Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.10.2015, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2015 ✝ Edda MaríaEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1931. Hún lést á Líknardeild LSH í Kópavogi 22. október 2015. Foreldrar Eddu Maríu voru hjónin Ellen Einarsson (f. Poulsen), f. 2. febr- úar 1905, d. 9. sept- ember 1988, og Einar Einarsson, f. 24. maí 1903, d. 12. júlí 1962. Systur Eddu eru Ása Lóa Einarsdóttir f. 1933 og Emma Hanna Einarsdóttir f. 1939. Edda kvæntist hinn 12. júlí 1955 Þórði P. Waldorff, f. 9. des- ember 1930. Foreldrar hans voru Halldóra Sigurbjörg Waldorff, f. 15. desember 1909, d. 6. maí 1988, og Pétur L. Waldorff, f. 5. maí 1897, d. 14. ágúst 1973. Edda og Þórður eignuðust fjögur börn. 1) Einar Þ. Wald- orff, f. 12. október 1956, eigin- kona hans er Ragnheiður Anna 1969, eru Hafliði Breki Waldorff og Sólrún Alda Waldorff. Edda María og Þórður skildu. Edda María kvæntist Hauki Árnasyni, f. 29. janúar 1931. Foreldrar hans voru Árni Valdi- marsson, útibússtjóri KEA í Ólafsfirði, f. 2. september 1896, d. 2. september 1980, og Ágústa Gunnlaugsdóttir, f. 1. ágúst 1895, d. 13. nóvember 1995. Börn Hauks eru Sigurjón Hauksson, Bjarni Hauksson, Anna Ágústa Hauksdóttir og Árni Guðmundur Hauksson. Edda María gekk í Barna- skóla Grindavíkur en þaðan lá leiðin á Héraðsskólann í Reyk- holti í Borgarfirði þar sem hún stundaði nám í tvo vetur og í framhaldi af því vann hún á sím- anum þar. Eftir dvölina í Reyk- holti lá leiðin aftur til Grinda- víkur, þar sem hún starfaði á símstöðinni í allnokkur ár. Eftir að öll börnin voru flogin úr hreiðrinu starfaði hún um nokk- urra ára skeið á Heilsugæslunni í Grindavík við símamóttöku. Á miðjum aldri fluttist hún á Hvammstanga, þar sem hún starfaði á Prjónastofunni Drífu. Útför Eddu Maríu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, föstudaginn 30. október. klukk- an 13. Georgsdóttir, f. 17. maí 1960. Dóttir þeirra er Bjarney Linda Einarsdóttir. Synir Einars af fyrra hjónabandi með Helle Alhof eru Daníel Einarsson og Jónas E. Waldorff, d. 9. mars 2003. 2) Hermann Þ. Wald- orff, f. 3. október 1959, eiginkona hans er Dóra Birna Jónsdóttir, f. 23. febrúar 1956. Synir þeirra eru Ingimar Waldorff og Hafþór Waldorff, barnabörnin eru þrjú. 3) Dóra Þ. Waldorff, f. 22. febr- úar 1964. Eiginmaður hennar er Magnús Sigurðsson, f. 16. ágúst 1969. Börn Dóru af fyrra hjóna- bandi með Brynjólfi V. Sigurðs- syni eru Sigurður Ragnar Brynj- ólfsson og Edda Rannveig Brynjólfsdóttir. Barnabörnin eru tvö. 4) Þórður Þ. Waldorff, f. 8. desember 1966. Börn hans af fyrra hjónabandi með Þórunni Öldu Gylfadóttur, f. 17. febrúar Edda María tengdamóðir mín er öll. Með henni er gengin ein- staklega góð og vönduð kona sem vildi öllum vel og reyndist ástvinum sínum stoð og stytta í hvívetna. Ég var heppin að eiga hana að því hún var einstök. Móðir hennar var dönsk, amma Ellen, sem fluttist til Ís- lands á 3. áratug síðustu aldar. Hún settist að í Grindavík og bar með sér ýmsa danska siði svo sem þann að rækta alls kyns grænmeti til matargerðar, sem hefur eflaust þótt nokkur sér- lunda í þá tíð. Edda var elst þriggja systra, sem ólust upp í Krosshúsum í Grindavík. Þar sleit hún barnsskónum þar til hún hóf búskap með Þórði