fjölskyldumótum og sagði skemmtilega frá þegar hann sagði okkur sögur af einhverju sem hafði gerst. Hann hafði mjög sterka og notalega nærveru, var oftast nær léttur í skapi og átti auðvelt með að fá mann til að brosa. Hann skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni en líka margar góðar minningar. Vertu sæll, elsku Gutti, takk fyrir að gefa okkur svona margar góðar stundir í þessu lífi, og megi guð vera með þér. Elsku Sigrún, dæt- ur og fjölskylda, okkar hugur er hjá ykkur og megi almættið gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guðríður, Rannveig, Sigurjón, Fanney, Þjóðbjörn og fjölskyldur. Gutti fékk frá mér augnaráð þegar hann kom fyrst í Stigahlíð- ina með Sigrúnu systur minni. Þau sátu í stofunni og horfðu á sjónvarpið. Ég horfði á hann. Hann var eins og frummaður, með mikið sítt hár og mikið skegg. Smám saman kynntumst við Gutta, hann var erindreki í skátunum, sem mér þótti mjög fínt, og átti Moskvitch sem flaut- aði þegar hann beygði til vinstri enda Gutti ávallt merkisberi vinstribeygju í lífinu. Leið Sigrúnar og Gutta lá til Danmerkur og þangað fór ég í mína fyrstu utanlandsferð, 13 ára gamall, til að heimsækja systu og Gutta. Gutti spilaði við mig borð- tennis á Öresundskollegíinu og ég man eftir göngutúr með hon- um í Fælledparken þar sem hann gaf mér súkkulaði og lakkrís. Sagði að það væri mjög gott sam- an. Gutti var langt á undan sinni samtíð því þetta var ekki upp- götvað á Íslandi fyrr en mörgum árum síðar. Þarna eins og alla tíð síðan bar ég virðingu fyrir Gutta, ekki út af lakkrísnum, heldur vegna þess að hann var góður við mig og það var gaman að vera ná- lægt honum. Gutti, Sigrún og Birna fluttu á Skagann þegar þau komu heim frá Danmörku. Hlíðarhús við Suðurgötu var keypt óséð en Gutti kannski vel kunnur húsinu sem var í sjónfæri frá æskuheim- ilinu í Hvammi. Hlíðarhús þarfn- aðist ýmissa lagfæringa og Gutti sagaði gat á vegginn á milli stofu og borðstofu með forláta ergo- nomiskum brauðhníf, sem systir mín hafði keypt. Það var bara besta sögin sem hann fann. Ég tengdi borðstofuljósið enda við nám í rafmagnsverkfræði á þeim tíma. Síðar kom í ljós að hægt var að dimma ljósið með því að kveikja á hrærivélinni. Saman vorum við sannarlega gott fram- kvæmdateymi. Jólaboðin í minni fjölskyldu voru á annan í jólum. Skemmti- legast var að fá fjölskylduna af Skaganum heim og ég man enn vonbrigðin ein óveðursjólin sem Akraborgin sigldi ekki. Ég varð miður mín. Í jólaboðunum var spilað, sérstaklega í seinni tíð. Gutti var góður spilamaður og það var betra að vera með honum í liði. Hann og konan mín eru sig- ursælasta Skrabbl-lið fjölskyld- unnar og það var líka ómögulegt að lenda á móti honum í Trivial Pursuit. Gutti hafði áhuga á mörgu og var jafnvígur á landa- fræði, íþróttir og bókmenntir. Eftir stúdentspróf flutti ég í ár til Sigrúnar og Gutta í Hlíðarhús. Gutti var skólastjóri í Grunda- skóla en ég hafði fengið kennara- starf í Brekkubæjarskóla. Þá, eins og ætíð, var Gutti til staðar fyrir mig. Ég fékk að hreiðra um mig á heimilinu og hann leiðbeindi mér í gegnum eftirminnilegan vetur með unglingum á Akranesi. Gutti hafði einstakan áhuga á íþróttum. Ég held hann hafi aldr- ei kunnað körfuboltareglurnar en hann mætti samt og studdi sitt lið og sinn mann. Á síðasta ári gerði hann sér jafnvel ferð til höfuð- borgarinnar til að styðja Hött frá Egilsstöðum þegar mikið lá við. Alltaf tilbúinn til að sýna samhug og áhuga, styðja sitt fólk. Gutti fylgdi Birnu og Hönnu Maríu að sjálfsögðu í badmintoninu, stuðn- ingsmaður númer eitt og alltaf uppbyggilegur. Gutti var kletturinn og fjöl- skyldan hefur misst mikið. Hann tók þátt í gleði og sorg, alltaf til staðar og alltaf tilbúinn til að hjálpa. Gutti var réttsýnn og heið- arlegur og kenndi mér góð gildi. Það er óraunverulegt að hann sé farinn og söknuðurinn er mikill. Magnús Þór Ásmundsson og fjölskylda Nú þegar við kveðjum, allt of fljótt, kæran mág minn, Guðbjart Hannesson, erum við minnt á það hve stutt er milli hláturs og gráts, gleði og sorgar. Aðeins eru rúmir þrír mánuðir frá því hamingjan