Morgunblaðið - 30.10.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.10.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 för. Við rugluðumst bæði í ríminu og mættum einum og hálfum tíma of snemma. Ég varð hin stressaðasta og taldi rétt að snúa aftur til vinnu og koma aftur klukkustund síðar. Gutti lagði hins vegar til að við skyldum sitja saman á kirkjubekknum og bíða róleg, nýta þessa stund til íhug- unar sem sjaldan gæfist tími til í önnum þingsins. Þar sátum við saman, þögðum og hvísluðumst öðru hvoru á um líf og dauða, um tilvistina sjálfa. Þessi stund kom mér í hug þegar fréttin barst af andláti Guðbjarts. Fyrir örfáum mánuð- um kvaddi hann okkur í þinginu, þá á leið í brúðkaup dóttur sinn- ar, að fagna lífinu og tilvistinni. Nú er hann horfinn okkur, allt of snemma. Eftir lifir minning um traustan félaga sem ávallt hafði hugsjónina um réttlátt samfélag að leiðarljósi en líka minningin um góðan vin á viðburðaríkum tímum. Ég votta Sigrúnu, dætr- um Guðbjarts og öðrum aðstand- endum samúð mína og félaga minna í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Katrín Jakobsdóttir. Mig setti hljóða við þær fregn- ir að Guðbjartur Hannesson væri látinn eftir snarpa baráttu við krabbamein. Hugurinn hvarflaði aftur um þrjú ár, en þá hafði ég verið formaður Tannlæknafélags Íslands í nokkra daga. Á heimleið frá vinnu heyrði ég í kvöldfrétt- um að vilji stæði til að semja við tannlækna um gjaldfrjálsar tann- lækningar barna. Kom þar ekki á óvart að Guðbjartur Hannesson, þáverandi velferðarráðherra, hefði átt frumkvæði að málinu. Jafnaðarmaðurinn og skólamað- urinn. Maðurinn sem bar hag barna fyrir brjósti og þoldi ekki að mismunað væri eftir efnahag foreldra. Maðurinn sem vissi að æ fleiri börn nutu ekki tannlækn- isþjónustu. Maðurinn sem gerði eitthvað í því. Guðbjartur hafði hugrekki og dug til að taka málið alla leið með þeim ánægjulegu afleiðingum að íslensk börn geta nú þegið þessa sjálfsögðu heilbrigðisþjónustu án tillits til fjárhagsstöðu foreldra. Hann hafði hugrekki til að semja við tannlækna á stofum, sem þeir reka sjálfir og kláraði dæmið – með hagsmuni barna og skatt- borgara að leiðarljósi. Það var mikið hagsmunamál fyrir lands- byggðina, að slíkir samningar voru gerðir. Það mun taka nokkur ár að sjá árangur þess að börn fari reglu- lega til tannlæknis. En þar er ég sannfærð um að árangur mun nást og það verulegur. Það verð- ur stór plús í kladda Guðbjarts. Ísland er fátækara án Guð- bjarts. Hann var heill og sannur og fylginn sínum hugsjónum. Blessuð sé minning góðs drengs. Kristín Heimisdóttir. Við vábrest dauðans hljóðna orðin – enda mega þau sín lítils gagnvart grimmd hinstu raka. En orð eru svölun, þótt fátækleg séu. Guðbjartur Hannesson var maður af vönduðum toga. Gegn- heill og drenglundaður, fágaður í framkomu, hlýr og traustur. Þannig kom hann okkur fyrir sjónir við fyrstu kynni, og þannig reyndist hann til hinstu stundar. Jafnaðarmaður var hann að innstu gerð, vakinn og sofinn í því að gegna ætíð sem best þeim trúnaðarstörfum sem honum voru falin. Vinnusamur með ein- dæmum og unni sér sjaldan hvíldar. Hann var farsæll stjórnmála- maður, góðgjarn og vingjarnleg- ur í viðmóti gagnvart öllum sem á vegi hans urðu, þó að skoðanir skildi að. Hann bar virðingu fyrir fólki og uppskar sjálfur virðingu fólks. Aldrei vék hann sér undan ábyrgð eða gagnrýni, alltaf leit- aðist hann við að skilja og meta andstæð sjónarmið. Guðbjartur var fyrirmynd – góður vinur og traustur félagi. Nú er skarð fyrir skildi í hópi samstarfsfólks og vina sem sakna hans sárt við ótímabært andlát. Þyngstur er þó harmur Sigrúnar eiginkonu hans og fjölskyldu þeirra sem við vottum okkar dýpstu samúð á þeim dimmu dögum sem nú fara í hönd. Góður maður er genginn: Jafnaðarmaðurinn, skólamaður- inn og skátinn. Við sem vorum svo lánsöm að kynnast mannin- um og eiga með honum stundir á viðburðaríku lífsskeiði geymum minninguna um hann í hjarta okkar. Við félagar hans í hópi jafnaðarmanna heiðrum þá minningu best með því að halda starfi hans áfram af þeirri hug- sjón sem við deildum með hon- um. Blessuð sé minning Guðbjarts Hannessonar – hún lifir. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Sigurður Pétursson. Því er erfitt að trúa að Guð- bjartur félagi okkar sé allur svo skammt sem liðið er frá grun- lausum sumardögum okkar sam- an. Hitt kom engum á óvart sem var æðruleysið sem hann sýndi í síðasta verkefni sínu sem öðrum. Í tæpan áratug sat hann í þing- flokki Samfylkingarinnar á ein- hverjum umbrotasömustu tímum lýðveldissögunnar og þar reynd- ist yfirvegun hans og hófstilling oft ómetanleg, bæði í verkefnun- um en líka fyrir okkur samstarfs- fólk hans. Um leið átti Gutti ríka réttlætiskennd sem knúði áfram hugsjónabaráttu hans. Eðliskost- ir urðu til þess að honum var ítrekað falin forysta þar sem mest á reyndi. Forsæti fyrir þinginu á upplausnartímum, for- mennska fjárlaganefndar þegar svartsýnustu menn spáðu þjóðar- gjaldþroti og ráðherra velferðar- mála þegar verja þurfti Land- spítalann. Hann var ekki aðeins jafnaðarmaður í stjórnmálum heldur líka í samskiptum við fólk. Sú virðing og sanngirni sem Gutti sýndi öðrum skapaði hon- um vandfundið traust til að tak- ast á við erfið verkefni. Okkur var hann þó umfram allt sá trausti og glaðsinna félagi sem alltaf mátti reiða sig á. Sigrúnu og fjölskyldunni allri sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. þingflokks Samfylkingar- innar, Helgi Hjörvar. Það var sannkölluð harma- fregn að Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, væri látinn langt fyrir aldur fram. Með honum er geng- inn einn öflugasti talsmaður jafn- aðarstefnunnar og jafnaðar- manna á Íslandi. Gutti var góður félagi og við deildum mörgum hugsjónum enda var hann fyrrverandi sveit- arstjórnarmaður en þar að auki verðlaunaður skólastjóri með mikla reynslu til að sækja í. Reyndar held ég að allir sem kynntust honum í stjórnmála- starfi hafi fundið að þar fór af- burða skólamaður sem brann fyrir menntun barnanna okkar – og það var alltaf stutt í kennar- ann hjá Gutta. Við hefðum sann- arlega þurft að fá að njóta krafta hans svo miklu lengur. Gutta verður þó ekki síður minnst fyrir hlýja, trausta og góða nærveru. Hann var einstak- lega óeigingjarn og heiðarlegur í allri framgöngu, með fallegt bros, traust handtak og gott hjartalag. Gutti tókst á við erfið veikindi sín undanfarna mánuði af miklu æðruleysi. Hans verður sannar- lega sárt saknað. Sigrúnu og fjöl- skyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Dagur B. Eggertsson. Góður félagi og vinur er fallinn frá á besta aldri. Skólafélaga úr B-bekknum í Kennaraskóla Ís- lands árin 1967-1971 langar til að minnast Gutta með nokkrum orð- um. Eftir fyrstu skólasetningu okkar í KÍ komum við bekkjar- félagarnir saman í fyrstu kennslustund. Þarna mátti líta sundurleitan hóp einstaklinga víðs vegar af landinu. Fljótlega kom þó í ljós að í hópnum var röggsamur Skagamaður með leiðtogahæfileika. Gutti varð fljótlega leiðtogi bekkjarins og stóð hann fyrir ýmsum uppákom- um og ferðalögum sem urðu til þess að auka samheldni okkar, sem haldist hefur alveg fram á þennan dag þegar við bekkjar- systkinin hittumst tvisvar á ári. Minnisstæð er ferð á öðru skólaári í skátaskálann Hákot undir Hafnarfjalli, en sá skáli var í eigu Skátafélags Akraness. Um- sjónarkennarinn hafði samþykkt með semingi að fara þessa ferð og hefur hann sjálfsagt óttast að ungmennin myndu sleppa fram af sér beislinu og verða sjálfum sér og öðrum til skammar. Sá ótti reyndist ástæðulaus því að Gutti stjórnaði hópnum eins og