Wal- dorff og eignuðust þau fjögur börn. Þau slitu síðar samvistir. Seinni maður Eddu heitir Hauk- ur Árnason og bjuggu þau í Hafnarfirði síðustu ár. Edda var listakokkur. Það var alltaf upplifun að koma í matarboð til hennar. Það var alltaf eins og þar væru höfðingj- ar á ferð, svo vel var lagt á borð og nostrað við allt er viðkom matargerð. Allur matur bragð- aðist dásamlega og ég held því blákalt fram að fiskibollurnar hennar tengdó séu þær heimsins bestu. Hún var mjög nýjungagjörn í mat og bauð jafnvel upp á ný- bökuð lágkolvetnabrauð þegar sú bylgja reið sem hæst. Hún var fyrst og fremst húsmóðir og vann svo sannarlega vel sitt starf og af alúð. Þá var hún alltaf boðin og búin að rétta hjálpar- hönd og var aldrei glaðari en þegar hún fann að hún gat létt undir með öðrum. Hún átti þó erfitt sjálf með að þiggja gjafir eða viðvik. Það var segin saga að ef ég kom með litla gjöf til Eddu fór ég hlaðin gjöf- um til baka. Allar jóla- og af- mælisgjafir voru vandlega valdar og hún ljómaði eins og sólin þegar hún færði fólki gjaf- irnar. Jafnvel komu pakkar stíl- aðir á heimilið okkar sem geymdu sitthvað nýtilegt. Edda hafði einstakan hæfi- leika á að gæða allt lífi í kringum sig. Í Borgarfirði áttu þau Haukur sumarbústað sem þau nefndu Kríukot og þar var hún í essinu sínu þegar kom að rækt- un grænmetis. Hún kom oftsinn- is til okkar færandi hendi með nýsprottið grænmeti og krydd- jurtir af öllum tegundum, ber og plöntur. Og ekki bara til okkar. Margir nutu góðs af grænmet- isbeðum Eddu, auðlindum, sem aldrei virtust þrjóta. Bjarney Linda dóttir mín var afar hænd að ömmu sinni. Hún sótti mikið til ömmu og afa og fékk þar mikla ást og umhyggju. Það var einstakt samband milli hennar og ömmu hennar, sem einkenndist af gagnkvæmri virðingu og tillitssemi en rúm- lega 70 ár báru í milli. Mikið sem ég á eftir að sakna tengdamömmu, að fá hana ekki í kaffispjall á laugardagsmorgn- um og reyna að hafa hana sem allra lengst því hún var kát og skemmtileg og hafði góða nær- veru. Oft bar á góma gömlu dag- ana í Grindavík, skemmtisögur frá bernsku hennar og barnanna, sem hún hafði gaman af að segja frá og ég naut þess að heyra jafnvel aftur og aftur. Að leiðarlokum þakka ég Eddu minni fyrir samfylgd og leiðsögn í hartnær tvo áratugi. Þar bar hvergi skugga á. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Edda mín. Guð blessi minningu þína. Ragnheiður Anna Georgsdóttir. Með virðingu og söknuði kveð ég elskulega tengdamóður og vinkonu. Með þakklæti fyrir að hafa átt hennar vináttu í 36 ár. Takk fyrir allt. Við sjáumst ekki í sumar – og þó sé ég þig er blómin horfa himins til og hneigja sig þá yfir í þinn huliðsheim þú heillar mig. Því vetrarstríð á enda er, nú undrumst við hve dauðinn veitir dýra hvíld og djúpan frið og heyrum lífið líða hjá sem lækjarnið. Og allt það sem auður þinn og yndið þitt það leitar eins og lóukvak í ljóðið mitt og signir þig hinn breiða byggð við brjóstið sitt. Og allir þeir sem unnir þú og unnu þér þeir sjá hvar logi lífs þíns rís og lyftir sér í þessa lygnu líknarnótt sem ljómar hér. Er birtan sendir bláan draum í bæinn inn og geislaflugið fellur létt á fagurkinn það vermir litlar ljúfur þrjár sem lófi þinn. (Jóhannes úr Kötlum) Hvíl í friði, mín kæra. Dóra Birna Jónsdóttir. Elsku amma Edda. Mig langar til að kveðja þig með bænunum sem við sungum alltaf: Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Ó, sólskinsbarn, ó, sólskinsbarn. Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn. Ó, sólskinsbarn, ó sólskinsbarn. Já, það vil ég vera fyrir hann. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Eins láttu ljósið þitt lýsa í hjarta mitt, skína í sál og sinni, sjálfur vaktu þar inni. (Sigurbjörn Einarsson) Elsku amma, þú veist að þú ert alltaf velkomin hjá okkur. Ég elska þig meira en allt annað. Takk fyrir samfylgdina. Þitt ömmuskott, Bjarney Linda. Elsku amma okkar er látin og þau sem þekktu hana vita að það er erfitt að kveðja jafn yndislega manneskju eins hún amma okk- ar var. Hún gerði það að hlut- verki sínu að hafa alla sátta og glaða í kringum sig. Hún minnti okkur stöðugt á hvað við erum heppin að eiga svona marga góða að og ef eitthvert ósætt kom upp var hún fljót að tala um alla þá jákvæðu hluti sem í raun skiptu mestu máli. Elsku amma, nú ertu farin til hinstu hvíldar og minning þín lifir í hjörtum okkar. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Takk fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Guð blessi þig og geymi. Ingimar og Hafþór. Edda María Einarsdóttir ✝ Andrés Gilssonfæddist í Mýrasýslu 17. júní 1926. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 21. október 2015. Foreldrar hanns voru hjónin Ingv- eldur Pétursdóttir, f. 9. nóvember 1896, d. 4. ágúst 1987, og Gils Magnússon, f. 21 júlí 1895, d. 17. desember 1930. Bróðir Andrésar var Sigur- jón Ingi Sigurjónsson, f. 24. mars 1939, d. 8. nóvember 1983. Andrés kvæntist Valgerði Hrefnu Gísladóttur 1 maí 1954. Kristjana Friðbjörnsdóttir f. 20 ágúst 1959, og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. 3) Grímheiður Elín, f. 18. júlí 1961, maður hennar er Jóhann Bogason, f. 7. janúar 1958, og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Andrés ólst upp hjá móður sinni og föðurfjölskyldu í Borg- arnesi. Andrés lauk námi frá Stýrimannaskólanum árið 1953 og vann til sjós uns hann stofn- aði fyrirtæki ásamt svila sínum, Leifi Valdimarssyni, og unnu þeir við járnsmíðar, aðallega handriðasmíð. Andrés fór aftur til sjós í kringum 1969 og starf- aði hjá Sambandinu, lengst af á Hvassafelli, uns hann lét af störfum vegna aldurs. Andrés verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, 30. október 2015, kl.13. Foreldrar hennar voru hjónin Grím- heiður Elín Páls- dóttir, f. 30. sept- ember 1895, d. 18 desember 1986, og Gísli Jóhannsson, f. 21 maí 1891, d. 5. janúar 1978. Andrés og Val- gerður eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Guðríður Inga, f. 10. september 1955, maður hennar var Valgeir Daðason, f. 30 ágúst 1951, d. 28. febrúar 2012, og eiga þau tvær dætur og fimm barnabörn. 