Morgunblaðið - 30.10.2015, Page 42

Morgunblaðið - 30.10.2015, Page 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður og nýbakaður Íslandsmeist-ari með FH í fótbolta, fagnar þrítugsafmælinu í dag. „Ég heldað maður hugsi ósjálfrátt aðeins stærra á svona stórafmæli. Ég lít um öxl og skoða síðasta áratuginn og þar leynast nokkur augnablik sem standa upp úr. Fæðing barnanna, fyrsta íbúðin og trúlofun okkar Hafdísar eru augnablik sem erfitt er að keppa við. Útskrift frá Bost- on-háskóla og fyrsta platan eru þó afrek sem ég er líka stoltur af. Við erum í pásu í boltanum svo ég hef skyndilega meiri tíma síðdeg- is til að vera með konunni og börnunum. Ég hef meira að segja náð að elda nokkrum sinnum sem verður að teljast til afreka hjá mér. Afmælisvikan hefur svo að mestu farið í að kynna tónleikana mína í Austurbæ laugardaginn 19. desember og það gengur vonum framar. Sú helgi verður mikil tónleikahelgi því á föstudeginum verð ég á Græna hattinum og á sunnudeginum verð ég með fjölskyldutónleika í Austurbæ ásamt bróður mínum, Friðriki Dór. Ég verð illa svikinn ef fjölskyldan vekur mig ekki með söng á afmælisdaginn en ég veit þó að mín heittelskaða ætlar að bjóða mér út að borða í tilefni dagsins.“ Unnusta Jóns er Hafdís Björk Jónsdóttir, tannlæknir, f. 1986, og börn þeirra eru Jón Tryggvi Jónsson, tveggja ára og Mjöll Jónsdóttir eins árs.„Raunverulega afmælisveislan verður svo þegar við fjöl- skyldan höldum í afslappelsi til Orlando, í siglingu um Bahama- eyjarnar og endum svo í Miami. Við hlökkum mikið til.“ Morgunblaðið/Ómar Tvíburi og sporðdreki Jón sendir tvíburasystur sinni, Hönnu Borg, innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Hefur núna tíma til að elda kvöldmatinn Jón Ragnar Jónsson er þrítugur í dag Ú lfar fæddist í Reykjavík 30.10. 1940. Hann lauk prófi frá VÍ 1959, stúd- entsprófi 1961, emb- ættisprófi í guðfræði við HÍ 1972 og kennaraprófi frá KHÍ 1992. Hann lærði á píanó hjá Árna Björnssyni, Katrínu Viðar og Mána Sigurjónssyni, á pípuorgel hjá Sig- urði Ísólfssyni og tónfræði hjá dr. Róbert Abraham Ottóssyni og hafði kirkjutónlist aö sérefni í guðfræði. Úlfar var í sveit á sumrin að Stóra- Saurbæ í Ölfusi 1952-55, vann hjá Hitaveitu Reykjavíkur, við byggingu Steingrímsstöðvar, við húsgagna- smíði og við reknetaveiðar, var lög- regluþjónn í Reykjavík 1965-70, og stundaði trilluútgerð á Gulltoppi ÓF 33 1974-80. Úlfar var sóknarprestur í Ólafsfirði 1972-76 og 1976-80, var skipaður biskupsritari um hríð 1976, þjónaði jafnframt á Dalvík 1978 og 1979 og í afleysingum á Siglufirði 1972-80, var sóknarprestur í Eyrarbakka- prestakalli 1980-2008, settur fanga- prestur á Litla-Hrauni 1983-84, þjón- aði jafnframt í afleysingum í Þorlákshöfn til 1997 og Selfoss- prestakalli frá 1998 og var prófastur í Árnessprófastsdæmi 1997-2008. Úlfar var kennari við Barna- og gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar 1972-80, við Barnaskólann á Eyrarbakka 1981-96 og kennari þar i hálfu starfi 1996-97, kennari við Iðnskóla Selfoss Úlfar Guðmundsson, fyrrverandi prófastur – 75 ára Stórfjölskylda Úlfar og Herborg, ásamt börnum hans og barnabörnum, Guðrúnu, systur hans, mági og börnum. Á vegum guðs, tónlist- arinnar og félagsmála Í fjöruborðinu Börn Úlfars og Herborgar, kappklædd eftir íslensku veðri. 60 ára brúðkaupsafmæli áttu í gær, 29. október 2015, hjónin Víðir Finnbogason og Karen Magnúsdóttir, Aftanhæð 1, Garðabæ. Þau fögnuðu þess- um merkisáfanga með fjöl- skyldu sinni í gærkvöldi. Árnað heilla Demantsbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Notalegt í skammdeginu Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Sérpöntum glerkúpla og skerma á olíulampa, verða frá 9.500 Fjósalukt 70 tíma, verð 6.650 Gamaldags 14“‘ lampi, verð frá 21.500 Fjósalukt, svört, grá eða rauð, verð 5.250 Glóðarnet fyrir Aladdin lampa, verð 4.575 Kveikir í úrvali, verð frá 1.105 Ofnsverta, verð 2.540 Comet 11“‘ lampi, verð frá 9.960 Lampaglös í úrvali, verð frá 3.295

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.