herfor- ingi, allir höguðu sér eins og sið- uðum unglingum sæmir og kenn- arinn var himinlifandi og hæst- ánægður að lokinni ferð. Það var einmitt í þessari ferð sem Gutti kenndi okkur leikinn „Hver stal kökunni…“ og var sá leikur í há- vegum hafður meðal bekkjar- systkinanna um langa hríð. Fleiri ferðir voru farnar og ber þar hæst þriggja vikna útskrift- arferð til Rússlands, sem þótti talsvert þrekvirki á þeim árum. Gutti kom að skipulagningu þeirrar ferðar, sem varð ógleym- anleg öllum sem þátt tóku. Sú staðreynd að bekkurinn skuli vera svo náinn enn eftir öll þessi ár er ekki síst Gutta að þakka. Allt frá upphafi hafði hann þau áhrif sem mótuðu bekkjarheildina og gerðu okkur að ævifélögum. Persónutöfrar hans, útgeislun og gleði smitaði frá sér. Leiðtogahæfileikar Gutta komu snemma í ljós og sá sem þetta ritar minnist skemmtilegra stunda í skátaflokknum Farúlf- um á Akranesi. Flokksforingi okkar var fimm árum eldri en við hinir. Svo kom að þeirri stund að foringinn var kallaður til annarra starfa innan skátafélagsins og því vantaði okkur nýjan foringja. Málið leystist þó farsællega því að Gutti þótti sjálfkjörinn foringi og leiddi hann flokkinn af rögg- semi næstu árin þótt hann væri ekki nema 12 ára þegar honum var falin þessi ábyrgð. Gutti var alltaf tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera eitthvað gott og skemmtilegt fyr- ir aðra. Hann var frábær félagi, var alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Hann var heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, örlátur á sjálfan sig, tíma sinn og orku. Við kveðjum Gutta með harm í hjarta en minnumst með gleði góðra samverustunda. Það eru forréttindi að hafa átt samleið með honum og átt hann að vini. Við höfum misst mikið og hans verður saknað á endurfundum bekkjarsystkinanna um alla framtíð. Mestur er þó missir fjölskyldu hans. Við vottum eftirlifandi eig- inkonu, Sigrúnu, dætrunum Birnu og Hönnu Maríu sem og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd bekkjarfélaga í B- bekknum, Sigurbjörn H. Magnússon. Ég var viðbúinn þessum sáru fréttum. Að vinur minn, skoðana- bróðir, einn þeirra manna sem ég hef mest metið þeirra sem ég hef hitt á langri lífsleið, „Gutti“, Guðbjartur Hannesson, væri lát- inn. Þegar við hittumst í fyrsta bekk í Kennó haustið 1967 var hann fyrsti „Skagamaðurinn“ sem ég sá með eigin augum og gat rætt við um frábært lið, hvort sem var dagsins í dag eða fornar hetjur. Það varð grunnur vináttu sem stóð allt fram að sviplegu andláti hans aðeins 65 ára – ungur og enn fullur metn- aðar til að skapa betri heim og láta til sín taka meðal jafnaðar- manna, jafna kjör allra og bæta líf þeirra sem minna máttu sín. Guðbjartur var tilbúinn að taka á sig meiri ábyrgð og stjórnunarstörf og gaf allan sinn tíma og kraft eftir að hann gaf kost á sér sem þingmaður Sam- fylkingarinnar árið 2007. Fyrstu árin í Kennó voru kát- ur félagsskapur hóps ungmenna. Strax þá varð Gutti foringi okk- ar, eins og hann var hvar sem hann fór meðan honum entist aldur. Ekki af því að hann tran- aði sér fram eða sæktist eftir því. Hann bara varð það á sinn hátt. Hann vann alla tíð við að leita lausna, ekki stjórna og ná sínu fram. Hann var stjórnandi, gæddur hæfileikum sem gerðu hann að því sem hann var, kenn- ara og skólastjóra sem nemend- ur hans og kennarar elskuðu og dáðu. En lífið getur á augabragði breytt leiðinni til framans og hamingjunnar. Hvert okkar sem nú lifir Gutta trúir ekki að hann yrði farinn á undan okkur, skát- inn glaði og reglumaðurinn, allt- af til í allt nema að reykja og drekka. Hann var góður nemandi en þó til í að bregða á leik. Eitt og eitt skróp en enga vitleysu, ekki alltaf á fremsta bekk og til í að galsast eins og kennaranemar gera líka og fá það svo í hausinn þegar sest er hinum megin. Í þriðja bekk vorum við Gutti sendir upp í Álftamýrarskóla af Pálma æfingakennara. Við geng- um þarna upp eftir og báðum skólastjórann um að komast í áheyrnarkennslu til að fá smjör- þefinn af því að kenna. Daginn eftir kallar Pálmi á okkur og vill skýringar á þessum fundi. Pálmi móðgaði manninn illa með því að senda honum tvo síð- hærða og órakaða hippa, sem myndu aðeins koma illu orði á kennarastéttina. 