2) Páll Garðar, f. 22. desember 1958, d. 9. mars 1997, kona hans er Elsku pabbi, þá er kveðju- stundin kominn. Það er ekki eins og ég hafi ekki búist við þessu um nokkurn tíma en samt er mjög sárt að kveðja. Það voru mikil forréttindi að fá að eiga þig fyrir pabba, forréttindi sem ég fæ aldrei fullþakkað fyrir. Þú varst alltaf svo rólegur og yf- irvegaður. Aldrei skammaðir þú okkur systkinin, heldur mættir okkur með þínu jafnaðargeði – út- skýrðir með þinni rólegu röddu að nú værum við ekki að gera rétt. Það var oft glatt á hjalla heima hjá okkur og alltaf var stutt í þinn sérstaka húmor og smá stríðni, svona þegar hún átti við. Sumarfrí voru tekin á hverju ári og farið í tjaldútilegur vítt og breitt um landið. Alveg stórmerkilegt hvernig þér tókst að koma fimm manna fjölskyldu í þessar ferðir á fólksvagen-bjöllu. Ég var níu ára þegar þú fórst aftur á sjóinn og var þín þá sárt saknað en á móti kom sú mikla gleði og tilhlökkun þegar við fórum með mömmu að taka á móti þér þegar þú komst aftur heim. Stundum fékk ég að fljúga til þín út á land og koma með þér heim með skipinu. Þetta voru ógleymanlegar ferðir sem ég geymi með mér enn í dag. Þú varst alltaf svo einstaklega bóngóður og sagðir svo til alltaf já – hvort sem það var að skutla mér og vinkonunum eða skutlast með barnabörnin fram og til baka í skóla eða á íþróttaæfingar. Þegar ég hugsa til baka þá minnist ég þeirrar miklu ástar og virðingar sem alltaf ríkti milli ykk- ar mömmu, öll þau ár sem þið átt- uð saman. Nú eru erfiðir tímar hjá henni. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þín, Grímheiður Elín (Heiða). Elsku afi, þá er komið að kveðjustund. Margar minningar koma upp í hugann þar sem við systkinin eru komin saman til að minnast þín. Þegar við hugsum til baka þá minnumst við þín með hattinn þinn og pípuna, því ekki fékkst þú að reykja hana inn í húsi. Þú varst alltaf að, hvort sem það var að vinna í bílskúrnum, gera við hitt og þetta, vinna í garðinum, þrífa bílinn, setja í uppþvottavélina eða leysa krossgátur í blöðunum, allt- af fannst þú þér eitthvað að gera. Þú elskaðir ömmu meira en allt og sást hamingjan langar leiðir. Þú varst góður og rólegur og alltaf til taks þegar á þurfti að halda. Það var aldrei spurning um að þú værir sterkasti afinn í öllum heiminum, enda drakkstu lýsi af stút og gerðir æfingar á hverjum morgni með ömmu. Okkur þótt ekkert skemmtilegra en að gista hjá ykkur og fá að taka þátt í þess- ari morgunathöfn. En þú varst ekki alltaf heima því þú gegndir því stóra hlutverki að vera stýrimaður og skipstjóri á stórum flutningaskipum. Við syst- urnar vorum svo heppnar að fá að fara í siglingar með þér og það var ógleymanlegt að fá að leika sér í skipstjórasvítunni og fá að eyða tíma með þér í þínu umhverfi. Síð- astliðin ár hefur þú fjarlægst okk- ur hægt og rólega en alltaf tókst þér að halda í húmorinn og það þótti okkur vænt um. Við erum heppin að hafa fengið þennan tíma með þér og munum við varðveita allar minningarnar um þig í hjörtum okkar. Við elsk- um þig, afi, og eigum eftir að sakna þín. Takk fyrir að hafa verið þú. Ástarkveðja, Una, Íris og Andrés Valur. Elsku afi okkar. Það er svo sárt að sjá þig hverfa á braut en við vitum að þú hefur nú öðlast hvíld frá öllum þínum veikindum. Þegar við sitjum hérna og hugsum til þín kemur upp fullt af skemmtilegum minn- ingum og er þá helst að nefna hve þú varst alltaf yfirvegaður og ró- legur, sama hvað gekk á, og alltaf var stutt í húmorinn, eins og þegar stórfjölskyldan var saman úti í Tyrklandi þá voru allir að fara í myndatöku og þú spurðir mig hvort ég væri líka að fara og ég sagði „já“ og þá svaraðir þú glott- andi „ég hélt að það væri bara fal- lega fólkið“. Við erum svo