var við völd í yndislegu brúðkaupi í sólinni á Ítalíu, þar sem stoltur og glaður faðir leiddi dóttur sína í ráðhús- garðinn í Mt. San Savino, og fjöl- skyldan og vinir áttu glaða og áhyggjulausa daga. Stuttu síðar dundi áfallið yfir, í ljós kom illvígt mein og varð baráttan bæði stutt og óvægin. Gutti kom inn í fjölskyldu okk- ar fyrir nær fjórum áratugum, þegar þau féllu hvort fyrir öðru Sigrún systir og hann, og það varð líka okkar gæfa að fá hann sem mág og tengdason. Hlý nærvera hans og bjart brosið gerði það að verkum að öllum leið vel í návist hans. Honum var annt um fólkið sitt, hjálpsemi var honum í blóð borin og tengdaforeldrum sínum og okkur fjölskyldunni reyndist hann stoð og stytta alla tíð. Svo margs er að minnast í gegnum árin; ótal samverustund- ir okkar í Stigahlíð og síðar í Ás- holtinu, á meðan Hanna okkar lifði, þar sem annar jóladagur var fastur punktur í jólahaldinu með tilheyrandi matarveislu og spila- mennsku barna og fullorðinna fram eftir öllu. Sumarbústaðar- heimsóknir voru líka fastir liðir, hittingur og rölt á Menningar- nótt, og stóru fjölskylduferðinni okkar sumarið 2008 þar sem við systkinin, makar og börn lögðum land undir fót og fórum 16 saman til Ítalíu, gleymir enginn. Fyrir allar þessar góðu stundir er hér þakkað. Gutti var gegnheill jafnaðar- maður og baráttumál hans alla tíð voru velferðarmál, ekki síst barna og þeirra sem eldri eru, og það að tryggja öllum félagslegt jafnrétti. Því var það rökrétt þegar hann skipti um starfsvettvang og fór í landsmálapólitíkina að hann léti til sín taka á þessu sviði. Þar var réttur maður á réttum stað. Það var enda honum líkt að síðasti pistill hans snerist minnst um hann sjálfan, heldur var hann hvatning til Alþingis að rækja skyldur sínar við land og þjóð og „axla samábyrgð sem þjóð meðal þjóða“. Eftirfarandi spakmæli finnst mér lýsa mági mínum vel: Hvar þú finnur fátækan á förnum vegi gerðu honum gott en grættu hann eigi, Guð mun launa á efsta degi. (Höf. ók.) Við fjölskyldan mín minnumst Gutta okkar með kærleika og þakklæti. Við biðjum þess að allt gott fylgi honum á nýjum lendum og vaki yfir Sigrúnu okkar, Birnu og Hönnu Maríu, tengdasonum og litlu afastrákunum. Hans verður sárt saknað. Ragnhildur Ásmundsdóttir. Hugurinn geymir stað og stund. Ég var staddur í fögrum Þjórsárdal fyrr í sumar, þar sem áin hleypur glaðleg niður af há- lendinu, þegar Sigrún systir hringdi og sagði mér hvers kyns væri. Þá þögnuðu fossar og þröstur drúpti höfði. Sorgin okkar er þung, nú svo skömmu síðar, þegar elskulegur mágur minn, Guðbjartur, Gutti, er fallinn frá. Ég var 14 ára þegar ég svaraði dyrabjöllunni heima í Stigahlíð til að finna Gutta standandi glaðleg- an fyrir utan dyrnar. Ég hafði séð hann áður, á skátamóti í Botnsdal þar sem hann stjórnaði kvöldvöku með stæl, skikkju- klæddur með sítt hár. Nú var hann kominn til að hitta Sigrúnu systur mína. Fyrir utan húsið stóð Moskvitch-inn hans. Gutti var flottur. Það hafði ekki farið framhjá Sigrúnu og vinkonum hennar að hann var bindindismaður og skáti. Nefni- lega, og því fylgdi tvírætt bros. Frá fyrsta degi var nærvera hans góð og hann varð strax vinur okkar. Og Sigrún og Gutti voru flott par. Leið þeirra lá til Kaupmanna- hafnar í nám. Þar fæddist Birna. Þau giftu sig í ráðhúsinu og þeg- ar þau gengu út á torgið, nýgift, mætti þeim stór borði, strengdur milli stanga, sem á stóð: „Svona gingur það“ og undir honum hlæjandi danskir vinir með hnefafylli af grjónum. Þegar heim til Íslands kom lá leiðin upp á Akranes – þar skyldi Gutti leggja lið. Þar fæddist Hanna María, nýársbarn. Þessi bær – ljósin hinum megin við fló- ann – varð stór hluti af lífi fjöl- skyldunnar okkar: Fyrst Akra- borgin og Hlíðarhús, svo Göngin og síðar Dalsflötin. Og eins og áin meitlar tímans rás á leið sinni til sjávar hélt lífið áfram eftir heimkomu. Með elju sinni, hjartalagi og hugsjónum ávann Gutti sér ómælda virðingu samferðafólks síns. Við ósa starfsævinnar, þar sem áin breið- ir úr sér, biðu hans vandasöm verkefni og heiður að verð- leikum. Í fjölskyldu okkar varð hann þungamiðja: Hvar er