68-kynslóðin komin til að vera. Við vildum breytingar strax og skoðanir okkar félaga gerðu okk- ur að hinum illræmdu kommún- istum, bara nokkuð stoltum. Eftir útskrift eða Sovétríkja- skólaferðalagið skildu leiðir í Leníngrad þegar hann tók þá ákvörðun að fara í prófkjör Sam- fylkingarinnar í Vesturkjördæmi og flaug inn langhæstur. Þá tók við annað tímabil í lífi okkar sem ég er ævinlega þakk- látur fyrir. Ég varð ötull stuðn- ingsmaður þeirra hjóna. Sigrún tók þátt í pólitíkinni af fullum hug og studdi með ráðum og dáð. Ég hringdi iðulega til að ræða við foringjann. Reyndar talaði ég sjaldnast við Gutta, „ekki kom- inn heim,“ svaraði Sigrún og þá ræddum við málin meðan beðið var eftir Gutta og lögðum línurn- ar. Þegar og ef hann loksins kom voru málin útrædd. Þetta var yndislegur tími og Sigrún mín, ég lofa að hringja. Biðinni er lokið. Ég óska þér, dætrum og fjöl- skyldunni styrks í sorginni Hans er sárt saknað og þess verður langt að bíða að við eign- umst slíkan foringja. Með kveðju frá B-bekknum, Eiríkur Einarsson. Guðbjartur Hannesson er far- inn heim. Við skátar kveðjum með söknuði góðan vin og öflug- an félaga sem kvaddi allt of snemma. Gutti gekk ungur til liðs við skátahreyfinguna, á einu af blómaskeiðum Skátafélags Akraness. Honum voru fljótt fal- in forystustörf og sýndi hann að það fór honum vel að leiða aðra í starfi. Við skátar nutum starfs- krafta hans að fullu á árunum 1973-1975 þegar hann starfaði sem erindreki Bandalags ís- lenskra skáta. Þá ferðaðist hann um landið, hélt námskeið og studdi við foringja skátafélag- anna á allan hátt. Sem stjórn- málamaður var hann ávallt vak- andi fyrir starfi skátanna og leitaði lausna til þess að tryggja hagsmuni þeirra. Fyrir það erum við í stjórn Bandalags íslenskra skáta honum ævinlega þakklát. Sem örlítinn þakklætisvott fyrir þennan stuðning var hann sæmd- ur silfurmerki BÍS á Skátaþingi 2014. Af djúpri virðingu þakka ís- lenskir skátar Guðbjarti fyrir samfylgdina og senda aðstand- endum hans innilegar samúðar- kveðjur. Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, þau bera ljósið inn til mín. Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. (Hörður Zóphaníasson.) F.h. stjórnar Bandalags ís- lenskra skáta, Bragi Björnsson, skátahöfðingi Þann 4. september 2010 hringdi ég í þá nýskipaðan ráð- herra félags-, trygginga- og heil- brigðisráðherra og stakk upp á því að ég yrði aðstoðarmaður í ráðherratíð hans. Þetta var dálít- ið bratt hjá mér, því að í raun vorum við ráðherrann virðulegi bara rétt málkunnug, en ég vissi að þarna var einstakt tækifæri fyrir mig að starfa að málaflokk- um sem ég brann fyrir. Það varð mér til láns að Guðbjarti Hann- essyni fannst þetta bara alveg ágæt hugmynd og upp frá því kallaði ég hann Gutta. Næstu misserin unnum við þétt saman við fordæmalausar aðstæður í ís- lensku samfélagi eftirhrunsár- anna. Það varð mikill skóli og ég hafði besta kennarann. Gutti var félagshyggju- og jafnaðarmaður af hjartans ein- lægni og erfiðar ákvarðanir á niðurskurðartímum voru honum þungbærar. Hins vegar vékst hann aldrei undan verkefnum og ég held að fáir, ef nokkur annar, hefðu getað skilað þessu erfiða verki annar en hann. Hann trúði á styrkleika fólks, ekki veikleik- ana, en vissi að sumir þurfa meiri stuðning en aðrir. Þarna greinir á milli frjálshyggjumannsins sem trúir á frelsi og tækifæri einstak- lingsins