heppnar að eiga margar góðar minningar með þér þegar við vorum litlar. Þið voru svo dugleg að leyfa okkur að koma með í útilegur og út á sjó með þér og ömmu. Þú varst líka alltaf tilbú- inn að aðstoða og skutla okkur hvert sem er og hvenær sem er eins og eitt skiptið þegar ég varð bensínlaus um miðnætti þá þótti þér ekkert mál að koma og redda mér. Þó svo að það hafi pirrað ungar unglingsstúlkur hvað þú keyrðir afskaplega hægt þá léstu kvartanir okkar ekki á þig fá og gerðir frekar í því að stríða okkur með því að keyra bara ennþá hæg- ar. Elsku afi, hvíldu í friði, það er gott að vita til þess að núna ertu kominn til hans Palla sem tekur vel á móti þér. Hrefna og Andrea. Andrés Gilsson ✝ Karl BirgirÞórðarson fæddist 13. júlí 1957. Hann lést 7. október 2015. For- eldrar hans voru Elísabet Sigurðar- dóttir, f. 13.5. 1933, d. 14.7. 2013, og Þórður Snæ- björnsson, f. 25.11. 1924, d. 12.4. 2009. Fósturfaðir Karls var Ásmundur Pálsson, f. 1943. Systkini sammæðra: 1) Ang- antýr Sigurðsson, f. 1959, gift- ur Erlu Björk Gunnarsdóttur, f. 1960, og eiga þau þrjú börn. 2) Una S. Ásmundsdóttir, f. 1967, gift Óskari G. Kjartans- syni, f. 1965, og eiga þau fimm börn. 3) Sigurður Páll Ásmundsson, f. 1968, giftur Jennylyn Ásmunds- son, f. 1985, og eiga þau tvö börn. 4) Ásmundur Ás- mundsson, f. 1978, giftur Önnu Sigurðardóttur, f. 1976, og eiga þau þrjú börn. Systkini sam- feðra: 1) Snæbjörn, f. 1945. 2) Helga Kristrún, f. 1948. 3) Haukur, f. 1955. 4) Örn, f. 1958. 5) Hrafn, f. 1959. Útför Karls fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 30. október 2015, klukk- an 14. Elsku Kalli, stóri bróðir minn. Mér finnst enn svo óraunveru- legt að þú sért dáinn. Að þú eigir ekki eftir að hringja í mig aftur og segja mér hversu mikið þér þykir vænt um mig eins og þú sagðir alltaf í lok hvers samtals. Við áttum oft yndislegar stundir saman þegar ég var að alast upp þó þú hafir verið 10 árum eldri en ég. Þú varst óþreytandi við að draga mig fram í herbergi til þín og láta mig syngja inn á spólu, lögin sem þú varst alltaf að semja á gítarinn þinn, og við gát- um eytt heilu dögunum í það. Allar fjallgöngurnar sem þú fórst með okkur Sigga bróður í og svo seinna með börnum okk- ar. Þú elskaðir börn og dýr og hafðir mikla þolinmæði þeim til handa. Þú kynntist svo ungur Bakkusi, sem síðar varð þinn versti óvinur, og þrátt fyrir mik- inn vilja og margar meðferðir sigraði hann þig alltaf að lokum. Þú sendir mér bréf í apríl sl. þar sem þú sagðir mér hversu mikið þú þráðir að vera góður og kær- leiksríkur maður, að það væri eðli þitt í hverri frumu líkamans, ég veit það, Kalli, og það varstu alltaf þegar þú varst allsgáður og þann Kalla elskaði ég. Þú skrifaðir líka að það þyrfti ekki vímugjafa til að vera í vanlíðan, dómhörku, tillitsleysi og öfund, því margt fólk væri í þeim pakka allsgáð og því er ég sammála þér í líka. Ég á margar yndislegar minningar um þig Kalli sem ég geymi í hjarta mínu og ég veit að mamma okkar og amma hafa tekið á móti þér og vafið þig örmum. Þú elskaðir þær svo mikið og varst svo mikill mömmustrákur, alltaf. Ég veit við munum hittast aftur, elsku bróðir minn, og mér þykir enda- laust vænt um þig líka . Þín systir, Una. Karl Birgir Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.