Gutti? Er Gutti kominn? Kemur Gutti? Hann var traustur og hlýr. Í septembersól, fyrir fjórum árum, hjólaði ég um Akranes á hjólinu hans Gutta og uppgötvaði fegurð bæjarstæðisins – Langa- sand, höfðann, skóginn, klettana, fjallasýnina, tána þar sem vitarn- ir kallast á við Keili og jökulinn. Gutti sýndi mér fjöruna þar sem honum þótti ásýnd Akrafjallsins fegurst; hann var vinur fjallsins og fjallið vinur hans. Valgerður vinkona mín, sem líka ólst upp á Suðurgötunni nálægt Gutta, sagði mér að einn sumardag hefði krakkahópurinn ákveðið að hjóla í kringum fjallið. Ég giska á að hugmyndin hafi verið Gutta. Fjallið reyndist þeim ofviða þann daginn en Gutta fylgdi alla tíð ástríðan til að vita hvað væri hinum megin við næsta fjall. Ég held að þessi ástríða hafi drifið hann áfram í öllu sem hann gerði. Hann óx af verkum sínum og þegar upp var staðið hafði hann snert líf svo ótal margra á svo margvíslegan og góðan hátt. Líka mitt eigið. Fyrir það er ég honum þakk- látur. Hann bætti heiminn. Elsku Sigrún, Birna, Óli og drengir, Hanna María og Stefán, við finnum leiðina fram á við og hjálpumst að. Og það var gott að Gutti náði brúðkaupinu, eins og Dagur Sölvi, sjö ára, sagði. Ásmundur Páll. Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ef einhvern tíma þessi orð eiga vel við þá er það núna, þegar einn minn besti æskuvinur og skátabróðir Guðbjartur Hannes- son (Gutti í Hvammi) er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Við er- um öll harmi slegin. Strax sem ungur skáti var hann farinn að láta ljós sitt skína meðal okkar og komu leiðtogahæfileikar hans fljótt í ljós. Á heimili Gutta hafði hann herbergi með sérinngangi á jarð- hæð og kom ég þar iðulega við áður en við fórum saman fé- lagarnir í skátastarfið. Má segja að þetta hafi verið hans fyrsta skrifstofa. Ef Gutti var ekki heima í augnablikinu, var mér boðið af móður hans Rannveigu í eldhúsið í Hvammi og voru það ánægjulegar stundir í góðu spjalli. Saman sátum við félagarnir í stjórn Skátafélags Akraness undir stjórn Braga Þórðarsonar félagsforingja og tók Gutti að sér það verkefni 1972 að vera móts- stjóri á skátamóti í Botnsdal þar sem milli 800 og 900 skátar af öllu landinu komu saman á Jónsmess- umóti. Þar strax 22 ára gamall sýndi Gutti þá miklu hæfileika sem í honum bjuggu. Starfaði hann síðan sem erind- reki Bandalags íslenskra skáta um tíma og vann þar mikið og fórnfúst starf. Á þessum tíma kemur ung, glæsileg Reykjavíkurmær Sig- rún Ásmundsdóttir inn í líf hans. Ekki löngu seinna halda þau saman út til Danmerkur í nám. Þegar ég svo kem aftur á Akranes eftir búsetu á Seyðis- firði og Gutti líka kominn heim úr námi frá Danmörku förum við vinirnir á kaf í starf fyrir Skátafélag Akraness. Gutti kom með þá frábæru hugmynd að setja upp tívolí, í nýja íþróttahús- inu, þá við Vesturgötu til að afla fjár til áframhaldandi uppbygg- ingar í Skorradal. Varð þetta tí- volíbrölt haldið í nokkur skipti og tókst frábærlega vel, mikils til vegna óeigingjarns sjálfboðaliða- starfs fólks úr öllum áttum. Á þessum árum eignuðu hann og Sigrún sínar tvær dætur og urðum við hjónin þeirra gleði að- njótandi að fá að passa yngri dótturina Hönnu Maríu frá hálfs árs aldri og þangað til hún fór á leikskóla. Gutta leið lá svo út í bæjarpóli- tíkina því alltaf var hans hugsjón að láta gott af sér leiða fyrir sam- félagið og vann hann þarna mikið óeigingjarnt starf meðfram því að vera skólastjóri Grundaskóla. Einnig studdi hann verulega við uppbyggingu á Náttúru- og úti- lífsmiðstöðinni Skorradal alla tíð og reyndist hann þar mjög ráða- góður. Eins og alþjóð veit varð hann síðar þingmaður og ráðherra og enn með sömu hugsjón að leið- arljósi að bæta samfélagið. „Ef við lítum yfir farinn veg“ er ljóðlína úr texta sem við skátar syngjum iðulega. Þar með leiði ég hugann að því hversu heppið samfélagið á Akranesi og síðar þjóðfélagið allt var að hafa notið krafta þessa óeigingjarna, vinnu- sama og heiðarlega drengs í gegnum árin. Hann var sannur skáti með frið og bræðralag í forgangi alla tíð. Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.