og jafnaðarmannsins sem trúir hinu sama, en lítur á það sem skyldu sína að tryggja öllum þau verkfæri sem þeir þurfa til að ná markmiðum sín- um. Hann leit á það sem sitt hlut- verk að sjá til þess að öðrum liði vel og hefðu tækifæri til að sýna hvað í þeim bjó. Þjónandi og áreynslulaus forysta var honum eðlislæg. Ég heyrði þetta hjá fyrrverandi nemendum hans og ég sá þetta líka hjá samstarfs- fólki okkar í ráðuneytinu. Þar er hópur öflugs fólks og Gutti hafði mikla trú á sérþekkingu þess. Sama gilti um samstarfsfólkið í þinginu, hvort sem það var í stjórn eða stjórnarandstöðu. Hann var algerlega sannfærður um að öllum gengi gott eitt til og greindi bara á um leiðir og lausn- ir. Ég var nú stundum mátulega sannfærð, enda fannst mér sumir algerlega sanna hið gagnstæða. Ég hafði þó ekki lengi unnið með Gutta þegar ég áttaði mig á því að það var ástæða fyrir því að hann var ráðherrann með óskor- aða virðingu allra sem á vegi hans urðu og treyst var fyrir flóknustu verkefnunum, en ég, aðstoðarmaðurinn, ætti ýmislegt ólært. Hann vissi vel að sumum er ekki treystandi og varla við- bjargandi. Hann hefði aldrei sagt það, enda hallmælti hann aldrei nokkrum manni. Hins vegar tók hann slíku af yfirvegun enda vissi hann og sýndi að það borgar sig alltaf í lengdina að vera heill og sannur, alltaf og í öllu. Það er hans pólitíska arfleifð og því er ótímabært fráfall hans eins öm- urlegt og mest má vera. Okkur vantar fleiri Gutta, ekki færri. Hann kemur mér Í opna skjöldu Þar sem hann blasir við á gamalli ljósmynd Það er ekki blikandi ljárinn sem kemur upp um hann heldur hnausþykk gleraugun Það hlaut að vera að hann sæi illa eins ómannglöggur og hann getur verið (Gerður Kristný Guðjónsdóttir) Sigrúnu, Birnu, Hönnu Maríu og fjölskyldunni allri votta ég djúpa samúð og þakklæti fyrir að deila þessum einstaka manni með okkur öllum. Anna Sigrún Baldursdóttir. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir, honum yfir. (Hannes Pétursson) Það er með miklum hlýhug og þakklæti sem ég kveð í hinsta sinn Guðbjart Hannesson, góðan og traustan samstarfsmann til margra ára. Gutti, eins og hann var alltaf kallaður, kenndi við Barnaskóla Akraness þegar ég hóf þar störf árið 1972. Hann fór fljótlega í framhaldsnám til Dan- merkur en kom aftur til starfa við skólann nokkrum árum síðar með nýjar og ferskar hugmyndir um skólastarf. Við hófum sam- starf með því að kenna tveimur bekkjardeildum saman og nutum trausts foreldra og skólastjórn- enda til þess að breyta ýmsu frá því sem áður hafði tíðkast í hefð- bundinni kennslu. Þetta var skemmtilegur og lærdómsríkur tími sem nýttist okkur vel þegar við svo tókum þátt í því að und- irbúa og stofna Grundaskóla á Akranesi ásamt fjórum öðrum kennurum árið 1981. Við töluðum alltaf um að vagga Grundaskóla hefði verið í þessu starfi okkar við Barnaskóla Akraness sem núna nefnist Brekkubæjarskóli. Gutti leiddi starfið í nýjum skóla og var afar farsæll skólastjóri enda einstaklega góður skóla- maður sem gaman var að starfa með. Hann var framsækinn og tók hugmyndum og tillögum samstarfsfólks mjög vel og var tilbúinn til að ræða þær og nýta nemendum til heilla. Gutta var annt um nemendur sína og sýndi þeim ávallt mikið traust ekki síð- ur en samstarfsfólkinu. Hann var kærleiksríkur og góður maður, skemmtilegur og hrókur alls fagnaðar. Koma þá t.d. í hugann ógleymanlegar óvissuferðir vinnufélaga í Grundaskóla í lok hvers skólaárs. Nú hefur hann haldið í aðra ferð, allt of snemma. Eftir situr söknuður en líka góð- ar minningar sem munu ylja um ókomna tíð. Ég votta Sigrúnu, Birnu, Hönnu Maríu, tengdason- um, afastrákunum og fjölskyld- unni allri innilega samúð. Bless- uð sé minning Guðbjarts Hannessonar. Jóhanna Karlsdóttir. Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.